Enn deilt um virði Hörpunnar - dómkvaddir matsmenn komnir í málið Valur Grettisson skrifar 3. júlí 2013 11:33 Harpan á fallegum degi. Er hún sautján milljarða króna virði eða sjö milljón króna virði? þÞað er stóra spurningin. Héraðsdómur hefur fallist á kröfu rekstrarfélags Hörpu um að hlutlausir matsmenn verði kvaddir til þess að meta verðmæti Hörpunnar. Niðurstaða matsmanna getur skipt sköpum um fasteignagjöld Hörpu sem í dag eru að sliga reksturinn. Dómari Héraðsdóms Reykjavíkur úrskurðaði í morgun að dómkvaddir matsmenn skyldu kallaðir til þess að meta virði tónlistar- og ráðstefnuhússins Hörpu. Stjórn Hörpu hefur stefnt Reykjavíkurborg og Þjóðskrá og var málið þingfest á síðasta ári. Ástæðan er sú að Harpa vill ógilda mat yfirfasteignamatsnefndar frá því í maí á síðasta ári. Nefndin komst nefnilega að þeirri niðurstöðu að fasteignavirði Hörpu væru 17 milljarðar króna á meðan stjórn Hörpu telur virði hússins nær sjö milljörðum. Raunveruleg ástæða þess að um þetta er deilt er sú að ef Harpa verður metin á 17 milljarða, þurfa forsvarsmenn hússins að greiða 340 milljónir króna í fasteignagjöld. Sé húsið metið á sjö milljarða, þurfa þeir að greiða umtalsvert lægri upphæð, eða 120 til 160 milljónir króna. Yfirfasteignamatsnefndin notaðist við sérstaka aðferð við að meta tónlistarhúsið. Stjórn Hörpu var ósammála aðferðinni og vildi því fá dómkvadda matsmenn til þess að meta virði hússins eftir sömu reglum og almennar fasteignir eru metnar. Lögmenn Þjóðskrár og Reykjavíkurborgar mótmæltu því þar sem þeir töldu matið engu máli skipta, og héldu því fram að ekki væri hægt að meta Hörpu eins og hverja aðra fasteign. Dómari var þó ósammála þessu, og samþykkti matið. Því verður nokkur bið á áframhaldi málsins þar til matsmenn hafa lokið sínum störfum. Mest lesið Framkvæmdastjóri Bónus: „Ég er svona „aulahúmor“-stríðinn“ Atvinnulíf Hættir sem þjálfari kokkalandsliðsins Viðskipti innlent Kostnaður við tónleika útskýri hátt miðaverð Neytendur Veiðigjald á þorski nánast tvöfaldað milli ára Viðskipti innlent Leggur til þrjár aðgerðir á ögurstundu fjölmiðla Viðskipti innlent Jólabækurnar nær alltaf ódýrastar í Bónus Neytendur Ákvörðun um fjárhæð veiðigjalds seinni á ferðinni en venjulega Viðskipti innlent Opnar útibú Forréttabarsins á kunnuglegum stað Viðskipti innlent Google birtir lista yfir vinsælustu leitarorðin Viðskipti erlent Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hættir sem þjálfari kokkalandsliðsins Veiðigjald á þorski nánast tvöfaldað milli ára Ákvörðun um fjárhæð veiðigjalds seinni á ferðinni en venjulega Leggur til þrjár aðgerðir á ögurstundu fjölmiðla Áttatíu hafa sótt um nýju leiðina, Stefnir fagnar ákvörðun Seðlabankans Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Bein útsending: Orkan, álið og kísillinn Opnar útibú Forréttabarsins á kunnuglegum stað Nefndarmaður hefði kosið að halda stýrivöxtunum óbreyttum Gagnrýna að seljendur og verktakar þurfi einir að lækka verð Stefnir í að eitt minkabú verði eftir á landinu Ráðin nýr markaðsstjóri Nettó og Kjörbúðanna Félögin þeirra högnuðust mest Útspilið hafi komið á óvart og hætta sé á minni uppbyggingu „Mikilvægt að skrifa ekki undir neitt nema vita hvað það er“ Margrét hættir hjá RÚV um áramótin Herða lánþegaskilyrði: „Við víkjum ekki frá þeim markmiðum“ 55 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Seðlabankinn breytir reglum um greiðslubyrðarhlutfall Þorvaldur tekur við af Kristjáni hjá Samherja Rúmur milljarður til Viðskiptaráðs og SA á fimm árum Prada gengur frá kaupunum á Versace Afrek að verkáætlun hafi staðist samhliða níu eldgosum Ketill nýr framkvæmdastjóri hjá Heilsugæslunni Hvernig bý ég mig undir barneignir? Allir í limbói vegna fyrirhugaðra breytinga á vörugjaldi Rekja aukna bílasölu til komandi vörugjaldahækkunar Orðin hluti af mannlífinu: „Án okkar væri heldur tómlegt að vera til“ Mango opnar í Smáralind Sjá meira
