Fótbolti

Enn heldur Guðbjörg hreinu

Anton Ingi Leifsson skrifar
Guðbjörg í landsleik með íslenska landsliðinu.
Guðbjörg í landsleik með íslenska landsliðinu. vísir/getty
Guðbjörg Gunnarsdóttir hélt enn og aftur hreinu í dag þegar hún stóð í marki Lilleström sem bar sigurorð af Avaldsnes, 1-0, í Íslendingarslag í norsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu.

Eina mark leiksins kom eftir sextán mínútna leik. Isabell Lehn Herlovsen skoraði þá eina mark leiksins eftir sextán mínútna leik, en markið kom eftir hornspyrnu.

Leikurinn var ekki mikið fyrir augað og færin voru af skornum skammti. Guðbjörg varði það sem verja þurfti og lokatölur 1-0 sigur Lilleström sem hefur ekki fengið á sig mark í deildinni.

Guðbjörg spilaði allan leikinn í markinu, en hún hefur ekki fengið á sig mark í fyrstu fimm leikjunum. LSK er með fullt hús stiga á toppnum, tveimur stigum á undan Jóni Páli Pálmasyni og lærimeyjum í Klepp sem eru í öðru sætinu.

Hólmfríður Magnúsdóttir spilaði allan leikinn fyrir Avaldsnes, en Þórunn Helga Jónsdóttir kom inná í hálfleik. Avaldsnes með sjö stig eftir fimm leiki í sjöunda sætinu.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×