ESB reiðubúið til að halda viðræðum við Ísland áfram Þorfinnur Ómarsson skrifar 15. nóvember 2014 14:04 Evrópusambandið er reiðubúið að halda aðildarviðræðum við Íslendinga áfram. Ný framkvæmdastjórn sambandsins segir framhaldið alfarið í höndum Íslendinga. Ný framkvæmdastjórn Evrópusambandsins tók við fyrr í þessum mánuði, undir forsæti Jean-Claude Junckers, fyrrverandi forsætisráðherra Lúxemborgar. Fyrr á þessu ári lýsti Juncker því yfir, að á fimm ára valdatíma sínum yrðu engum nýjum aðildarríkjum hleypt inn í sambandið. Við það tækifæri sagði Gunnar Bragi Sveinsson, utanríkisráðherra í fréttum Stöðvar 2, að með yfirlýsingu Junckers væri aðildarferli Íslands að sambandinu í raun lokið. Þessi túlkun Gunnars Braga stangast á við álit nýrrar framkvæmdastjórnar ESB. Aðildarviðræður heyra nú undir Austurríkismanninn Johannes Hahn, en athygli vekur að hans fyrsta verk í embætti er að heimsækja tvö önnur umsóknarríki, Serbíu og Svartfjallaland, í því skyni að halda aðildarviðræðum við þau áfram. Í þessu ljósi spurði fréttastofa nýjan framkvæmdastjóra aðildarviðræðna hvort sambandið væri einnig reiðubúið að halda viðræðum við Ísland áfram, svo fremi sem ríkisstjórn Íslands sýndi því áhuga. Sem kunnugt er hafa viðræður við Íslendinga legið niðri frá því í ársbyrjun 2013, en þeim hefur þó ekki verið slitið formlega. Svar nýja framkvæmdastjórans við fyrirspurn fréttastofu er mjög skýrt, hann segir ekki standa á ESB að hefja aðildarviðræður að nýju. „Ákvörðun um að hefja aðildarviðræður að nýju er alfarið í höndum Íslendinga,“ segir Hahn. Því má velta fyrir sér hvort fjölmiðlar hafi oftúlkað orð Junckers um fimm ára stækkunarstopp. Embættismenn í stækkunardeild ESB, sem fréttastofa hefur rætt við, eru reyndar á einu máli um að Juncker hafi einfaldlega verið að lýsa yfir raunsæju mati á stöðu viðræðna við öll þau ríki sem sótt hafa um aðild, Ísland þar með talið. Í raun séu engar líkur til þess að hægt yrði að ljúka aðildarviðræðum og samþykkja inngöngu á skemmri tíma en 5 árum. Í fyrsta lagi hafi ríkisstjórn Íslands gefið mjög skýrt til kynna um að hún hyggðist ekki halda viðræðum áfram. Jafnvel þó breyting yrði á þeirri stefnu er afar ólíklegt að hægt yrði að ljúka erfiðustu viðræðuköflunum, svo sem fiskveiðum, á innan við tveimur árum. Í þriðja lagi: Ef svo ólíklega vildi til að hvort tveggja tækist, þá verður að hafa í huga að það tekur tvö til þrjú ár að undirrita sáttmála við nýtt aðildarríki og fá hann samþykktan í 28 þjóðþingum ESB. Niðurstaðan er því að Evrópusambandið er reiðubúið að halda aðildarviðræðum áfram og því mistúlkun ef íslenskir ráðamenn halda öðru fram. Engu að síður yrði Ísland varla aðili að sambandinu innan 5 ára, jafnvel þó viðræðum yrði framhaldið strax í dag. Mest lesið „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Innlent „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ Innlent „Nokkur fjöldi“ ísjaka 16 kílómetrum frá Tröllaskaga Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Innlent Skjálfti við Húsavík Innlent „Það er sú aðgerð sem mun hraðast slá á þetta misræmi“ Innlent Örlög Bayrou ráðast 8. september Erlent Minntust Jesse í Vesturbænum: „Það er mikill söknuður að virkilega góðum dreng“ Innlent Fleiri fréttir Skjálfti við Húsavík Byssan reyndist leikfang „Það er sú aðgerð sem mun hraðast slá á þetta misræmi“ „Nokkur fjöldi“ ísjaka 16 kílómetrum frá Tröllaskaga „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Staðan ekki alvarleg í Haukadalsá Loka Bröttubrekku í tvo daga „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Minntust Jesse í Vesturbænum: „Það er mikill söknuður að virkilega góðum dreng“ Skýr mynd dregin upp í dómsal og minningarstund Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Kjaraviðræður Sinfó „stefni í rétta átt“ Stöðupróf verði skylda í öllum skólum strax í vor „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Núverandi staða ekki talin vera alvarleg Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Opna Vesturbæjarlaug á morgun en Sundhallargestir þurfa að bíða Tilgangurinn að ná í „easy money“ Jökulhlaupið í rénun Í beinni frá héraðsdómi, unglingadrykkja og áheitakóngur Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Hættir sem ritstjóri Kveiks Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Meirihluti hefur áhyggjur af laxastofninum nema í fjörðunum Jóhann tekur við af Gunnari hjá Landssambandi veiðifélaga Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Sjá meira
Evrópusambandið er reiðubúið að halda aðildarviðræðum við Íslendinga áfram. Ný framkvæmdastjórn sambandsins segir framhaldið alfarið í höndum Íslendinga. Ný framkvæmdastjórn Evrópusambandsins tók við fyrr í þessum mánuði, undir forsæti Jean-Claude Junckers, fyrrverandi forsætisráðherra Lúxemborgar. Fyrr á þessu ári lýsti Juncker því yfir, að á fimm ára valdatíma sínum yrðu engum nýjum aðildarríkjum hleypt inn í sambandið. Við það tækifæri sagði Gunnar Bragi Sveinsson, utanríkisráðherra í fréttum Stöðvar 2, að með yfirlýsingu Junckers væri aðildarferli Íslands að sambandinu í raun lokið. Þessi túlkun Gunnars Braga stangast á við álit nýrrar framkvæmdastjórnar ESB. Aðildarviðræður heyra nú undir Austurríkismanninn Johannes Hahn, en athygli vekur að hans fyrsta verk í embætti er að heimsækja tvö önnur umsóknarríki, Serbíu og Svartfjallaland, í því skyni að halda aðildarviðræðum við þau áfram. Í þessu ljósi spurði fréttastofa nýjan framkvæmdastjóra aðildarviðræðna hvort sambandið væri einnig reiðubúið að halda viðræðum við Ísland áfram, svo fremi sem ríkisstjórn Íslands sýndi því áhuga. Sem kunnugt er hafa viðræður við Íslendinga legið niðri frá því í ársbyrjun 2013, en þeim hefur þó ekki verið slitið formlega. Svar nýja framkvæmdastjórans við fyrirspurn fréttastofu er mjög skýrt, hann segir ekki standa á ESB að hefja aðildarviðræður að nýju. „Ákvörðun um að hefja aðildarviðræður að nýju er alfarið í höndum Íslendinga,“ segir Hahn. Því má velta fyrir sér hvort fjölmiðlar hafi oftúlkað orð Junckers um fimm ára stækkunarstopp. Embættismenn í stækkunardeild ESB, sem fréttastofa hefur rætt við, eru reyndar á einu máli um að Juncker hafi einfaldlega verið að lýsa yfir raunsæju mati á stöðu viðræðna við öll þau ríki sem sótt hafa um aðild, Ísland þar með talið. Í raun séu engar líkur til þess að hægt yrði að ljúka aðildarviðræðum og samþykkja inngöngu á skemmri tíma en 5 árum. Í fyrsta lagi hafi ríkisstjórn Íslands gefið mjög skýrt til kynna um að hún hyggðist ekki halda viðræðum áfram. Jafnvel þó breyting yrði á þeirri stefnu er afar ólíklegt að hægt yrði að ljúka erfiðustu viðræðuköflunum, svo sem fiskveiðum, á innan við tveimur árum. Í þriðja lagi: Ef svo ólíklega vildi til að hvort tveggja tækist, þá verður að hafa í huga að það tekur tvö til þrjú ár að undirrita sáttmála við nýtt aðildarríki og fá hann samþykktan í 28 þjóðþingum ESB. Niðurstaðan er því að Evrópusambandið er reiðubúið að halda aðildarviðræðum áfram og því mistúlkun ef íslenskir ráðamenn halda öðru fram. Engu að síður yrði Ísland varla aðili að sambandinu innan 5 ára, jafnvel þó viðræðum yrði framhaldið strax í dag.
Mest lesið „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Innlent „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ Innlent „Nokkur fjöldi“ ísjaka 16 kílómetrum frá Tröllaskaga Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Innlent Skjálfti við Húsavík Innlent „Það er sú aðgerð sem mun hraðast slá á þetta misræmi“ Innlent Örlög Bayrou ráðast 8. september Erlent Minntust Jesse í Vesturbænum: „Það er mikill söknuður að virkilega góðum dreng“ Innlent Fleiri fréttir Skjálfti við Húsavík Byssan reyndist leikfang „Það er sú aðgerð sem mun hraðast slá á þetta misræmi“ „Nokkur fjöldi“ ísjaka 16 kílómetrum frá Tröllaskaga „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Staðan ekki alvarleg í Haukadalsá Loka Bröttubrekku í tvo daga „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Minntust Jesse í Vesturbænum: „Það er mikill söknuður að virkilega góðum dreng“ Skýr mynd dregin upp í dómsal og minningarstund Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Kjaraviðræður Sinfó „stefni í rétta átt“ Stöðupróf verði skylda í öllum skólum strax í vor „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Núverandi staða ekki talin vera alvarleg Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Opna Vesturbæjarlaug á morgun en Sundhallargestir þurfa að bíða Tilgangurinn að ná í „easy money“ Jökulhlaupið í rénun Í beinni frá héraðsdómi, unglingadrykkja og áheitakóngur Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Hættir sem ritstjóri Kveiks Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Meirihluti hefur áhyggjur af laxastofninum nema í fjörðunum Jóhann tekur við af Gunnari hjá Landssambandi veiðifélaga Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Sjá meira