Enski boltinn

Eriksen beygð'ann eins og Beckham - bókstaflega | Sjáðu mörkin samhliða

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Christian Eriksen, danski miðjumaðurinn í liði Tottenham, skoraði frábært mark fyrir liðið í 2-2 jafntefli gegn Sheffield United í seinni leik liðanna í undanúrslitum deildabikarsins í gærkvöldi.

Eriksen skoraði reyndar bæði mörk liðsins og skaut því á Wembley, en það fyrra, sem hann skoraði á 28. mínútu, var hreint út sagt stórkostlegt.

Sjá einnig:Mörk Eriksen verið gulls ígildi fyrir Tottenham | Myndband

Daninn skrúfaði þá boltann í samskeytin vinstra megin úr aukaspyrnu sem var hægra megin við D-bogann - algjörlega óverjandi fyrir markvörð Sheffield.

Markið er nánast alveg eins og mark sem David Beckham skoraði fyrir Manchester United gegn Everton í maí árið 2003. Það reyndist kveðjumark Beckhams því hann yfirgaf félagið og hélt til Real Madrid um sumarið.

Í spilaranum hér að ofan má sjá hversu ótrúlega lík mörkin eru; aðdragandinn, spyrnan og fagnið. En eitt er ljóst: Bæði eru gullfalleg.


Tengdar fréttir

Eriksen hetja Tottenham

Daninn Christian Eriksen dró vagninn og skaut Tottenham í úrslit deildabikarsins í kvöld.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×