Héraðsdómur hefur fallist á kröfu rekstrarfélags Hörpu um að hlutlausir matsmenn verði kvaddir til þess að meta verðmæti Hörpunnar. Niðurstaða matsmanna getur skipt sköpum um fasteignagjöld Hörpu sem í dag eru að sliga reksturinn. Dómari Héraðsdóms Reykjavíkur úrskurðaði í morgun að dómkvaddir matsmenn skyldu kallaðir til þess að meta virði tónlistar- og ráðstefnuhússins Hörpu. Stjórn Hörpu hefur stefnt Reykjavíkurborg og Þjóðskrá og var málið þingfest á síðasta ári. Ástæðan er sú að Harpa vill ógilda mat yfirfasteignamatsnefndar frá því í maí á síðasta ári. Nefndin komst nefnilega að þeirri niðurstöðu að fasteignavirði Hörpu væru 17 milljarðar króna á meðan stjórn Hörpu telur virði hússins nær sjö milljörðum. Raunveruleg ástæða þess að um þetta er deilt er sú að ef Harpa verður metin á 17 milljarða, þurfa forsvarsmenn hússins að greiða 340 milljónir króna í fasteignagjöld. Sé húsið metið á sjö milljarða, þurfa þeir að greiða umtalsvert lægri upphæð, eða 120 til 160 milljónir króna. Yfirfasteignamatsnefndin notaðist við sérstaka aðferð við að meta tónlistarhúsið. Stjórn Hörpu var ósammála aðferðinni og vildi því fá dómkvadda matsmenn til þess að meta virði hússins eftir sömu reglum og almennar fasteignir eru metnar. Lögmenn Þjóðskrár og Reykjavíkurborgar mótmæltu því þar sem þeir töldu matið engu máli skipta, og héldu því fram að ekki væri hægt að meta Hörpu eins og hverja aðra fasteign. Dómari var þó ósammála þessu, og samþykkti matið. Því verður nokkur bið á áframhaldi málsins þar til matsmenn hafa lokið sínum störfum.
Mest lesið Framkvæmdastjóri Bónus: „Ég er svona „aulahúmor“-stríðinn“ Atvinnulíf Hættir sem þjálfari kokkalandsliðsins Viðskipti innlent Kostnaður við tónleika útskýri hátt miðaverð Neytendur Veiðigjald á þorski nánast tvöfaldað milli ára Viðskipti innlent Leggur til þrjár aðgerðir á ögurstundu fjölmiðla Viðskipti innlent Jólabækurnar nær alltaf ódýrastar í Bónus Neytendur Ákvörðun um fjárhæð veiðigjalds seinni á ferðinni en venjulega Viðskipti innlent Opnar útibú Forréttabarsins á kunnuglegum stað Viðskipti innlent Google birtir lista yfir vinsælustu leitarorðin Viðskipti erlent Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hættir sem þjálfari kokkalandsliðsins Veiðigjald á þorski nánast tvöfaldað milli ára Ákvörðun um fjárhæð veiðigjalds seinni á ferðinni en venjulega Leggur til þrjár aðgerðir á ögurstundu fjölmiðla Áttatíu hafa sótt um nýju leiðina, Stefnir fagnar ákvörðun Seðlabankans Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Bein útsending: Orkan, álið og kísillinn Opnar útibú Forréttabarsins á kunnuglegum stað Nefndarmaður hefði kosið að halda stýrivöxtunum óbreyttum Gagnrýna að seljendur og verktakar þurfi einir að lækka verð Stefnir í að eitt minkabú verði eftir á landinu Ráðin nýr markaðsstjóri Nettó og Kjörbúðanna Félögin þeirra högnuðust mest Útspilið hafi komið á óvart og hætta sé á minni uppbyggingu „Mikilvægt að skrifa ekki undir neitt nema vita hvað það er“ Margrét hættir hjá RÚV um áramótin Herða lánþegaskilyrði: „Við víkjum ekki frá þeim markmiðum“ 55 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Seðlabankinn breytir reglum um greiðslubyrðarhlutfall Þorvaldur tekur við af Kristjáni hjá Samherja Rúmur milljarður til Viðskiptaráðs og SA á fimm árum Prada gengur frá kaupunum á Versace Afrek að verkáætlun hafi staðist samhliða níu eldgosum Ketill nýr framkvæmdastjóri hjá Heilsugæslunni Hvernig bý ég mig undir barneignir? Allir í limbói vegna fyrirhugaðra breytinga á vörugjaldi Rekja aukna bílasölu til komandi vörugjaldahækkunar Orðin hluti af mannlífinu: „Án okkar væri heldur tómlegt að vera til“ Mango opnar í Smáralind Sjá meira