Enski boltinn

Evra fer til Juventus

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Evra var í miklum metum hjá stuðningsmönnum United.
Evra var í miklum metum hjá stuðningsmönnum United. Vísir/Getty
Patrice Evra mun yfirgefa herbúðir Manchester United og ganga til liðs við Ítalíumeistara Juventus. Þetta var staðfest á Twitter síðu United nú rétt í þessu.

Í orðsendingu til stuðningsmanna á heimasíðu Manchester United segir Evra:

"Eftir langa umhugsun komst ég að þeirri niðurstöðu að núna væri rétti tíminn til að yfirgefa Manchester United.

"Þetta er stærsta ákvörðun ferilsins því þetta félag á, og mun alltaf eiga, sér stað í hjarta mínu."

Franski vinstri bakvörðurinn var keyptur til Manchester United frá Monaco í byrjun árs 2006. Á þeim átta árum sem hann var í herbúðum félagsins lék hann 379 leiki og skoraði tíu mörk.

Evra varð fimm sinnum Englandsmeistari með Manchester United, þrisvar sinnum deildarbikarmeistari, auk þess sem hann vann Meistaradeild Evrópu vorið 2008. Hin síðari ár bar Evra oft fyrirliðabandið hjá United.




Tengdar fréttir

Juventus ber víurnar í Evra

Ítölsku meistararnir eru á höttunum eftir Patrice Evra, vinstri bakverði Manchester United og franska landsliðsins samkvæmt heimildum SkySports.

BBC: Evra vill fara til Juventus

Patrice Evra hefur óskað þess að forráðamenn Manchester United samþykki tilboð frá Juventus samkvæmt heimildum BBC.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×