Erlent

ESB samþykkir nýja aðgerðaráætlun

sunna karen sigurþórsdóttir skrifar
Það sem af er þessu ári hafa um 130 þúsund flóttamenn og hælisleitendur lagt í hættuför yfir hafið til að komast frá heimkynnum sínum.
Það sem af er þessu ári hafa um 130 þúsund flóttamenn og hælisleitendur lagt í hættuför yfir hafið til að komast frá heimkynnum sínum. vísir/afp
Evrópusambandið hefur samþykkt nýja aðgerðaráætlun sem miðar að því að koma í veg fyrir fólksflutninga yfir Miðjarðarhaf. Þannig verða eftirlitsaðgerðir efldar og áhöfnum varðskipa meðal annars gert kleift að fara um borð í skip og báta á Miðjarðarhafi, leiki grunur um ólöglega fólksflutninga. Þá fá varðskipin jafnframt heimild til að taka yfir skip flóttafólksins.

Hingað til hefur eftirlit ESB beinst að eftirliti og björgun, líkt og varðskipið Týr hefur tekið þátt í á vegum Frontex.

Það sem af er þessu ári hafa um 130 þúsund flóttamenn og hælisleitendur lagt í hættuför yfir hafið til að komast frá heimkynnum sínum. Þar af hafa yfir 2.700 drukknað.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×