Innlent

ESB ekki trúarbrögð innan Framsóknarflokksins

Þorbjörn Þórðarson skrifar
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson.
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson.
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson segir að Framsóknarflokkurinn sé ekki aðeins valkostur fyrir þá sem eru andvígir aðild að Evrópusambandinu þótt hann sé sjálfur á móti aðild. Framsóknarflokkurinn sé opinn, ólíkt því sem gildi í Samfylkingunni þar sem litið sé á Evrópumálin sem trúarbrögð.

Guðmundur Steingrímsson, þingmaður Framsóknarflokksins, sagðist í fréttum okkar í gær bjóða Ásmund Einar Daðason, þingmann og formann Heimssýnar, velkominn í flokkinn en sagðist hafa áhyggjur af ásýnd flokksins og hvort sínar eigin hugsjónir ættu stað í Framsóknarflokknum áfram. Hann sagðist jafnframt hafa áhyggjur af því að miðjusækið, frjálslynt borgaralega þenkjandi fólk myndi hætta að styðja flokkinn.

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins, er á móti aðild að Evrópusambandinu. Nýi þingmaðurinn er harður andstæðingar aðildar. En þýðir þetta að Framsóknarflokkurinn er orðinn skýr valkostur þeirra sem eru harðir á móti ESB-aðild?

„Já, já það má segja það en ég held að hann sé líka valkostur fyrir þá sem eru ekki harðir á móti Evrópusambandsaðild. Nálgun Framsóknarflokksins á ESB er til að mynda öðruvísi en hjá Samfylkingunni þar sem þetta eru frekar trúarbrögð. Hjá okkur má finna breiðari hóp," sagði Sigmundur Davíð.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×