Fréttir

Fréttir í tímaröð

Fréttamynd

Reglugerð ekki verið sett í sex ár

Reglugerð um auglýsingar heilbrigðisstarfsmanna hefur ekki litið dagsins ljós en þá reglugerð átti að setja eftir að lög um heilbrigðisstarfsmenn voru sett árið 2012.

Innlent
Fréttamynd

Höfðu í nógu að snúast

Auk þess að sinna umferðaróhöppunum á Vesturlandsvegi var nokkuð um minni óhöpp þar á meðal árekstur tveggja bifreiða á Korpúlfsstaðavegi.

Innlent
Fréttamynd

Grindvíkingar hækka lægstu laun einhliða

Grindavíkurbær ætlar sér að hækka laun þeirra starfshópa í bæjarfélaginu sem eru með hvað lægstu launin. Bæjarfulltrúar telja lægst launuðu starfsmenn sveitarfélagsins hafa of lág laun og vilja bæta þau.

Innlent
Fréttamynd

Frumvarp um breytingar á lögum um birtingu dóma ekki á þingmálaskrá

Frumvarp dómsmálaráðherra um breytingar á lögum um birtingu dóma, nafnbirtingar og myndatökur í dómhúsum er ekki á þingmálaskrá dómsmálaráðherra á vorþingi sem hefst á morgun. Frumvarpið var á málaskrá Sigríðar Á. Andersen dómsmálaráðherra í haust og var þá mikið til umræðu.

Innlent
Fréttamynd

Enn stendur til að halda #metoo ráðstefnu

Hugmyndin um að fresta #metoo ráðstefnu sem átti að halda við þingsetningu á morgun var að frumkvæði Karenar Kjartansdóttur, framkvæmdastjóra Samfylkingarinnar. Ráðstefnuna átti að halda á vegum flokkanna og í þverpólitísku samstarfi.

Innlent
Fréttamynd

Fékk tvö hjartaáföll á leið til Íslands

Hjartveikur Bandaríkjamaður tók þá áhættu að ferðast til Íslands á tölvuleikjasamkomu. Hann segist hafa fengið tvö minniháttar hjartaáföll á leiðinni en ferðin hafi samt verið þess virði.

Innlent
Fréttamynd

Lentu í snjóflóði en sluppu með skrekkinn

Björgunarsveitir á Hellu og Hvolsvelli voru kallaðar út á öðrum tímanum í dag eftir að tilkynnt var um að snjóflóð hefði fallið í Tindfjöllum. Nýliðahópur frá björgunarsveitinni Ársæli var á ferð í fjallinu þegar snjóflóðið féll en útkall björgunarsveita var afturkallað þegar ljóst var að allir væru heilir á húfi. Tveir úr hópnum lentu í flóðinu en betur fór en á horfðist.

Innlent
Fréttamynd

Erfitt reynist að byggja ódýrt húsnæði

Framkvæmdastjóri félags eldri borgara á höfuðborgarsvæðinu segir ríki og borg standa í vegi fyrir því að uppgangur verði í byggingu húsnæðis hjá óhagnaðardrifnum leigufélögum.

Innlent
Sjá næstu 25 fréttir
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.