Innlent

Evrópusambandið á dagskrá

Þungi Evrópuumræðunnar innan Sjálfstæðisflokksins hefur aukist statt og stöðugt að undanförnu. Einar Benediktsson, fyrrverandi sendiherra, og Jónas H. Haraldz, fyrrverandi bankastjóri, lögðu sitt lóð á vogarskálina í Morgunblaðsgrein um síðustu helgi þegar hvöttu ríkisstjórnina til þess að hefja undirbúning að aðildarviðræðum sem fyrst.

Sveinn Andri Sveinsson, hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokks, segist finna fyrir breytingu í afstöðu flokksmanna gagnvart Evrópusambandinu.

Spurður hvort Sjálfstæðisflokkurinn sé búinn að skipta um kúrs í Evrópumálum segir Sveinn Andri: ,,Ég skal ekki segja um það hvort flokkurinn sé búinn að skipta um kúrs. Ég hins vegar skynja það meðal minna félaga í Sjálfstæðisflokknum þá eru menn að verða sífellt meira og meir opnari fyrir þessari leið - sambandsaðildinni - og ég held að þessari skoðun vaxi ásmegin."

Sveinn telur að rekja megi þessa breytingu meðal annars til efnhagsástandsins.

"...en að öllum líkindum má gefa sér það að Evrópusinnarnir innan Sjáflstæðisflokksins verði á næsta landsfundi nokkuð áberandi."



Fleiri fréttir

Sjá meira


×