Enski boltinn

Evans á leið til West Brom

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Evans fékk sex leikja bann fyrir að hrækja á Papiss Cisse, leikmann Newcastle sem er með honum á myndinni, á síðasta tímabili.
Evans fékk sex leikja bann fyrir að hrækja á Papiss Cisse, leikmann Newcastle sem er með honum á myndinni, á síðasta tímabili. vísir/getty
Manchester United hefur samþykkt tilboð West Brom í norður-írska miðvörðinn Jonny Evans.

West Brom borgar United átta milljónir punda fyrir hinn 27 ára gamla Evans sem hefur ekkert komið við sögu hjá United á tímabilinu.

Evans er uppalinn hjá United og lék alls 198 leiki með liðinu og skoraði sjö mörk. Hann lék einnig sem lánsmaður með Royal Antwerp, venslafélagi United, og Sunderland áður en hann braut sér leið inn í lið United.

Hjá West Brom hittir Evans fyrir annan uppalinn United-mann, Darren Fletcher, sem fór til West Brom í janúar á þessu ári og var strax gerður að fyrirliða liðsins.

West Brom er í neðsta sæti ensku úrvalsdeildarinnar með aðeins eitt stig eftir þrjár umferðir.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×