ESB reiðubúið til að halda viðræðum við Ísland áfram Þorfinnur Ómarsson skrifar 15. nóvember 2014 14:04 Evrópusambandið er reiðubúið að halda aðildarviðræðum við Íslendinga áfram. Ný framkvæmdastjórn sambandsins segir framhaldið alfarið í höndum Íslendinga. Ný framkvæmdastjórn Evrópusambandsins tók við fyrr í þessum mánuði, undir forsæti Jean-Claude Junckers, fyrrverandi forsætisráðherra Lúxemborgar. Fyrr á þessu ári lýsti Juncker því yfir, að á fimm ára valdatíma sínum yrðu engum nýjum aðildarríkjum hleypt inn í sambandið. Við það tækifæri sagði Gunnar Bragi Sveinsson, utanríkisráðherra í fréttum Stöðvar 2, að með yfirlýsingu Junckers væri aðildarferli Íslands að sambandinu í raun lokið. Þessi túlkun Gunnars Braga stangast á við álit nýrrar framkvæmdastjórnar ESB. Aðildarviðræður heyra nú undir Austurríkismanninn Johannes Hahn, en athygli vekur að hans fyrsta verk í embætti er að heimsækja tvö önnur umsóknarríki, Serbíu og Svartfjallaland, í því skyni að halda aðildarviðræðum við þau áfram. Í þessu ljósi spurði fréttastofa nýjan framkvæmdastjóra aðildarviðræðna hvort sambandið væri einnig reiðubúið að halda viðræðum við Ísland áfram, svo fremi sem ríkisstjórn Íslands sýndi því áhuga. Sem kunnugt er hafa viðræður við Íslendinga legið niðri frá því í ársbyrjun 2013, en þeim hefur þó ekki verið slitið formlega. Svar nýja framkvæmdastjórans við fyrirspurn fréttastofu er mjög skýrt, hann segir ekki standa á ESB að hefja aðildarviðræður að nýju. „Ákvörðun um að hefja aðildarviðræður að nýju er alfarið í höndum Íslendinga,“ segir Hahn. Því má velta fyrir sér hvort fjölmiðlar hafi oftúlkað orð Junckers um fimm ára stækkunarstopp. Embættismenn í stækkunardeild ESB, sem fréttastofa hefur rætt við, eru reyndar á einu máli um að Juncker hafi einfaldlega verið að lýsa yfir raunsæju mati á stöðu viðræðna við öll þau ríki sem sótt hafa um aðild, Ísland þar með talið. Í raun séu engar líkur til þess að hægt yrði að ljúka aðildarviðræðum og samþykkja inngöngu á skemmri tíma en 5 árum. Í fyrsta lagi hafi ríkisstjórn Íslands gefið mjög skýrt til kynna um að hún hyggðist ekki halda viðræðum áfram. Jafnvel þó breyting yrði á þeirri stefnu er afar ólíklegt að hægt yrði að ljúka erfiðustu viðræðuköflunum, svo sem fiskveiðum, á innan við tveimur árum. Í þriðja lagi: Ef svo ólíklega vildi til að hvort tveggja tækist, þá verður að hafa í huga að það tekur tvö til þrjú ár að undirrita sáttmála við nýtt aðildarríki og fá hann samþykktan í 28 þjóðþingum ESB. Niðurstaðan er því að Evrópusambandið er reiðubúið að halda aðildarviðræðum áfram og því mistúlkun ef íslenskir ráðamenn halda öðru fram. Engu að síður yrði Ísland varla aðili að sambandinu innan 5 ára, jafnvel þó viðræðum yrði framhaldið strax í dag. Mest lesið Afdrif Hörpunnar enn á huldu Innlent Hundrað milljónum stolið af landsmönnum Innlent RÚV muni óska eftir upplýsingum frá EBU um símakosninguna Innlent Dæmi um að tvær fjölskyldur deili einni au pair Innlent Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Erlent „Vinnubrögð sem maður er ekki vanur“ Innlent „Ég er ekki sannfærður um að við höfum efni á þessu“ Innlent Hnúfubakur í banastuði í Hvalfirði Innlent Fimm