Eyða kannski helmingi meira í mat en ráðuneytið gerir ráð fyrir Hjörtur Hjartarson skrifar 13. október 2014 19:38 Fjármálaráðuneytið gerir ekki ráð fyrir því í nýju virðisaukafrumvarpi að matur sé keyptur á öðrum stöðum en í matvörubúðum og fær þannig út að hver máltíð einstaklings kosti 248 krónur. Samantekt hjá Hagstofu Íslands sýnir hinsvegar að Íslendingar eyða um helmingi meira í matvæli. Þau viðmið sem reiknað er eftir í frumvarpi til breytinga á virðisaukaskattinum eru vissulega fengin úr neyslukönnun Hagstofu Íslands en þó er ekki öll sagan þar með sögð. Dæmi úr frumvarpinu: Hjón með tvö börn, annað yngri en sjö ára. Þar reiknast fjármálaráðuneytinu til að breytingarnar á virðisaukakerfinu og að viðbættum barnabótum, komi til með að auka ráðstöfunartekjurnar hjá venjulegri fjölskyldu um ríflega eitt þúsund krónur þó hækkun matarskattsins kosti hana um fjögur þúsund og þrjú hundruð krónur. Þessi fjölskylda er með 570 þúsund króna heildarútgjöld á mánuði og 16,2 prósent þeirra fer í matvæli og drykki eða 89 þúsund krónur á mánuði. Samkvæmt þessu eyðir fjölskyldan þrjú þúsund krónum í mat á dag. Ef við miðum við þrjár máltíðir á dag fyrir fjögurra manna fjölskyldu er það 248 krónur á einstakling, hver máltíð. Margir hafa tjáð sig um málið á internetinu í dag og finnst mörgum þeirra þessi upphæð ekki raunhæf. Tölurnar eru í sjálfu sér ekki rangar ef einungis er horft til þess hvað fólk kaupir af mat og drykk í matvörubúðum. Það sem skekkir myndina hinsvegar er fólk kaupir mat auðvitað á fleiri stöðum en þar. Mötuneyti og veitingastaðir eru til dæmis ekki inni í viðmiðunartölum fjármálaráðuneytisins. Og með réttu ætti fólk að efast. Hagstofa Íslands sendi fréttastofu nú rétt fyrir fréttir uppreiknaðar neyslutölur eftir þeirri formúlu sem fjármálaráðuneytið gefur sér að viðbættum matarkaupum á veitingastöðum og í mötuneytum. Þá kemur í ljós að fjögurra manna fjölskylda með meðaltekjur fara um 21 prósent í kaup á mat og drykk eða rétt um 135 þúsund krónur á mánuði en ekki 89 þúsund eins og fjármálaráðuneytið miðar við í frumvarpinu. Þetta er rétt um 50 prósenta skekkja. Tengdar fréttir Ríkið segir 250 krónur duga fyrir máltíðinni Gert er ráð fyrir að það kosti 745 krónur að fæða hvern einstakling á dag. Fjögurra manna fjölskylda verji 92 þúsund krónum í mat og drykk á mánuði. Þetta eru þær tölur sem liggja til grundvallar í frumvarpi um breytingar á virðisaukaskatti. 13. október 2014 07:00 Mest lesið Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Innlent Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Innlent Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Innlent Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Erlent Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Innlent Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Innlent Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Innlent Skotárás í Bangkok: Skaut fimm til bana og fyrirfór sér Erlent Rok og rigning sama hvert er litið Veður Fleiri fréttir Hjólreiðamaður alvarlega slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár „Ökum slóðann” – Átaksverkefni gegn utanvegaakstri Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Bátar brenna í Bolungarvík Utanríkisráðherra segir stjórnarandstöðuna fara rangt með mál „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Tekist á um Evrópumálin Sjá meira
