Innlent

ESB græðir lítið á Íslandi

Jean-Claude Piris.
Jean-Claude Piris.
Jean-Claude Piris, fyrrum yfirmaður lögfræðideildar ráðherraráðs Evrópusambandsins, segir Evrópusambandið hafa lítið að græða á Íslandi. Piris segir ESB vel geta lifað án aðildarríkisins Íslands og aðild landsins myndi ekki breyta miklu fyrir ESB. Þá megi eins spyrja hvort ESB hleypi Íslandi inn. Þetta kemur fram í ítarlegu viðtali við hann í Fréttablaðinu í dag sem hægt er að lesa hér.

Piris segir það ekki breyta miklu fyrir ESB að Ísland gangi inn. Nema hvað að ákvarðanataka í mikilvægustu málunum verði þyngri í vöfum, því einu atkvæði með neitunarvald verði bætt við og enn einu tungumáli til að þýða öll skjölin á. Það sé ekki beint guðsgjöf.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×