Innlent

Enginn fundur um páskana

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Páll Halldórsson
Páll Halldórsson fréttablaðið/valli
Íslenska ríkið stefndi Bandalagi háskólamanna fyrir Félagsdóm vegna verkfallsboðunar fimm aðildarfélaga. Það eru Ljósmæðrafélag Íslands, Félag háskólamenntaðra starfsmanna stjórnarráðsins, Stéttarfélag lögfræðinga, Stéttarfélag háskólamanna á matvæla- og næringarsviði og Félag íslenskra náttúrufræðinga. Dómurinn komst að því í gær að verkfallsboðunin væri lögleg. Að auki fara geislafræðingar og lífeindafræðingar í verkfall.

Eftir dóminn kvaðst Páll Halldórsson, formaður BHM, fagna úrskurði Félagsdóms en ekki því að félögin þurfi að fara í verkfall á annað borð. Páll gagnrýndi að páskahelginni hefði verið varið í ágreining um lögmæti verkfallsboðunarinnar en að ekki hefði verið boðað til fundar í kjaradeilunni. Ekki náðist í Gunnar Björnsson, formann samninganefndar ríkisins, við vinnslu fréttarinnar í gær.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×