Fjármálaráðuneytið gerir ekki ráð fyrir því í nýju virðisaukafrumvarpi að matur sé keyptur á öðrum stöðum en í matvörubúðum og fær þannig út að hver máltíð einstaklings kosti 248 krónur. Samantekt hjá Hagstofu Íslands sýnir hinsvegar að Íslendingar eyða um helmingi meira í matvæli. Þau viðmið sem reiknað er eftir í frumvarpi til breytinga á virðisaukaskattinum eru vissulega fengin úr neyslukönnun Hagstofu Íslands en þó er ekki öll sagan þar með sögð. Dæmi úr frumvarpinu: Hjón með tvö börn, annað yngri en sjö ára. Þar reiknast fjármálaráðuneytinu til að breytingarnar á virðisaukakerfinu og að viðbættum barnabótum, komi til með að auka ráðstöfunartekjurnar hjá venjulegri fjölskyldu um ríflega eitt þúsund krónur þó hækkun matarskattsins kosti hana um fjögur þúsund og þrjú hundruð krónur. Þessi fjölskylda er með 570 þúsund króna heildarútgjöld á mánuði og 16,2 prósent þeirra fer í matvæli og drykki eða 89 þúsund krónur á mánuði. Samkvæmt þessu eyðir fjölskyldan þrjú þúsund krónum í mat á dag. Ef við miðum við þrjár máltíðir á dag fyrir fjögurra manna fjölskyldu er það 248 krónur á einstakling, hver máltíð. Margir hafa tjáð sig um málið á internetinu í dag og finnst mörgum þeirra þessi upphæð ekki raunhæf. Tölurnar eru í sjálfu sér ekki rangar ef einungis er horft til þess hvað fólk kaupir af mat og drykk í matvörubúðum. Það sem skekkir myndina hinsvegar er fólk kaupir mat auðvitað á fleiri stöðum en þar. Mötuneyti og veitingastaðir eru til dæmis ekki inni í viðmiðunartölum fjármálaráðuneytisins. Og með réttu ætti fólk að efast. Hagstofa Íslands sendi fréttastofu nú rétt fyrir fréttir uppreiknaðar neyslutölur eftir þeirri formúlu sem fjármálaráðuneytið gefur sér að viðbættum matarkaupum á veitingastöðum og í mötuneytum. Þá kemur í ljós að fjögurra manna fjölskylda með meðaltekjur fara um 21 prósent í kaup á mat og drykk eða rétt um 135 þúsund krónur á mánuði en ekki 89 þúsund eins og fjármálaráðuneytið miðar við í frumvarpinu. Þetta er rétt um 50 prósenta skekkja.
Tengdar fréttir Ríkið segir 250 krónur duga fyrir máltíðinni Gert er ráð fyrir að það kosti 745 krónur að fæða hvern einstakling á dag. Fjögurra manna fjölskylda verji 92 þúsund krónum í mat og drykk á mánuði. Þetta eru þær tölur sem liggja til grundvallar í frumvarpi um breytingar á virðisaukaskatti. 13. október 2014 07:00 Mest lesið Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Innlent Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Innlent Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Innlent Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Erlent Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Innlent Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Innlent Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Innlent Skotárás í Bangkok: Skaut fimm til bana og fyrirfór sér Erlent Rok og rigning sama hvert er litið Veður Fleiri fréttir Hjólreiðamaður alvarlega slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár „Ökum slóðann” – Átaksverkefni gegn utanvegaakstri Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Bátar brenna í Bolungarvík Utanríkisráðherra segir stjórnarandstöðuna fara rangt með mál „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Tekist á um Evrópumálin Sjá meira
Ríkið segir 250 krónur duga fyrir máltíðinni Gert er ráð fyrir að það kosti 745 krónur að fæða hvern einstakling á dag. Fjögurra manna fjölskylda verji 92 þúsund krónum í mat og drykk á mánuði. Þetta eru þær tölur sem liggja til grundvallar í frumvarpi um breytingar á virðisaukaskatti. 13. október 2014 07:00