Innlent

Eyjafjallajökull heltók heimsbyggðina

Fréttir af öskuskýinu frá Eyjafjallajökli voru eitt vinsælasta leitarefnið á Google á árinu. Fréttablaðið/Vilhelm
Fréttir af öskuskýinu frá Eyjafjallajökli voru eitt vinsælasta leitarefnið á Google á árinu. Fréttablaðið/Vilhelm
Gosið í Eyjafjallajökli síðasta vor er einn af fimm stærstu atburðum ársins á heimsvísu. Þetta kemur fram í árlegri úttekt leitarvélarinnar Google, en auk gossins voru talin til jarðskjálftinn á Haítí, Vetrarólympíuleikarnir í Vancouver, olíuslysið í Mexíkóflóa og Heimsmeistaramótið í knattspyrnu.

Þetta mat Google er metið eftir því hversu oft er leitað að fréttum sem tengjast ákveðnum atburðum en ekki eru til nákvæmar fjöldatölur um leitarbeiðnir.

Þetta þarf ekki að koma á óvart þar sem eldgosið, og öskuskýið sem því fylgdi, snerti milljónir manna um allan heim sökum raskana á samgöngum.

Í skýringu á vef Google sem ber yfirskriftina Zeitgeist, eða tíðarandinn, sést glögglega hvernig Eyjafjallajökull heltók heimsbyggðina smám saman um nokkurra vikna skeið áður en um fór að hægjast.

Á vef Google má einnig sjá hvað hefur hrifið net­verja það sem af er ári, en iPad, spjallkerfið Chat­roulette og ungstirnið Justin Bieber tóku hæstu stökkin frá fyrra ári. Svínaflensan og Susan Boyle voru hins vegar á meðal þeirra sem hrundu í netvinsældum. - þj


Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×