Er hefð að níðast á lífeyrisþegum? Guðmundur Magnússon skrifar 25. nóvember 2015 07:00 Samkvæmt frétt í Fréttablaðinu 20. nóvember 2015 hækka grunnlaun þingmanna um 60.585 krónur í alls 712.030 krónur og fá þeir eingreiðslu upp á 545.265 krónur þar sem hækkunin er afturvirk. Þá hækka grunnlaun ráðherra, fyrir utan forsætisráðherra, um 106.991 krónu, í 1.257.425 krónur, með eingreiðslu upp á 962.919 krónur. Laun forsætisráðherra hækka um 118.384 krónur, í 1.391.333 krónur, með eingreiðslu upp á 1.065.456 krónur. Loks hækka laun forseta Íslands um 196.962 krónur, í 2.314.830 krónur, með eingreiðslu upp á 1.772.658 krónur. Blessaðir mennirnir, ekki seinna vænna að hækka við þá kaupið og mikið kemur það nú sér vel að hækkunin skuli vera afturvirk svona rétt fyrir jólin. Reyndar sker það í augu að hækkun forseta okkar skuli vera næstum upp á krónu jafn mikil og margur lífeyrisþeginn er með á mánuði, til að greiða fyrir húsnæði, fæði og klæði, að ekki sé talað um menningarneyslu eða til að halda gleðileg jól, svo eitthvað sé nefnt. Árum saman hefur löggjafinn hækkað lífeyrisgreiðslur í fjárlögum eins lítið og hægt er samkvæmt lögum sem kveða þó á um að lífeyrisgreiðslur skuli hækka samkvæmt launaþróun, eða framfærsluvísitölu, eða þeirri sem er hærri í það skiptið. Nær aldrei afturvirkt, en þá skorið við nögl og aldrei að fullu. Það er segin saga, að þegar lífeyrisþegar óska eftir kjarabótum bregðast stjórnvöld við eins og nú eigi að setja samfélagið á hausinn, en telja það sjálfsagða sanngirniskröfu að hækka sín eigin laun og þeirra sem greiða mest í sjóði flokkanna. Hafa menn ekki veitt því eftirtekt að fátækt fer í vöxt á Íslandi? Á sama tíma sem auðmenn virðast færast í aukana einna líkast og var fyrir hrunið, sem vel að merkja kom fyrst og harðast niður á lífeyrisþegum og láglaunafólki. Hvernig væri að láta hækkanir Kjararáðs einnig ná til lífeyrisþega, afturvirkt og ekki fara í talnaleiki og úrtölur til að skerða kjör þess fólks sem mest hefur verð níðst á síðustu áratugi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Heilsa og veikindadagar - nýtt ár og ný tækifæri Victor Guðmundsson Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason Skoðun Opið bréf vegna langvarandi einangrunar Ragnheiður Svava Þórólfsdóttir Skoðun Verum ekki föst í umferð næsta áratuginn Róbert Ragnarsson Skoðun Íslenskan í andarslitrunum Steingrímur Jónsson Skoðun Lesblinda til rannsóknar Guðmundur S. Johnsen Skoðun Hinseginfræðsla er forvarnaraðgerð Kári Garðarsson Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir Skoðun Meirihluti vill lögfesta rétt til leikskólapláss Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun Í lok jólanna og upphafi nýs árs Gestur Valgarðsson Skoðun Skoðun Skoðun ESB og Kvótahopp Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Meirihluti vill lögfesta rétt til leikskólapláss Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda til rannsóknar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Í lok jólanna og upphafi nýs árs Gestur Valgarðsson skrifar Skoðun Heilsa og veikindadagar - nýtt ár og ný tækifæri Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason skrifar Skoðun Vangaveltur um trú og aukinn áhuga ungs fólks á henni Gunnar Jóhannesson skrifar Skoðun Íslenskan í andarslitrunum Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Frá nýlendu til þjóðar: Lærdómur sem Íslendingar þekkja Bernharð S. Bernharðsson skrifar Skoðun Opið bréf vegna langvarandi einangrunar Ragnheiður Svava Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Hinseginfræðsla er forvarnaraðgerð Kári Garðarsson skrifar Skoðun Fjölskyldur í fyrsta sæti í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Verum ekki föst í umferð næsta áratuginn Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þátttaka í bandalögum styrkir fullveldið Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Loftslagsmál og framtíð íslenskrar ferðaþjónustu Inga Hlín Pálsdóttir,Margrét Wendt skrifar Skoðun Hvers vegna hönnunarmenntun skiptir máli núna Katrín Ólína Pétursdóttir skrifar Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Er netsala áfengis lögleg? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Hafnarfjörður er ekki biðstofa Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Fáar vísbendingar um miklar breytingar í Venesúela Gunnlaugur Snær Ólafsson skrifar Skoðun Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Félagslegur stuðningur í fangelsi er ekki munaður heldur nauðsyn Tinna Eyberg Örlygsdóttir skrifar Skoðun Leikskólar sem jafnréttismál og áskoranir sem þarf að leysa sameiginlega Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Er ekki kominn tími til að jarða megrunar- og útlitsmenningu? Nanna Kaaber skrifar Skoðun Heiða Björg Hilmisdóttir – forystukona sem leysir hnútana Axel Jón Ellenarson skrifar Skoðun Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Áramótaheitið er að fá leikskólapláss Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Skoðun Hvað er Trump eiginlega að bralla? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Bætum lýðræðið í bænum okkar Gunnar Axel Axelsson skrifar Sjá meira
Samkvæmt frétt í Fréttablaðinu 20. nóvember 2015 hækka grunnlaun þingmanna um 60.585 krónur í alls 712.030 krónur og fá þeir eingreiðslu upp á 545.265 krónur þar sem hækkunin er afturvirk. Þá hækka grunnlaun ráðherra, fyrir utan forsætisráðherra, um 106.991 krónu, í 1.257.425 krónur, með eingreiðslu upp á 962.919 krónur. Laun forsætisráðherra hækka um 118.384 krónur, í 1.391.333 krónur, með eingreiðslu upp á 1.065.456 krónur. Loks hækka laun forseta Íslands um 196.962 krónur, í 2.314.830 krónur, með eingreiðslu upp á 1.772.658 krónur. Blessaðir mennirnir, ekki seinna vænna að hækka við þá kaupið og mikið kemur það nú sér vel að hækkunin skuli vera afturvirk svona rétt fyrir jólin. Reyndar sker það í augu að hækkun forseta okkar skuli vera næstum upp á krónu jafn mikil og margur lífeyrisþeginn er með á mánuði, til að greiða fyrir húsnæði, fæði og klæði, að ekki sé talað um menningarneyslu eða til að halda gleðileg jól, svo eitthvað sé nefnt. Árum saman hefur löggjafinn hækkað lífeyrisgreiðslur í fjárlögum eins lítið og hægt er samkvæmt lögum sem kveða þó á um að lífeyrisgreiðslur skuli hækka samkvæmt launaþróun, eða framfærsluvísitölu, eða þeirri sem er hærri í það skiptið. Nær aldrei afturvirkt, en þá skorið við nögl og aldrei að fullu. Það er segin saga, að þegar lífeyrisþegar óska eftir kjarabótum bregðast stjórnvöld við eins og nú eigi að setja samfélagið á hausinn, en telja það sjálfsagða sanngirniskröfu að hækka sín eigin laun og þeirra sem greiða mest í sjóði flokkanna. Hafa menn ekki veitt því eftirtekt að fátækt fer í vöxt á Íslandi? Á sama tíma sem auðmenn virðast færast í aukana einna líkast og var fyrir hrunið, sem vel að merkja kom fyrst og harðast niður á lífeyrisþegum og láglaunafólki. Hvernig væri að láta hækkanir Kjararáðs einnig ná til lífeyrisþega, afturvirkt og ekki fara í talnaleiki og úrtölur til að skerða kjör þess fólks sem mest hefur verð níðst á síðustu áratugi.
Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Loftslagsmál og framtíð íslenskrar ferðaþjónustu Inga Hlín Pálsdóttir,Margrét Wendt skrifar
Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson skrifar
Skoðun Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar
Skoðun Félagslegur stuðningur í fangelsi er ekki munaður heldur nauðsyn Tinna Eyberg Örlygsdóttir skrifar
Skoðun Leikskólar sem jafnréttismál og áskoranir sem þarf að leysa sameiginlega Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson skrifar