Er menningarslys yfirvofandi? Stefán Edelstein skrifar 25. febrúar 2011 06:00 Þeir sem láta sig menningarmál varða hafa vafalaust fylgst með umræðum um væntanlegan niðurskurð Reykjavíkurborgar til tónlistarskóla borgarinnar. Fjölmennur mótmælafundur fyrir utan Ráðhúsið 1. febrúar sl. vakti líka athygli í þessu sambandi. Tónlistarskólarnir í Reykjavík eru sjálfseignarstofnarnir eða einkaskólar . 18 tónlistarskólar í Reykjavík eru með þjónustusamninga við Reykjavíkurborg. Í þjónustusamningunum er skýrt kveðið á um hvaða þjónustu hver skóli veitir, bæði hvað varðar fjölda nemenda, fyrirkomulag kennslu og fleiri þætti. Skólarnir gefa borginni skýrslur um starfsemi sína, skila árlega endurskoðuðum reikningum og lúta eftirlitisvaldiborgarinnar á margskonar hátt. Tónlistarskólarnir í Reykjavík eru ekki steyptir í sama mót heldur er um að ræða breiða flóru þar sem hver skóli hefur sín sérkenni og áherslur. Námsframboðið í tónlistarskólum í Reykjavík er því gífurlega fjölbreytt. Það sem er sameignlegt með þeim öllum er hinsvegar sú staðreynd, að þeir starfa samkvæmt Aðalnámskrá tónlistarskóla og skv. greinanámskráa sem taka til söngnáms og náms á öll hljóðfæri. Allar námskrárnar hafa verið gefnar út af Menntamálaráðuneytinu. Prófin, þ.e. grunnpróf, miðpróf, og framhaldspróf í söng og hljóðfæragreinum sem og tónfræðagreinum eru nokkurn veginn stöðluð og samræmd á landsvísu. Utanaðkomandi prófdómarar á vegum Prófanefndar Tónlistarskólanna koma til að dæma árangur á þessum prófum. Á ofangreindri lýsingu sést, að hér er um vel skipulagt og skilvirkt nám í tónlistargreinum að ræða sem nær frá 3ja ára aldri upp í nám eldri nemenda sem eru á framhaldsstigi og háskólastigi. Að loknu framhaldsprófi fara þeir nemendur sem ætla sér í framhaldsnám í tónlist í hinar ýmsu tónlistardeildir í Listaháskóla Íslands eða þá beint í tónlistarháskóla erlendis. Uppbygging tónlistarnáms á Íslandi hefur verið markviss, undraverð og með afbrigðum góð og árangursrík. Hún hefur staðið yfir áratugum saman og á tónlistarskólakerfið íslenska er litið sem gæðakerfi sem löndin í kringum okkur líta á sem algera fyrirmynd. Hlutverk tónlistarskólanna ( á landsvísu en þó sérstaklega í Reykjavík þar sem mest er um að nemendur stundi framhaldsnám í tónlist ) hefur verið að leggja grunn að þeirri fjölbreyttu tónlistarmenningu og því fjölskrúðuga tónlistarlífi sem er eitt af aðalsmerkjum höfuðborgarinnar. Ég ætla ekki að telja upp þá mörg hundruð tónlistarviðburði sem haldnir eru árlega.Allt þetta eru staðreyndir sem hægt er að fletta upp.Kórónan er síðan Sinfóníuhljómsveit Íslands, en hróður hennar hefur borist víða um lönd. Utan höfuðborgarinnar er sú venja ríkjandi að tónlistarskólarnir eru reknir af sveitarfélaginu beint. Ítarleg tölfræðileg úttekt sem hefur verið gerð sýnir að nemendafjöldi í tónlistarskólum í sveitarfélögum utan Reykjavíkur er hlutfallslega mun meiri en í Reykjavík. Höfuðborgin stendur sig því verr í þessari þjónustu við borgarbúa en sveitarfélögin utan Reykjavíkur. Reykjavíkurborg hefur ekki byggt neina tónlistarskóla. Tónlistarskólarnir hafa þurft að byggja yfir starfssemi sína sjálfir, eða leigja húsnæði. Mikil fjárfesting hefur því fylgt starfsemi tónlistarskólanna í Reykjavík. Þá er ónefndur mikill kostnaður sem felst í hljóðfærum og alls kyns tólum og tækjum (bara einn sæmilegur notaður flygill kostar 4-6 milljónir). Nágrannasveitarfélögin Kópavogur, Garðabær og Hafnarfjörður hafa byggt glæsilegan sérhannaðan húsakost fyrir tónlistarskólana sína og verið er að byggja stórglæsilega aðstöðu fyrir tónlistarskólann í Reykjanesbæ. Í stuttu máli : Reykjavíkurborg hefur fengið þjónustu tónlistarskólanna sinna ókeypis og á silfurfati þar sem öll uppbygging þeirra hefur verið framkvæmd af einkaaðilum eða félögum. Hinsvegar hefur borgin greitt nánast allan launakostnað sem hefur veitt skólunum það rekstraröryggi sem þeir þarfnast. