LAUGARDAGUR 25. MARS NÝJAST 15:15

Í beinni: Akureyri - Fram | Lífsbaráttuslagur á Akureyri

SPORT

Enn einn ţjálfarinn rekinn

 
Sport
18:00 07. JANÚAR 2016
Lovie Smith.
Lovie Smith. VÍSIR/GETTY

Þjálfarar í NFL-deildinni halda áfram að fjúka og að þessu sinni ákvað Tampa Bay Buccaneers að reka þjálfarann sinn.

Lovie Smith fékk sparkið eftir aðeins tvö tímabil við stjórnvölinn. Bucs er því að fara að ráða þriðja þjálfarann á síðustu fimm árum.

Á fyrsta ári Smith með liðið vann það aðeins tvo leiki en tapaði fjórtán. Það tók þó framförum í ár og vann sex leiki.

Smith var þjálfari Chicago Bears frá 2004 til 2012 áður en hann fór til Tampa Bay. Hann er sjöundi þjálfarinn sem missir starfið sitt síðan að deildinni lauk. Þetta er fjórða árið í röð sem sjö störf losna eftir tímabil í NFL-deildinni.


Deila
Athugiđ. Allar athugasemdir eru á ábyrgđ ţeirra er ţćr rita. Vísir hvetur lesendur til ađ halda sig viđ málefnalega umrćđu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til ađ fjarlćgja ćrumeiđandi eđa ósćmilegar athugasemdir og ummćli ţeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

 

MEST LESIĐ

  • Nýjast á Vísi
  • Mest Lesiđ
  • Fréttir
  • Sport
  • Viđskipti
  • Lífiđ
Forsíđa / Sport / Enn einn ţjálfarinn rekinn
Fara efst