Sport

Eygló Ósk og Martin best í Reykjavík

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Vísir/Valli/Stefán
Sundkonan Eygló Ósk Gústafsdóttir og körfuboltakappinn Martin Hermannsson voru í dag útnefnd íþróttafólk Reykjavíkur árið 2014.

Eygló Ósk, nítján ára sundkona úr Ægi, bætti níu Íslandsmet á árinu og jafnaði eitt þar að auki. Hún náði frábærum árangri á HM í 25 m laug fyrr í mánuðinum er hún hafnaði í 10. sæti í 200 m baksundi en það er einn besti árangur íslenskrar sundkonu í sögu mótsins.

Martin var í sigursælu liði KR á fyrri hluta ársins og varð Íslandsmeistari með KR-ingum í vor. Hann var einnig mikilvægur hlekkur í landsliði Íslands sem tryggði sér sæti í lokakeppni EM í fyrsta sinn í sögunni. Martin leikur nú með LIU-háskólaliðinu í Bandaríkjunum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×