FÖSTUDAGUR 29. JÚLÍ NÝJAST 19:33

Rafmagnslaust í Vestmannaeyjum í stutta stund

FRÉTTIR

Enn vinna Cleveland og San Antonio | Myndbönd

 
Körfubolti
07:29 13. JANÚAR 2016
LeBron James í leiknum í nótt.
LeBron James í leiknum í nótt. VÍSIR/GETTY

Cleveland vann sinn áttunda sigur í röð í NBA-deildinni í körfubolta er liðið hafði betur gegn Dallas, 110-107, í framlengdum leik á heimavelli.

LeBron James skoraði 27 stig og Kyrie Irving bætti við 22 stigum. Báðir áttu mikilvægar körfur í framlengingunni sem tryggði Cleveland sigur í leiknum.

Dallas byrjarði betur og Cleveland náði ekki forystu í leiknum fyrr en í upphafi fjórða leikhluta. Leikurinn var hnífjafn veftir það en stigahæstur hjá Dallas var Chandler Parsons með 25 stig.

San Antonio vann Detroit, 109-99, og þar með sinn níunda sigur í röð. Tony Parker skoraði 31 stig fyrir gestina og LaMarcus Aldridge bætti við 22 stigum og tók þrettán fráköst.

San Antonio mætir næst Cleveland á heimavelli sínum annað kvöld þar sem liðið hefur unnið 31 leik í röð.

Kentavious Caldwell-Pope skoraði 25 stig fyrir Detroit sem hafði unnið þrjá leiki í röð fyrir tapið í nótt.

New York vann Boston, 120-114. Nýliðinn Kristaps Porzingis heldur áfram að spila frábærlega en hann var með 26 stig í leiknum í nótt. Carmelo Anthony þurfti hins vegar að fara meiddur af velli í þriðja leikhluta.

Isaiah Thomas var með 34 stig fyrir Boston sem hefur nú tapað fjórum leikjum í röð.

Oklahoma City vann Minnesota, 101-96, en Kevin Durant skoraði 30 stig í leiknum þrátt fyrir rólega byrjun. Hann skoraði tólf stig í röð fyrir Oklahoma City á síðustu þremur mínútum leiksins.

Úrslit næturinnar:
Indiana - Phoenix 116-97
Detroit - San Antonio 99-109
New York - Boston 120-114
Memphis - Houston 91-107
Milwaukee - Chicago 106-101
Minnesota - Oklahoma City 96-101
Dallas - Cleveland 107-110
LA Lakers - New Orleans 95-91
Deila
Athugiđ. Allar athugasemdir eru á ábyrgđ ţeirra er ţćr rita. Vísir hvetur lesendur til ađ halda sig viđ málefnalega umrćđu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til ađ fjarlćgja ćrumeiđandi eđa ósćmilegar athugasemdir.

 

MEST LESIĐ

  • Nýjast á Vísi
  • Mest Lesiđ
  • Fréttir
  • Sport
  • Viđskipti
  • Lífiđ
Forsíđa / Sport / Körfubolti / Enn vinna Cleveland og San Antonio | Myndbönd
Fara efst