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Opið bréf til Miðflokksmanna Snorri Másson Skoðun Opnum Tröllaskagann Helgi Jóhannsson Skoðun Henti Íslandi undir strætisvagninn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Jesús who? Atli Þórðarson Skoðun Landbúnaðarrúnk Hlédís Sveinsdóttir Skoðun Er lægsta verðið alltaf hagstæðast? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir Skoðun Eru Bændasamtökin á móti valdeflingu bænda? Ólafur Stephensen Skoðun Sýndu þér umhyggju – Komdu í skimun Ágúst Ingi Ágústsson Skoðun Lesskilningur eða lesblinda??? Jóhannes Jóhannesson Skoðun Forvarnateymi grunnskóla – góð hugmynd sem má ekki sofna Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ruben Amorim og sveigjanleiki – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Framtíðarsýn í samgöngumálum er mosavaxin Sigurður Páll Jónsson skrifar Skoðun Fimmta iðnbyltingin krefst svara – strax Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur þú skoðanir? Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Er hurð bara hurð? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Reykjavíkurmódel á kvennaári Sóley Tómasdóttir skrifar Skoðun Ekki er allt sem sýnist Valerio Gargiulo skrifar Skoðun Sýndu þér umhyggju – Komdu í skimun Ágúst Ingi Ágústsson skrifar Skoðun Eru Bændasamtökin á móti valdeflingu bænda? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Er lægsta verðið alltaf hagstæðast? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Landbúnaðarrúnk Hlédís Sveinsdóttir skrifar Skoðun Jesús who? Atli Þórðarson skrifar Skoðun Opið bréf til Miðflokksmanna Snorri Másson skrifar Skoðun Lesskilningur eða lesblinda??? Jóhannes Jóhannesson skrifar Skoðun Henti Íslandi undir strætisvagninn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Forvarnateymi grunnskóla – góð hugmynd sem má ekki sofna Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Opnum Tröllaskagann Helgi Jóhannsson skrifar Skoðun Ávinningur af endurhæfingu – aukum lífsgæðin Ólafur H. Jóhannsson skrifar Skoðun Hefur þú heyrt þetta áður? Stefnir Húni Kristjánsson skrifar Skoðun Hringekja verðtryggingar og hárra vaxta Benedikt Gíslason skrifar Skoðun Áfram gakk – með kerfisgalla í bakpokanum Harpa Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Til þeirra sem fagna Doktornum! Kristján Freyr Halldórsson skrifar Skoðun Skuldin við úthverfin Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Málgögn og gervigreind Steinþór Steingrímsson,Einar Freyr Sigurðsson,Helga Hilmisdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Gildra dómarans Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Einelti er dauðans alvara Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Sótt að réttindum kvenna — núna Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Afnám tilfærslu milli skattþrepa Breki Pálsson skrifar Skoðun Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar Sjá meira
