Körfubolti

ESPN um Svala og Gumma Ben: Hvor lýsingin var betri?

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Skjáskot
Svali Björgvinsson er heldur óvæntur senuþjófur í umfjöllun erlendra fjölmiðla um sigurkörfu Kára Jónssonar gegn Keflavík í úrslitakeppni Domino's-deildar karla á þriðjudagskvöldið.

ESPN hefur sýnt þessa sigurkörfu Kára margsinnis eins og fleiri fjölmiðlar í Bandaríkjunum. Þar eru það ekki síður glæsileg tilþrif Kára sem vekja athygli heldur einnig lýsing Svala Björgvinssonar, sem hefur lýst körfuboltaleikjum á Stöð 2 Sport um árabil.

Lýsingin er ekki flókin hjá Svala og skilst víða um heim. „Nei, nei, nei, nei,“ öskrar hann áður en hann biður um stuðningsfulltrúa og far heim eftir leik eins og frægt er orðið.

Þetta þykir líkjast lýsingu Guðmundar Benediktssonar frá leik Íslands og Austurríkis á EM í Frakklandi 2016 þar sem viðbrögð hans við marki Arnórs Ingva Traustasonar voru nokkuð lík: „Já, já, já, já,“ og svo framvegis.

ESPN stillir þessu tvennu upp saman á Instagram-síðunni sinni og spyr hvor lýsingin var betri. Hvað finnst þér?

Icelandic sports are intense!

A post shared by espn (@espn) on




Fleiri fréttir

Sjá meira


×