Enn um styrk fræðasviða og mikilvægi hugvísinda Eiríkur Smári Sigurðarson skrifar 13. nóvember 2010 06:00 Mennta- og menningarmálaráðherra hefur í þremur greinum í Fréttablaðinu kynnt nýja stefnu í háskólamálum og í frumvarpi til fjárlaga, þar sem frekari niðurskurður í fjármögnun háskóla er boðaður ásamt breytingum á reiknilíkani sem notað er til að skipta fjárveitingum milli háskólanna, kemur einnig fram ákveðin stefna. Af sumu sem hefur verið ritað í kjölfarið mætti ætla að nú eigi að flytja fé í stórum stíl úr „hörðum“ greinum yfir í „mjúkar“ og að þetta muni draga úr samkeppnishæfni þjóðarinnar og valda samfélaginu varanlegu tjóni. Kennsluframlög til háskólanna eru reiknuð út miðað við áætlaðan fjölda nemenda á fræðasviðum háskólanna og hvað hver nemandi er talinn kosta á einu ári að meðaltali. Nú er augljóslega misdýrt að mennta nemendur eftir því í hvaða námi þeir eru og þeir eru því flokkaði í misháa reikniflokka. Þannig er ódýrara að halda úti námi sem byggist nær eingöngu á fyrirlestrum sem margir nemendur geta sótt í einu en námi sem byggist á verkefnavinnu, þjálfun á rannsóknastofu eða vettvangi eða námi sem mjög fáir nemendur stunda, að ekki sé talað um listnám sem fer jafnvel fram í einkatímum. Tækjakostur og aðbúnaður er auðvitað misdýr en munur á kostnaði skýrist að miklu leyti af eðli kennslunnar og hópastærð. Tannlæknanám er í dýrasta reikniflokki vegna þess að þar eru einungis teknir inn örfáir nemendur á hverju ári. Nám í hugvísindum og félagsvísindum er metið langódýrast og það hefur lengi verið vitað að lægsti reikniflokkurinn er of lágur. Hann virkar þar sem hægt er að kenna í stórum hópum en nám á þessum sviðum fer alls ekki allt þannig fram. Vandamálið hefur verið sérstaklega áberandi í hugvísindum þar sem eru margar mikilvægar námsgreinar með fáum nemendum, sérstaklega í tungumálum. Kennsluaðferðir hafa líka þróast á undanförnum árum og á seinni stigum náms er meira gert úr verkefnavinnu, málstofum og öðru sem skilar mun betri árangri en fyrirlestrar en getur ekki farið fram í stórum hópum. Reikniflokkarnir hafa ekki fylgt þessari þróun eftir. Af þessum sökum þurftu hugvísindin við Háskóla Íslands þegar árin fyrir hrun að hagræða mjög í rekstri. Endurskoðun á vægi reikniflokka var því nauðsynleg en er vonandi bara fyrsta skref í stærri endurskoðun á reiknilíkaninu þar sem kennslufyrirkomulag á öllum fræðasviðum verður skoðað. Síðustu daga hefur mikið verið gert úr breyttum áherslum í háskólamálum sem koma fram í leiðréttu reiknilíkani, þar sem lægsti flokkurinn hækkar hlutfallslega (þó hann lækki í krónutölu) en hærri flokkarnir lækka til að mæta mismuninum (fyrir utan hjúkrunarfræðina sem er eini flokkurinn sem hækkar). Kennarar í Raunvísindadeild Háskóla Íslands mótmæla þessum breytingum, málið fær talsverða umfjöllun í utandagskrárumræðu um háskólamál á Alþingi 18. október sl. og í nokkrum aðsendum greinum í Fréttablaðinu hefur breytingunum verið mótmælt. Mótmælin byggjast á þeirri skoðun að með þessu sé verið að grafa undan nýsköpun og þekkingariðnaði í landinu og þar með draga úr samkeppnishæfni þjóðarinnar. Nú er engin ástæða til að efast um mikilvægi raunvísinda, verkfræði og tæknigreina en vert að benda á að án öflugs háskólanáms og rannsókna í hugvísindum verður samfélagið ekki bara menningarlega fábreyttara heldur mun það líka draga úr hæfni okkar til nýsköpunar og gera hana fátæklegri. Við þurfum fólk með góða þekkingu