Innlent

Enginn munur á rafsígarettum og venjulegum í flugvélum

Aðalsteinn Kjartansson skrifar
Í íslenskum reglugerðum eru reykingar bannaðar án þess að þær séu sundurgreindar eftir tegundum.
Í íslenskum reglugerðum eru reykingar bannaðar án þess að þær séu sundurgreindar eftir tegundum. Vísir/Getty Images
Enginn greinarmunur er gerður á rafsígarettum og venjulegum sígarettum þegar kemur að því að reykja í flugvélum. Bæði er stranglega bannað. Þetta segir Guðjón Arngrímsson, upplýsingafulltrúi Icelandair, aðspurður hvaða reglur gilda um rafsígarettur í flugvélum.

Knattspyrnukappinn ungi náði að smella af nokkrum myndum í fluginu.Vísir/ALBERT/HEERENVEEN
Vísir sagði frá því í gær að knattspyrnumaðurinn Albert Guðmundsson birti mynd á Twitter af eldri konu sem var að reykja rafsígarettu í gríð og erg í flugi Icelandair til Keflavíkur. „Hún var reyndar beðin um að hætta en hún náði alltaf að fá sér smá þegar flugfreyjan var ekki að horfa,“ sagði Albert.

„Þetta er bannað,“ segir Þórhildur Elínardóttir, upplýsingafulltrúi Samgöngustofu. Hún segir þó að flugfélögum sé heimilt að leyfa reykingar í takmörkuðum hlutum flugvéla svo lengi sem þær lenda ekki á Íslandi.

Í íslenskum reglugerðum eru reykingar bannaðar án þess að þær séu sundurgreindar eftir tegundum. Sérstaklega er hinsvegar tekið á rafsígarettum í reglum Alþjóðasamtaka flugfélaga þar sem skýrt bann er sett við notkun þeirra í flugvélum.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×