Erlent

Enn fleiri hnífaárásir í Ísrael: Þrír látnir og 16 særðir

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Aukin spenna hefur færst í samskipti Ísraela og Palestínumanna.
Aukin spenna hefur færst í samskipti Ísraela og Palestínumanna. Vísir/AFP
Þrír létust í hnífa-og skotárás í Jerúsalem í Ísrael í morgun. Tvær árásir voru gerðar, tveir létust í árás á strætisvagn en einn í árás á strætisvagnabiðstöð. Fjölmargar hnífaárásir hafa verið gerðar í Ísrael undanfarinn mánuð.

Tveir létust og 16 særðust þegar tveir árásarmenn hófu skothríð á strætisvagn. Lögregla skaut árásarmennina á staðnum. Annarstaðar í Jerúsalem keyrði árásármaður á þrjá við strætisvagnabiðstöð áður en hann stakk þá með hníf, einn þeirra lést, hinir tveir eru særðir.

Undanfarin misseri hefur hnífaárásum í Ísrael fjölgað gífurlega. Í gær voru gerðar þrjár hnífaárásir í Jerúsalem en undanfarnar hálfan mánuð hafa slíkar árásir nánast verið daglegt brauð. Sjö hafa látist og tugir særst í þessum hnífaárásum en einnig hafa fjölmagir árásarmenn og minnst 17 Palestínumenn látið lífið.

Aukin spenna hefur færst í samskipti Ísraela og Palestínumanna undanfarin mánuð. Í gær ásakaði Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísrael, leiðtoga araba í Ísrael um að ýta undir ofbeldi í landinu en herskáir hópar Palestínumanna hafa borið lof á þá sem fremja hnífaárásirnar.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×