á erlendum tungumálum og þjóðum meira en nokkru sinni fyrr til að styrkja okkur í samfélagi þjóðanna sem og þekkingu á menningu okkar og sögu, m.a. til að menningartengd ferðaþjónusta – sem er einn af vaxtasprotunum í atvinnulífi Íslands – velti sér ekki upp úr yfirborðsmennsku og tómu sjálfshóli. Við þurfum umfram allt fólk sem kann að lesa, túlka og gagnrýna til að við komumst áfram á styrkari grunni en við byggðum á síðastliðin ár. Til að þetta verði þarf öflugt nám og rannsóknir í hugvísindum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks Skoðun Stóra myndin í fjárlögum Daði Már Kristófersson Skoðun Blessuð jólin, bókhaldið og börnin Kristín Lúðvíksdóttir Skoðun Erum við sérstökust í heimi? Jean-Rémi Chareyre Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir Skoðun Nokkur orð um Fjarðarheiðargöng Þórhallur Borgarsson Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Erum við sérstökust í heimi? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Stóra myndin í fjárlögum Daði Már Kristófersson skrifar Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun Blessuð jólin, bókhaldið og börnin Kristín Lúðvíksdóttir skrifar Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson skrifar Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson skrifar Skoðun Bréfið sem aldrei var skrifað Grímur Atlason skrifar Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Íslensk ferðaþjónusta í nýju landslagi Ólína Laxdal skrifar Skoðun Sköpum öflugt, hafsækið atvinnulíf á viðskiptalegum forsendum! Gunnar Tryggvason skrifar Skoðun Hefurðu heyrt söguna? Ísak Hilmarsson skrifar Skoðun Teygjum okkur aðeins lengra Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Spilakassar í skjóli mannúðar og björgunar Alma Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Traustur grunnur, ný tækifæri Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Sanna sundrar vinstrinu Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar Skoðun Myndu ekki þurfa að flytja heim aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar áfengið rænir jólunum Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Skatta-Grýlan ógurlega Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Nokkur orð um Fjarðarheiðargöng Þórhallur Borgarsson skrifar Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hvað hafa sjómenn gert Samfylkingunni? Sigfús Karlsson skrifar Skoðun Framtíð Suðurlandsbrautar Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Pípararnir okkar - Fagstéttin, metfjöldi, átakið, stuðningur Snæbjörn R. Rafnsson skrifar Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar Skoðun Ég ákalla! Eyjólfur Þorkelsson skrifar Sjá meira
Mennta- og menningarmálaráðherra hefur í þremur greinum í Fréttablaðinu kynnt nýja stefnu í háskólamálum og í frumvarpi til fjárlaga, þar sem frekari niðurskurður í fjármögnun háskóla er boðaður ásamt breytingum á reiknilíkani sem notað er til að skipta fjárveitingum milli háskólanna, kemur einnig fram ákveðin stefna. Af sumu sem hefur verið ritað í kjölfarið mætti ætla að nú eigi að flytja fé í stórum stíl úr „hörðum“ greinum yfir í „mjúkar“ og að þetta muni draga úr samkeppnishæfni þjóðarinnar og valda samfélaginu varanlegu tjóni. Kennsluframlög til háskólanna eru reiknuð út miðað við áætlaðan fjölda nemenda á fræðasviðum háskólanna og hvað hver nemandi er talinn kosta á einu ári að meðaltali. Nú er augljóslega misdýrt að mennta nemendur