Evrópubúar óttast fordæmið frá Kýpur Guðsteinn Bjarnason skrifar 19. mars 2013 07:00 Almenningur hefur harðlega mótmælt áformum um skatt á bankainnistæður. fréttablaðið/AP Áform Kýpurstjórnar um að leggja skatta á innistæður í bönkum, að kröfu Evrópusambandsins, hefur vakið ótta víða meðal íbúa í aðildarríkjum sambandsins. Bæði evran og verðbréf á mörkuðum á evrusvæðinu lækkuðu töluvert í verði í gær, jafnvel þótt stærð hagkerfisins á Kýpur sé ekki nema 0,2 prósent af samanlagðri stærð hagkerfa allra evruríkjanna 17. „Skaðinn er skeður," segir breski fjármálaskýrandinn Louise Cooper, sem bloggar á vefsíðunni coopercity.co.uk. „Evrópubúar vita núna að hægt er að nota sparnað þeirra til að bjarga bönkunum." Evrópusambandið samþykkti um helgina að útvega Kýpurstjórn 15,8 milljarða evra, eða ríflega 2.500 milljarða króna, til að bjarga bönkum á Kýpur frá falli. ESB setti það skilyrði að Kýpurstjórn útvegaði viðbótarfjármagn í ríkissjóðinn á móti, og féllst á að stjórnin fengi það fé með því að innheimta skatt af innistæðum í kýpversku bönkunum. Þetta er í fyrsta sinn sem ESB tekur það í mál að seilast í vasa viðskiptavina banka til að fjármagna neyðaraðstoð af þessu tagi. Frumvarp um málið átti að bera undir Kýpurþing á sunnudag, en því hefur verið frestað í tvígang. Síðdegis í gær var stefnt á að þingið greiddi atkvæði í dag. Kýpurstjórn hefur notað frestinn til að reyna að breyta skilmálum aðstoðarinnar, þannig að hægt verði að hlífa smærri innistæðum betur en upphaflega stóð til. Upphaflega hugmyndin var að leggja 6,75 prósenta skatt á þær innistæður sem eru lægri en 100 þúsund evrur en á hærri innistæður yrði skattprósentan 9,9. Í gær var hugmyndin sú að leggja þriggja prósenta skatt á innistæður sem eru lægri en 100 þúsund evrur en síðan yrði skattprósentan hækkuð upp í 15 prósent á innistæður sem eru hærri en 500 þúsund evrur. Talsmenn Seðlabanka Evrópusambandsins segjast ekki ætla að gera athugasemdir við það. Aðalatriðið sé að Kýpurstjórn takist að útvega 5,8 milljarða evra á móti neyðarframlagi ESB. Mest lesið Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” Innlent Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Innlent „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Erlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Innlent Fleiri fréttir Lést við tökur á Emily in Paris „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Sjá meira
Áform Kýpurstjórnar um að leggja skatta á innistæður í bönkum, að kröfu Evrópusambandsins, hefur vakið ótta víða meðal íbúa í aðildarríkjum sambandsins. Bæði evran og verðbréf á mörkuðum á evrusvæðinu lækkuðu töluvert í verði í gær, jafnvel þótt stærð hagkerfisins á Kýpur sé ekki nema 0,2 prósent af samanlagðri stærð hagkerfa allra evruríkjanna 17. „Skaðinn er skeður," segir breski fjármálaskýrandinn Louise Cooper, sem bloggar á vefsíðunni coopercity.co.uk. „Evrópubúar vita núna að hægt er að nota sparnað þeirra til að bjarga bönkunum." Evrópusambandið samþykkti um helgina að útvega Kýpurstjórn 15,8 milljarða evra, eða ríflega 2.500 milljarða króna, til að bjarga bönkum á Kýpur frá falli. ESB setti það skilyrði að Kýpurstjórn útvegaði viðbótarfjármagn í ríkissjóðinn á móti, og féllst á að stjórnin fengi það fé með því að innheimta skatt af innistæðum í kýpversku bönkunum. Þetta er í fyrsta sinn sem ESB tekur það í mál að seilast í vasa viðskiptavina banka til að fjármagna neyðaraðstoð af þessu tagi. Frumvarp um málið átti að bera undir Kýpurþing á sunnudag, en því hefur verið frestað í tvígang. Síðdegis í gær var stefnt á að þingið greiddi atkvæði í dag. Kýpurstjórn hefur notað frestinn til að reyna að breyta skilmálum aðstoðarinnar, þannig að hægt verði að hlífa smærri innistæðum betur en upphaflega stóð til. Upphaflega hugmyndin var að leggja 6,75 prósenta skatt á þær innistæður sem eru lægri en 100 þúsund evrur en á hærri innistæður yrði skattprósentan 9,9. Í gær var hugmyndin sú að leggja þriggja prósenta skatt á innistæður sem eru lægri en 100 þúsund evrur en síðan yrði skattprósentan hækkuð upp í 15 prósent á innistæður sem eru hærri en 500 þúsund evrur. Talsmenn Seðlabanka Evrópusambandsins segjast ekki ætla að gera athugasemdir við það. Aðalatriðið sé að Kýpurstjórn takist að útvega 5,8 milljarða evra á móti neyðarframlagi ESB.
Mest lesið Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” Innlent Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Innlent „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Erlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Innlent Fleiri fréttir Lést við tökur á Emily in Paris „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Sjá meira