Enski boltinn

Enska úrvalsdeildin kveður þessa leikmenn í bili

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Sadio Mane hjálpar ekki Jürgen Klopp á næstunni.
Sadio Mane hjálpar ekki Jürgen Klopp á næstunni. Vísir/Getty
Sadio Mane, Wilfried Zaha og Riyad Mahrez eru meðal þeirra sem verða ekki með liðum sínum í ensku úrvalsdeildinni á næstunni. Ástæðan er að þeir eru að fara að spila með landsliðum sínum í Afríkukeppninni.

Sky Sports hefur tekið það saman hvaða leikmenn eru að yfirgefa liðin sín á næstu dögum en Afríkukeppnin hefst í Gabon 14. janúar og stendur yfir til 5. febrúar. Afrísku landsliðsmennirnir gætu því misst af allt af fjórum leikjum í ensku úrvalsdeildinni.

Englandsmeistarar Leicester City eru í einn verstu málunum því liðið missti þrjá leiki. Auk Riyad Mahrez (Alsír) verða þeir Daniel Amartey (Gana) og Islam Slimani (Alsír) ekki með liði Leicester á næstunni. Stoke, Sunderland, Watford og West Ham eru einnig að missa þrjá leikmenn.

Liverpool missir Sadio Mane en heldur aftur á móti Joel Matip sem var einn af sjö leikmönnum kamerúnska landsliðsins sem gáfu ekki kost á sér í Afríkukeppnina í ár.



Leikmenn ensku úrvalsdeildarinnar sem eru á leiðinni í Afríkukeppnina:

Arsenal

Ismael Bennacer (Alsír), Mohamed Elneny (Egyptaland)

Bournemouth

Max Gradel (Fílabeinsströndin)

Crystal Palace

Bakary Sako (Malí), Wilfried Zaha (Fílabeinsströndin)

Everton

Idrissa Gueye (Senegal)

Hull City

Ahmed Elmohamady (Egyptaland), Dieumerci Mbokani (Austur-Kongó)

Leicester City

Daniel Amartey (Gana), Riyad Mahrez (Alsír), Islam Slimani (Alsír)

Liverpool

Sadio Mane (Senegal)

Manchester United

Eric Bailly (Fílabeinsströndin)

Southampton

Sofiane Boufal (Marokkó)

Stoke

Wilfried Bony (Fílabeinsströndin), Mame Biram Diouf (Senegal), Ramadan Sobhi (Egyptaland)

Sunderland

Wahbi Khazri (Túnis), Lamine Kone (Fílabeinsströndin), Didier Ndong (Gabon)

Watford

Nordin Amrabat (Marokkó), Brice Dja Djedje (Fílabeinsströndin), Adlene Guedioura (Alsír)

West Ham

Andre Ayew (Gana), Sofiane Feghouli (Alsír), Cheikou Kouyate (Senegal)






Fleiri fréttir

Sjá meira


×