Þeir sem láta sig menningarmál varða hafa vafalaust fylgst með umræðum um væntanlegan niðurskurð Reykjavíkurborgar til tónlistarskóla borgarinnar. Fjölmennur mótmælafundur fyrir utan Ráðhúsið 1. febrúar sl. vakti líka athygli í þessu sambandi. Tónlistarskólarnir í Reykjavík eru sjálfseignarstofnarnir eða einkaskólar . 18 tónlistarskólar í Reykjavík eru með þjónustusamninga við Reykjavíkurborg. Í þjónustusamningunum er skýrt kveðið á um hvaða þjónustu hver skóli veitir, bæði hvað varðar fjölda nemenda, fyrirkomulag kennslu og fleiri þætti. Skólarnir gefa borginni skýrslur um starfsemi sína, skila árlega endurskoðuðum reikningum og lúta eftirlitisvaldiborgarinnar á margskonar hátt. Tónlistarskólarnir í Reykjavík eru ekki steyptir í sama mót heldur er um að ræða breiða flóru þar sem hver skóli hefur sín sérkenni og áherslur. Námsframboðið í tónlistarskólum í Reykjavík er því gífurlega fjölbreytt. Það sem er sameignlegt með þeim öllum er hinsvegar sú staðreynd, að þeir starfa samkvæmt Aðalnámskrá tónlistarskóla og skv. greinanámskráa sem taka til söngnáms og náms á öll hljóðfæri. Allar námskrárnar hafa verið gefnar út af Menntamálaráðuneytinu. Prófin, þ.e. grunnpróf, miðpróf, og framhaldspróf í söng og hljóðfæragreinum sem og tónfræðagreinum eru nokkurn veginn stöðluð og samræmd á landsvísu. Utanaðkomandi prófdómarar á vegum Prófanefndar Tónlistarskólanna koma til að dæma árangur á þessum prófum. Á ofangreindri lýsingu sést, að hér er um vel skipulagt og skilvirkt nám í tónlistargreinum að ræða sem nær frá 3ja ára aldri upp í nám eldri nemenda sem eru á framhaldsstigi og háskólastigi. Að loknu framhaldsprófi fara þeir nemendur sem ætla sér í framhaldsnám í tónlist í hinar ýmsu tónlistardeildir í Listaháskóla Íslands eða þá beint í tónlistarháskóla erlendis. Uppbygging tónlistarnáms á Íslandi hefur verið markviss, undraverð og með afbrigðum góð og árangursrík. Hún hefur staðið yfir áratugum saman og á tónlistarskólakerfið íslenska er litið sem gæðakerfi sem löndin í kringum okkur líta á sem algera fyrirmynd. Hlutverk tónlistarskólanna ( á landsvísu en þó sérstaklega í Reykjavík þar sem mest er um að nemendur stundi framhaldsnám í tónlist ) hefur verið að leggja grunn að þeirri fjölbreyttu tónlistarmenningu og því fjölskrúðuga tónlistarlífi sem er eitt af aðalsmerkjum höfuðborgarinnar. Ég ætla ekki að telja upp þá mörg hundruð tónlistarviðburði sem haldnir eru árlega.Allt þetta eru staðreyndir sem hægt er að fletta upp.Kórónan er síðan Sinfóníuhljómsveit Íslands, en hróður hennar hefur borist víða um lönd. Utan höfuðborgarinnar er sú venja ríkjandi að tónlistarskólarnir eru reknir af sveitarfélaginu beint. Ítarleg tölfræðileg úttekt sem hefur verið gerð sýnir að nemendafjöldi í tónlistarskólum í sveitarfélögum utan Reykjavíkur er hlutfallslega mun meiri en í Reykjavík. Höfuðborgin stendur sig því verr í þessari þjónustu við borgarbúa en sveitarfélögin utan Reykjavíkur. Reykjavíkurborg hefur ekki byggt neina tónlistarskóla. Tónlistarskólarnir hafa þurft að byggja yfir starfssemi sína sjálfir, eða leigja húsnæði. Mikil fjárfesting hefur því fylgt starfsemi tónlistarskólanna í Reykjavík. Þá er ónefndur mikill kostnaður sem felst í hljóðfærum og alls kyns tólum og tækjum (bara einn sæmilegur notaður flygill kostar 4-6 milljónir). Nágrannasveitarfélögin Kópavogur, Garðabær og Hafnarfjörður hafa byggt glæsilegan sérhannaðan húsakost fyrir tónlistarskólana sína og verið er að byggja stórglæsilega aðstöðu fyrir tónlistarskólann í Reykjanesbæ. Í stuttu máli : Reykjavíkurborg hefur fengið þjónustu tónlistarskólanna sinna ókeypis og á silfurfati þar sem öll uppbygging þeirra hefur verið framkvæmd af einkaaðilum eða félögum. Hinsvegar hefur borgin greitt nánast allan launakostnað sem hefur veitt skólunum það rekstraröryggi sem þeir þarfnast.
Skoðun Málgögn og gervigreind Steinþór Steingrímsson,Einar Freyr Sigurðsson,Helga Hilmisdóttir skrifar
Skoðun Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar
Skoðun Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar