Erlent

Enn ber mikið í milli í kjarnorkuviðræðum við Íran

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Frá kjarnorkuviðræðunum í júlí síðastliðnum.
Frá kjarnorkuviðræðunum í júlí síðastliðnum. Vísir/Getty
Kjarnorkuviðræður Bandaríkjanna, Bretlands, Frakklands, Þýskalands, Rússlands og Kína við Íran fara nú fram í Vín í Austurríki. Viðræðunum á að ljúka á mánudaginn en enn ber nokkuð mikið í milli.

Ríkin sex fara fram á að Íran hægi á kjarnorkutilraunum sínum og í staðinn verði refsiaðgerðum gegn landinu sem samþykktar hafa verið í öryggisráði Sameinuðu þjóðanna aflétt. Leitast er við að tryggja það að Íranir muni ekki þróa ný kjarnaorkuvopn í framtíðinni.

Í frétt BBC kemur fram að gerður hafi verið tímabundinn samningur við Írani vegna kjarnorkuvopna fyrir ári síðan. Áætlað var að semja til frambúðar í júlí síðastliðnum en viðræðurnar sigldu í strand. Því var stefnt að því að ljúka þeim þann 24. nóvember en ekki er ljóst hvort samningar nást.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×