Körfubolti

Enn einn stórleikur Harden

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Harden hefur verið afar öflugur í liði Houston Rockets.
Harden hefur verið afar öflugur í liði Houston Rockets. Vísir/AP
James Harden fór mikinn þegar Houston hafði betur gegn Charltotte, 121-114, og vann þar með sinn níunda leik í röð.

Harden skoraði 40 stig, tók fimmtán fráköst og gaf tíu stoðsendingar. Annan leikinn í röð náði hann að skora 40 stig og vera um leið með þrefalda tvennu en það hafa aðeins fjórir leikmenn í sögunni afrekað.

Þetta var hans ellefta þrefalda tvenna í vetur og tuttugasta á ferlinum. Russell Westbrook, leikmaður Oklahoma City Thunder, hefur náð sautján þreföldum tvennum í vetur en þessir tveir leikmenn eru í algjörum sérflokki í deildinni hvað þetta varðar.

Houston var þó nærri búið að missa leikinn úr höndunum þegar liðið klikkaði á tíu skotum í röð í fjórða leikhluta. Mike D'Antoni, þjálfari liðsins, tók þá leikhlé og leikmenn hans réttu úr kútnum.

Kemba Walker skoraði 25 stig fyrir  Charlotte sem klikkaði á þremur þriggja stiga skotum á lokasekúndum leiksins.



Toronto vann Boston, 114-106, þar sem DeMar DeRozen skoraði 41 stig sem er persónulegt met hjá honum á þessu tímabili. Boston hafði unnið fjóra leiki í röð áður en liðið mættir Toronto.



NBA-meistararnir í Cleveland töpuðu óvænt fyrir Utah, 100-92. LeBron James var með 29 stig fyrir meistarana en Gordon Hayward 28 fyrir Utah.



Úrslit næturinnar:

Washington - Chicago 101-99

Toronto - Boston 114-106

Brooklyn - Atlanta 97-117

Houston - Charlotte 121-114

San Antonio - Milwaukee 107-109

Utah - Cleveland 100-97

LA Lakers - Portland 87-108

Golden State - Miami 107-95

Sacramento - Detroit 100-94

NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×