Er Sigmundur Davíð að lýsa sjálfum sér? Jakob Bjarnar skrifar 11. desember 2015 11:14 Kenningar eru uppi á Facebook þess efnis að Sigmundur Davíð sé fremur að lýsa sér en Kára í grein sem vakið hefur mikla athygli. Grein Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, sem birtist á Vísi í morgun, en þar beinir forsætisráðherra spjótum sínum að Kára Stefánssyni forstjóra Íslenskrar erfðagreiningar, hefur reynst mörgum um umhugsunarefni, er efni hennar mjög til umræðu á samfélagsmiðlum og sýnist sitt hverjum. Sigmundur Davíð lýsir Kára sem manni sem leitast við að vera vinna hylli trúgjarnra um sinn. Ýmsir sem tjá sig á Facebook vilja meina að þar sé Sigmundur Davíð fyrst og síðast að lýsa sjálfum sér. Dæmi um slíka er Lárus Ýmir Óskarsson kvikmyndagerðarmaður segir: „Ég hef ekki séð öllu nákvæmari lýsingu á opinberri persónu Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar,“ og hann vitnar í greinina: „...topparar láta staðreyndir eða framtíðina ekki þvælast mikið fyrir sér. Fyrir þá er aðalatriðið að vera maður líðandi stundar, sá sem fangar athyglina og verður vinsæll meðal trúgjarnra um sinn. Aðrir geta séð um að fást við afleiðingarnar,“ skrifar Sigmundur Davíð í lok greinar sinnar.“ Og Anna Sigrún Baldursdóttir hjúkrunarfræðingur segir greinina sérstaka fyrir margra hluta sakir. „Þessi grein er svo sérstök fyrir margra hluta sakir. Fyrir utan að það er örugglega einsdæmi að forsætisráðherra nokkurrar þjóðar finni það hjá sér að ráðast gegn einstaklingi í blaðagrein (enn eitt heimsmetið) þá sýnist mér í raun greinin hitta hann sjálfan fyrir. Sigmundi hefur orðið það á að lita í spegil, sjá sjálfan sig og skrifa um það grein.“ Hvað sem þessu líður er víst að grein Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar verður mönnum efni í hugleiðingar vel fram eftir degi, því einsdæmi telst að forsætisráðherra taki svo fast á óbreyttum borgara, sem Kári Stefánsson hlýtur að teljast í þessu samengi, þó enginn veifiskati sé.Maðurinn veit klárlega hvað hann er að tala um, gjörþekkir viðfangsefnið á eigin skinni.Posted by Kristófer Már Kristinsson on 11. desember 2015 Toppari skrifar grein til að toppa toppara.Posted by Andri Sigurðsson on 11. desember 2015 Tengdar fréttir Sigmundur Davíð segir Kára yfirgangssegg og besservisser Forsætisráðherra kallar Kára Stefánsson "Toppara“ sem er þjakaður af athyglissýki. 11. desember 2015 08:52 Mest lesið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Innlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Erlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Ragnar Þór verður ráðherra Innlent Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Erlent Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Erlent Guðmundur Ingi segir af sér Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Leita að manneskju við Sjáland Innlent Fleiri fréttir Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Halda í opinbera heimsókn til Eyja Ekki komið til héraðssaksóknara Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Sjá meira
Grein Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, sem birtist á Vísi í morgun, en þar beinir forsætisráðherra spjótum sínum að Kára Stefánssyni forstjóra Íslenskrar erfðagreiningar, hefur reynst mörgum um umhugsunarefni, er efni hennar mjög til umræðu á samfélagsmiðlum og sýnist sitt hverjum. Sigmundur Davíð lýsir Kára sem manni sem leitast við að vera vinna hylli trúgjarnra um sinn. Ýmsir sem tjá sig á Facebook vilja meina að þar sé Sigmundur Davíð fyrst og síðast að lýsa sjálfum sér. Dæmi um slíka er Lárus Ýmir Óskarsson kvikmyndagerðarmaður segir: „Ég hef ekki séð öllu nákvæmari lýsingu á opinberri persónu Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar,“ og hann vitnar í greinina: „...topparar láta staðreyndir eða framtíðina ekki þvælast mikið fyrir sér. Fyrir þá er aðalatriðið að vera maður líðandi stundar, sá sem fangar athyglina og verður vinsæll meðal trúgjarnra um sinn. Aðrir geta séð um að fást við afleiðingarnar,“ skrifar Sigmundur Davíð í lok greinar sinnar.“ Og Anna Sigrún Baldursdóttir hjúkrunarfræðingur segir greinina sérstaka fyrir margra hluta sakir. „Þessi grein er svo sérstök fyrir margra hluta sakir. Fyrir utan að það er örugglega einsdæmi að forsætisráðherra nokkurrar þjóðar finni það hjá sér að ráðast gegn einstaklingi í blaðagrein (enn eitt heimsmetið) þá sýnist mér í raun greinin hitta hann sjálfan fyrir. Sigmundi hefur orðið það á að lita í spegil, sjá sjálfan sig og skrifa um það grein.“ Hvað sem þessu líður er víst að grein Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar verður mönnum efni í hugleiðingar vel fram eftir degi, því einsdæmi telst að forsætisráðherra taki svo fast á óbreyttum borgara, sem Kári Stefánsson hlýtur að teljast í þessu samengi, þó enginn veifiskati sé.Maðurinn veit klárlega hvað hann er að tala um, gjörþekkir viðfangsefnið á eigin skinni.Posted by Kristófer Már Kristinsson on 11. desember 2015 Toppari skrifar grein til að toppa toppara.Posted by Andri Sigurðsson on 11. desember 2015
Tengdar fréttir Sigmundur Davíð segir Kára yfirgangssegg og besservisser Forsætisráðherra kallar Kára Stefánsson "Toppara“ sem er þjakaður af athyglissýki. 11. desember 2015 08:52 Mest lesið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Innlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Erlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Ragnar Þór verður ráðherra Innlent Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Erlent Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Erlent Guðmundur Ingi segir af sér Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Leita að manneskju við Sjáland Innlent Fleiri fréttir Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Halda í opinbera heimsókn til Eyja Ekki komið til héraðssaksóknara Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Sjá meira
Sigmundur Davíð segir Kára yfirgangssegg og besservisser Forsætisráðherra kallar Kára Stefánsson "Toppara“ sem er þjakaður af athyglissýki. 11. desember 2015 08:52