Fótbolti

Enrique heldur ró sinni þrátt fyrir sögulega byrjun Barcelona í deildinni

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Luis Enrique.
Luis Enrique. vísir/getty
Luis Enrique, þjálfari Barcelona, segir mönnum að halda ró sinni og vera ekki að krýna sitt lið Spánarmeistara í lok september þrátt fyrir gott gengi í byrjun leiktíðar.

Enrique, sem tók við af Gerardo Martino í sumar, hefði vart getað dreymt um betri byrjun. Barcelona er á toppi spænsku 1. deildarinnar með fullt hús stiga eða fimm umferðir og ekki búið að fá á sig eitt einasta mark.

Enrique keypti tvo nýja markverði eftir brotthvarf VíctorsValdés og JuanPinto auk þess sem hann fékk til sín þrjá varnarmenn, þar á meðal franska miðvörðinn JéremyMathieu sem hefur farið vel af stað við hlið Javier Mascherano í hjartar varnarinnar.

„Þegar mars gengur í garð sjáum við hverjir vilja vinna deildina. Markmiðið er að komast þangað verandi í baráttunni í öllum keppnum,“ sagði Enrique á blaðamannafundi fyrir leik liðsins gegn Málaga annað kvöld.

„Það vinnur enginn deildina í september, október, nóvember, desember, janúar eða febrúar. Það sést í mars hvaða lið verða í stöðu til að vinna deildina.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×