Bakþankar

Hundur, köttur eða frisbídiskur

Tómas Þór Þórðarson skrifar

Ég tók annað skref í átt að því að verða fullorðinn fyrir sléttri viku síðan þegar að ég varð sambýlismaður. Fyrsta vikan hefur gengið bara vel en fyrsta deilumálið er strax komið upp á borðið: Hvaða gæludýr skulu sambýlingarnir fá sér í framtíðinni?

Bakþankar

Hvað er eiginlega að?

Af hverju fögnum við þegar óvænt er boðað til kosninga en kjósum svo nákvæmlega það sama yfir okkur, aftur og aftur og aftur?

Bakþankar

Ung fórnarlömb hagsældar

Jón Sigurður Eyjólfsson skrifar

Eitt sinn gerði ég könnun meðal þrettán ára nemenda í skóla einum í Andalúsíu og spurði í hverju velgengni væri fólgin.

Bakþankar

Tilbúinn í bardaga

Lára G. Sigurðardóttir skrifar

Það eru til tölvuleikir sem hafa jákvæð áhrif á heilann en skotleikir eru ekki á meðal þeirra.

Bakþankar

Öllu fórnandi

Sirrý Hallgrímsdóttir skrifar

Fyrir viku síðan. Kjósandi: Logi, er ekki öruggt að Samfó vill þjóðaratkvæðagreiðslu um áframhald aðildarviðræðna við ESB? Logi: Auðvitað, þetta er mesta hagsmunamál þjóðarinnar, annað kemur ekki til greina, ófrávíkjanlegt! Kjósandi: Og þið ætlið að koma Sjálfstæðisflokknum frá og láta verða af þessu?

Bakþankar

Heimskan og illskan

Þórarinn Þórarinsson skrifar

Ungur, vel menntaður maður er sviptur ríkisborgararétti og vísað frá Noregi eftir að hafa búið þar í sautján ár. Þannig er honum refsað fyrir að hafa sagst vera frá Sómalíu en ekki Djíbútí. Hann er nú ráðalaus á Íslandi og leitar hælis.

Bakþankar

Áfram konur

Frosti Logason skrifar

Fyrir rétt rúmum tveimur árum var borin upp tillaga úr ræðustól Alþingis þar sem stungið var upp á að hlutirnir yrðu hugsaðir örlítið upp á nýtt. Þá var fólk að velta fyrir sér hvernig halda mætti upp á 100 ár af kosningarétti kvenna.

Bakþankar

Háttvísi og afnám fátæktar

Bjarni Karlsson skrifar

Ég tel nýafstaðnar alþingiskosningar ekki síst athyglisverðar í ljósi þriggja málefna sem ekki voru rædd í aðdragandanum. Áður en ég tala um það vil ég þó orða tvennt gott sem gerðist.

Bakþankar

Flökkuatkvæði réttir upp hönd

Telma Tómasson skrifar

Það er margt sem mótar skoðanir, skapar hugsandi manneskju. Lífið í nútíð, fortíð, langliðinni tíð, umhverfi, samferðarfólk, fjölskylda, alls konar. Þá seytlast syndir og sigrar feðranna inn í genamengi hugans. Hér kemur lítil saga.

Bakþankar

Óttarr var Ali Dia

Á síðasta þingi voru margir þingmenn alveg skelfilega lélegir í vinnunni og áttu ekki sinn besta leik svo vitnað sé í íþróttalýsingar. Alltof margir virtust hugsa: hvað getur Alþingi gert fyrir mig, í staðinn fyrir að hugsa öfugt, hvað get ég gert fyrir Alþingi.

Bakþankar

Kosningar

Óttar Guðmundsson skrifar

Ég kaus fyrst í Alþingiskosningum árið 1971. Hannibal Valdimarsson hafði klofið sig út úr Alþýðubandalaginu og stofnað Samtök frjálslyndra og vinstri manna. Mér féll vel eldmóður og kjarkur Hannibals og kaus hann með bros á vör.

Bakþankar

#kosningar17

María Bjarnadóttir skrifar

Þvílík lýðræðisveisla í einu landi. Árlegar þingkosningar á morgun, reglulegar forsetakosningar og sveitarstjórnarkosningar rétt handan við áramótin. Þess á milli er nóg af netkosningum um hvaða göngustíg eigi að flikka uppá fyrir peninginn frá frúnni í bæjarstjórastólnum eða hvaða kór/söngvari/jólastjarna komist áfram í úrslitaþáttinn í Háskólabíó/Hörpu/Laugardalshöll.

Bakþankar

Á endanum er þetta þess virði

Tómas Þór Þórðarson skrifar

Kosningabarátta um sæti á Alþingi er fín á fjögurra ára fresti en að fá þetta í andlitið tvö ár í röð er alltof mikið. Þessi stutta kosningabarátta er flesta að drepa enda hefur hún að miklu leyti bara snúist um skítkast og hvað þessi gerði, eða öllu heldur gerði ekki, síðast þegar að hann fékk að ráða.

Bakþankar

Ég vil bara aðeins fá að anda

Kristín Ólafsdóttir skrifar

Ojjj. Eughh. Gubb! Kosningar. Finnst ykkur þetta ekki alveg fullkomlega þrúgandi tímabil? Og brestur svona á þegar þjóðin er rétt nýbúin að ná andanum eftir síðustu törn! Kosningar heltaka nefnilega allt: Sjónvarpið, samfélagsmiðlana, samræður við vini í raunlífinu.

