Enski boltinn

Everton með fullt hús á móti Man. United í fyrsta sinn í 44 ár

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Kevin Mirallas skoraði seinna mark Everton í dag. Hér fagna félagar hann með honum.
Kevin Mirallas skoraði seinna mark Everton í dag. Hér fagna félagar hann með honum. Vísir/AFP
Roberto Martinez heldur áfram að gera frábæra hluti með Everton-liðið í ensku úrvalsdeildinni og í dag náði liðinu afreki sem hafði ekki gerst í 44 ár eða síðan 1969-70 tímabilið.

Everton vann þá 2-0 sigur á Manchester United á Goodison Park og þar með báða deildarleiki liðanna á leiktíðinni. Everton vann 1-0 sigur á Old Trafford fyrr í vetur en þá skoraði Bryan Oviedo sigurmarkið.

David Moyes, hætti sem stjóri Everton til að taka við Manchester United fyrir þetta tímabil, en fékk ekki stig á móti sínum gömlu félögum á hans fyrsta tímabili utan Goodison Park. Markatalan var 3-0, Everton í vil.

Manchester United hefur tekið leikmenn eins og Wayne Rooney frá Everton og löngum unnið flesta innbyrðisleiki liðanna. Það er því varla hægt að ímynda sér hvað þessir tveir sigrar þýða fyrir hörðustu stuðningsmenn Everton.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×