Innlent

Er ekki með ebólu

Aðalsteinn Kjartansson skrifar
Mikill viðbúnaður hefur verið vegna konunnar sem vinnur á sjúkrahúsi í Texas þar maður lést úr ebólu.
Mikill viðbúnaður hefur verið vegna konunnar sem vinnur á sjúkrahúsi í Texas þar maður lést úr ebólu. Vísir / AFP
Staðfest hefur verið að bandarískur heilbrigðisstarfsmaður sem hefur verið í einangrun á skemmtiferðaskipi er ekki með ebólu líkt og óttast hafði verið um. Konan sem um ræðir vinnur á rannsóknarstofu á sjúkrahúsi í Texas í Bandaríkjunum þar sem maður lést nýverið vegna veirunnar.

Fylgst er með öllum starfsmönnum sem komu með einum eða öðrum hætti að umönnun mannsins en tveir hjúkrunarfræðingar hafa greinst með veiruna. Reiknað er með staðfest verði í dag og á morgun hvort einhver annar heilbrigðisstarfsmaður hafi smitast.

Mikill ótti greip um sig hjá yfirvöldum í bæði Belís og Mexíkó sem og skipafélagsins sem rekur skemmtiferðaskipið vegna veru konunnar um borð. Yfirvöld í löndunum tveimur neituðu til að mynda skipinu að koma til hafnar þar líkt og gert hafði verið ráð fyrir.

Afar litlar líkur voru á að konan hefði smitast en aðeins þrjú tilfelli ebólu hafa greinst í Bandaríkjunum. 


Tengdar fréttir

Talin hafa snert andlit sitt með hanska

Spænska aðstoðarhjúkrunarkonan, sem smitaðist af ebóluveirunni, virðist hafa gert þau mistök að snerta andlitið á sér með hanska sem hún hafði notað við umönnun ebólusmitaðs prests.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×