bjargað úr sjónum eftir að skemmtibát hvolfdi Innlent Forsætisráðherra Spánar vill Ísrael í bann frá Eurovision Erlent Fleiri fréttir Ætla að vinda ofan af jafnlaunavottun „Ég er ekki sannfærður um að við höfum efni á þessu“ Heimkoma Grindvíkinga, umdeild söngvakeppni og „kassabyggingum“ mótmælt Í annarlegu ástandi með tvo hnífa Hundrað milljónum stolið af landsmönnum Vill rannsóknarnefnd um rannsókn hrunmálanna Hnúfubakur í banastuði í Hvalfirði Steinn verður reistur við og brúin yfir Mógilsá löguð RÚV muni óska eftir upplýsingum frá EBU um símakosninguna Fimm bjargað úr sjónum eftir að skemmtibát hvolfdi „Skiptir máli að við séum öll að tala sama tungumál“ Göngubrúin sett upp í nótt og Sæbrautin lokuð á meðan Brýna fyrir eigendum að skilja hunda ekki eftir í bílum Hársbreidd frá hitameti í borginni Grindvíkingar fá að gista heima í sumar og hjúkrunarfræðingar vilja hertar reglur „Vinnubrögð sem maður er ekki vanur“ Forsetahjónin á leið á heimssýninguna í Japan Grindvíkingar fá að gista í húsunum sem þeir seldu Dæmi um að tvær fjölskyldur deili einni au pair Vill að háskólinn laði til sín landflótta fræðimenn frá Bandaríkjunum Afdrif Hörpunnar enn á huldu Sérstakar hleranir og símtölin sem gætu alltaf orðið til Verði að kunna íslensku til að geta hjúkrað Tveir menn handteknir eftir að hafa komið sér fyrir í sameign húss Segist ekki taka hagsmuni sela fram yfir hagsmuni íþrótta Saumandi hressar og skemmtilegar bútasaumskonur Hundur drapst af völdum hitaslags á höfuðborgarsvæðinu Besta maíveður í manna minnum og ungir ofurhugar Varað við bikblæðingum um land allt Líþíumrafhlaða líkleg orsök eldsins Sjá meira
Evrópusambandið er reiðubúið að halda aðildarviðræðum við Íslendinga áfram. Ný framkvæmdastjórn sambandsins segir framhaldið alfarið í höndum Íslendinga. Ný framkvæmdastjórn Evrópusambandsins tók við fyrr í þessum mánuði, undir forsæti Jean-Claude Junckers, fyrrverandi forsætisráðherra Lúxemborgar. Fyrr á þessu ári lýsti Juncker því yfir, að á fimm ára valdatíma sínum yrðu engum nýjum aðildarríkjum hleypt inn í sambandið. Við það tækifæri sagði Gunnar Bragi Sveinsson, utanríkisráðherra í fréttum Stöðvar 2, að með yfirlýsingu Junckers væri aðildarferli Íslands að sambandinu í raun lokið. Þessi túlkun Gunnars Braga stangast á við álit nýrrar framkvæmdastjórnar ESB. Aðildarviðræður heyra nú undir Austurríkismanninn Johannes Hahn, en athygli vekur að hans fyrsta verk í embætti er að heimsækja tvö önnur umsóknarríki, Serbíu og Svartfjallaland, í því skyni að halda aðildarviðræðum við þau áfram. Í þessu ljósi spurði fréttastofa nýjan framkvæmdastjóra aðildarviðræðna hvort sambandið væri einnig reiðubúið að halda viðræðum við Ísland áfram, svo fremi sem ríkisstjórn Íslands sýndi því áhuga. Sem kunnugt er hafa viðræður við Íslendinga legið niðri frá því í ársbyrjun 2013, en þeim hefur þó ekki verið slitið formlega. Svar nýja framkvæmdastjórans við fyrirspurn fréttastofu er mjög skýrt, hann segir ekki standa á ESB að hefja aðildarviðræður að nýju. „Ákvörðun um að hefja aðildarviðræður að nýju er alfarið í höndum Íslendinga,“ segir Hahn. Því má velta fyrir sér hvort fjölmiðlar hafi oftúlkað orð Junckers um fimm ára stækkunarstopp. Embættismenn í stækkunardeild ESB, sem fréttastofa hefur rætt við, eru reyndar á einu máli um að Juncker hafi einfaldlega verið að lýsa yfir raunsæju mati á stöðu viðræðna við öll þau ríki sem sótt hafa um aðild, Ísland þar með talið. Í raun séu engar líkur til þess að hægt yrði að ljúka aðildarviðræðum og samþykkja inngöngu á skemmri tíma en 5 árum. Í fyrsta lagi hafi ríkisstjórn Íslands gefið mjög skýrt til kynna um að hún hyggðist ekki halda viðræðum áfram. Jafnvel þó breyting yrði á þeirri stefnu er afar ólíklegt að hægt yrði að ljúka erfiðustu viðræðuköflunum, svo sem fiskveiðum, á innan við tveimur árum. Í þriðja lagi: Ef svo ólíklega vildi til að hvort tveggja tækist, þá verður að hafa í huga að það tekur tvö til þrjú ár að undirrita sáttmála við nýtt aðildarríki og fá hann samþykktan í 28 þjóðþingum ESB. Niðurstaðan er því að Evrópusambandið er reiðubúið að halda aðildarviðræðum áfram og því mistúlkun ef íslenskir ráðamenn halda öðru fram. Engu að síður yrði Ísland varla aðili að sambandinu innan 5 ára, jafnvel þó viðræðum yrði framhaldið strax í dag.
Mest lesið Afdrif Hörpunnar enn á huldu Innlent Hundrað milljónum stolið af landsmönnum Innlent RÚV muni óska eftir upplýsingum frá EBU um símakosninguna Innlent Dæmi um að tvær fjölskyldur deili einni au pair Innlent Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Erlent „Vinnubrögð sem maður er ekki vanur“ Innlent „Ég er ekki sannfærður um að við höfum efni á þessu“ Innlent Hnúfubakur í banastuði í Hvalfirði Innlent Fimm bjargað úr sjónum eftir að skemmtibát hvolfdi Innlent Forsætisráðherra Spánar vill Ísrael í bann frá Eurovision Erlent Fleiri fréttir Ætla að vinda ofan af jafnlaunavottun „Ég er ekki sannfærður um að við höfum efni á þessu“ Heimkoma Grindvíkinga, umdeild söngvakeppni og „kassabyggingum“ mótmælt Í annarlegu ástandi með tvo hnífa Hundrað milljónum stolið af landsmönnum Vill rannsóknarnefnd um rannsókn hrunmálanna Hnúfubakur í banastuði í Hvalfirði Steinn verður reistur við og brúin yfir Mógilsá löguð RÚV muni óska eftir upplýsingum frá EBU um símakosninguna Fimm bjargað úr sjónum eftir að skemmtibát hvolfdi „Skiptir máli að við séum öll að tala sama tungumál“ Göngubrúin sett upp í nótt og Sæbrautin lokuð á meðan Brýna fyrir eigendum að skilja hunda ekki eftir í bílum Hársbreidd frá hitameti í borginni Grindvíkingar fá að gista heima í sumar og hjúkrunarfræðingar vilja hertar reglur „Vinnubrögð sem maður er ekki vanur“ Forsetahjónin á leið á heimssýninguna í Japan Grindvíkingar fá að gista í húsunum sem þeir seldu Dæmi um að tvær fjölskyldur deili einni au pair Vill að háskólinn laði til sín landflótta fræðimenn frá Bandaríkjunum Afdrif Hörpunnar enn á huldu Sérstakar hleranir og símtölin sem gætu alltaf orðið til Verði að kunna íslensku til að geta hjúkrað Tveir menn handteknir eftir að hafa komið sér fyrir í sameign húss Segist ekki taka hagsmuni sela fram yfir hagsmuni íþrótta Saumandi hressar og skemmtilegar bútasaumskonur Hundur drapst af völdum hitaslags á höfuðborgarsvæðinu Besta maíveður í manna minnum og ungir ofurhugar Varað við bikblæðingum um land allt Líþíumrafhlaða líkleg orsök eldsins Sjá meira