Bakþankar

Kjósendur með lífið í lúkunum

Jón Sigurður Eyjólfsson skrifar

Þar sem komin er kosningavika, og fólk ekki alls kostar sammála um að þið stjórnmálamenn séuð að ræða það sem ræða ber við slík tímamót, vil ég leggja til mál sem mér finnst að kryfja eigi í kosningavikunni og reyndar hinar vikurnar fimmtíu og eina. (Það má víst taka svona til orða þegar kosningar eru orðnar árlegur viðburður.)

Bakþankar

Náttúrunnar spegill

Lára G. Sigurðardóttir skrifar

"Eitt bros getur dimmu í dagsljós breytt“ segir í Einræðum Starkaðar eftir Einar Benediktsson, sem fjalla um mannlegan harmleik sem ekki er alltaf sýnilegur.

Bakþankar

Í orði – ekki á borði

Allir stjórnmálaflokkarnir eru sammála um að bæta menntakerfið í landinu. Viðreisn er þar engin undantekning. Frambjóðendur flokksins tala fyrir mikilvægi málaflokksins og hversu nauðsynlegt sé að nægt fjármagn fari til menntakerfisins. Ekkert óvenjulegt við þetta. Og þó.

Bakþankar

Leiðrétting

Þórarinn Þórarinsson skrifar

Hætt er við að alþingiskosningarnar eftir rúma viku verði hið mesta feigðarflan þar sem mannvalið á þingi hefur einhvern veginn orðið stöðugt galnara með hverjum kosningum frá hruni.

Bakþankar

Bananalýðveldi

Frosti Logason skrifar

Já, lesandi góður. Það er orðið staðfest. Við búum í bananalýðveldi. Samkvæmt skilgreiningu alfræðivefsins Wikipedia er hugtakið nýyrði um lýðveldi sem hafa haft tíð ríkisstjórnarskipti og er í dag notað frjálslega um lönd þar sem stjórnmál eru í reiðuleysi.

Bakþankar

Stundvísi og reglusemi

Jóna Hrönn Bolladóttir skrifar

Þegar ég var ungur prestur í Vestmannaeyjum vitjaði ég sjúkrahússins reglubundið og þar kynntist ég manni sem átti konu sem lifði við minnissjúkdóm og erfið veikindi. Ég man hvað mér þótti það fallegt hvernig hann kom á hverjum einasta degi að vitja hennar alltaf klukkan fjögur

Bakþankar

Á brauðfótum

Óttar Guðmundsson skrifar

Fyrir einhverjum mánuðum var ég í staddur í samkvæmi þar sem talið barst að heilbrigðismálum. Gestirnir voru stóryrtir um íslenska heilbrigðiskerfið, sögðu það handónýtt og gjörsamlega hrunið. Líktu ástandinu við stríðshrjáðar þjóðir þar sem allir innviðir væru í molum.

Bakþankar

Flókin forréttindi

María Bjarnadóttir skrifar

Fólk í forréttindastöðu* á samúð mína um þessar mundir. Það er svo mikið af baráttu- og hugsjónafólki að hrista heimsmyndina alla að það er erfitt að átta sig á hvað snýr fram og hvað aftur. Ólgan er svo mikil að hún nær jafnvel til góða fólksins.

Bakþankar

Þörf á pólitískri leikgreiningu

Tómas Þór Þórðarson skrifar

Það er ótrúlega gaman að horfa á íþróttakappleiki, eða það finnst mér allavega. Það sem er svo stundum næstum jafngaman, og stundum enn skemmtilegra, að því mér finnst, er þegar sérfræðingar sitja svo og mala um leikinn löngum stundum eftir að honum er lokið.

Bakþankar

Óskalisti fyrir kosningar 2017

Kristín Ólafsdóttir skrifar

Ég veit ekki enn hvað ég ætla að kjósa. Samt er ég í mjög góðri æfingu. Síðan ég fékk kosningarétt árið 2011 hef ég kosið í tvennum forsetakosningum og einum sveitarstjórnarkosningum. Ég kaus um Icesave og stjórnarskrána.

Bakþankar

Gráttu fyrir mig Katalónía

Jón Sigurður Eyjólfsson skrifar

Mér þykir Spánn óskaplega spennandi eins og hann er með sín þrjú tungumál og óteljandi mállýskur. Svo er það þessi margfrægi núningur milli borga og landshluta sem virkar á mig eins og uppörvandi andstæða við einsleitnina í mínu heimalandi þar sem Stór-Reykjavíkursvæðið er alfa, ómega og amen eftir efninu.

Bakþankar

Konan á læknastofunni

Lára G. Sigurðardóttir skrifar

Við getum valið um að vera sífellt að minnast á hversu gömul við séum orðin eða hugsað eins og áttræða konan á læknastofunni og látið aldurinn ekki flækjast fyrir okkur.

Bakþankar

Pólitísk réttarhöld

Sirrý Hallgrímsdóttir skrifar

Flokkarnir eru í óðaönn að birta framboðslista sína. Þar kennir margra grasa eins og vanalega, reyndir stjórnmálamenn kveðja og nýir kveðja sér hljóðs, allt eftir kúnstarinnar reglum. Það er alltaf spennandi að fylgjast með nýju frambjóðendunum, hvernig standa þeir sig, hvað þeir hafa til málanna að leggja.

Bakþankar

Framsókn og ég

Þórarinn Þórarinsson skrifar

Ég hef verið með Framsóknarflokkinn á bakinu í 46 ár og er orðinn ansi þreyttur á honum. Ég er varla einn um þetta enda flokkurinn hundrað ára meinsemd og fólk streymir nú úr honum sem aldrei fyrr.

Bakþankar