eftir því í hvaða námi þeir eru og þeir eru því flokkaði í misháa reikniflokka. Þannig er ódýrara að halda úti námi sem byggist nær eingöngu á fyrirlestrum sem margir nemendur geta sótt í einu en námi sem byggist á verkefnavinnu, þjálfun á rannsóknastofu eða vettvangi eða námi sem mjög fáir nemendur stunda, að ekki sé talað um listnám sem fer jafnvel fram í einkatímum. Tækjakostur og aðbúnaður er auðvitað misdýr en munur á kostnaði skýrist að miklu leyti af eðli kennslunnar og hópastærð. Tannlæknanám er í dýrasta reikniflokki vegna þess að þar eru einungis teknir inn örfáir nemendur á hverju ári. Nám í hugvísindum og félagsvísindum er metið langódýrast og það hefur lengi verið vitað að lægsti reikniflokkurinn er of lágur. Hann virkar þar sem hægt er að kenna í stórum hópum en nám á þessum sviðum fer alls ekki allt þannig fram. Vandamálið hefur verið sérstaklega áberandi í hugvísindum þar sem eru margar mikilvægar námsgreinar með fáum nemendum, sérstaklega í tungumálum. Kennsluaðferðir hafa líka þróast á undanförnum árum og á seinni stigum náms er meira gert úr verkefnavinnu, málstofum og öðru sem skilar mun betri árangri en fyrirlestrar en getur ekki farið fram í stórum hópum. Reikniflokkarnir hafa ekki fylgt þessari þróun eftir. Af þessum sökum þurftu hugvísindin við Háskóla Íslands þegar árin fyrir hrun að hagræða mjög í rekstri. Endurskoðun á vægi reikniflokka var því nauðsynleg en er vonandi bara fyrsta skref í stærri endurskoðun á reiknilíkaninu þar sem kennslufyrirkomulag á öllum fræðasviðum verður skoðað. Síðustu daga hefur mikið verið gert úr breyttum áherslum í háskólamálum sem koma fram í leiðréttu reiknilíkani, þar sem lægsti flokkurinn hækkar hlutfallslega (þó hann lækki í krónutölu) en hærri flokkarnir lækka til að mæta mismuninum (fyrir utan hjúkrunarfræðina sem er eini flokkurinn sem hækkar). Kennarar í Raunvísindadeild Háskóla Íslands mótmæla þessum breytingum, málið fær talsverða umfjöllun í utandagskrárumræðu um háskólamál á Alþingi 18. október sl. og í nokkrum aðsendum greinum í Fréttablaðinu hefur breytingunum verið mótmælt. Mótmælin byggjast á þeirri skoðun að með þessu sé verið að grafa undan nýsköpun og þekkingariðnaði í landinu og þar með draga úr samkeppnishæfni þjóðarinnar. Nú er engin ástæða til að efast um mikilvægi raunvísinda, verkfræði og tæknigreina en vert að benda á að án öflugs háskólanáms og rannsókna í hugvísindum verður samfélagið ekki bara menningarlega fábreyttara heldur mun það líka draga úr hæfni okkar til nýsköpunar og gera hana fátæklegri. Við þurfum fólk með góða þekkingu á erlendum tungumálum og þjóðum meira en nokkru sinni fyrr til að styrkja okkur í samfélagi þjóðanna sem og þekkingu á menningu okkar og sögu, m.a. til að menningartengd ferðaþjónusta – sem er einn af vaxtasprotunum í atvinnulífi Íslands – velti sér ekki upp úr yfirborðsmennsku og tómu sjálfshóli. Við þurfum umfram allt fólk sem kann að lesa, túlka og gagnrýna til að við komumst áfram á styrkari grunni en við byggðum á síðastliðin ár. Til að þetta verði þarf öflugt nám og rannsóknir í hugvísindum.
Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir Skoðun
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun
Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar
Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar
Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir Skoðun
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun