FÖSTUDAGUR 24. MARS NÝJAST 20:37

Adele fríkađi út á miđjum tónleikum

LÍFIĐ

Enginn Duncan međ í kvöld ţegar San Antonio og Golden State mćtast loksins

 
Körfubolti
20:00 25. JANÚAR 2016
Tim Duncan.
Tim Duncan. VÍSIR/GETTY

Golden State Warriors og San Antonio Spurs hafa verið í nokkrum sérflokki í NBA-deildinni í vetur og hafa þau bæði unnið yfir 86 prósent leikja sinna sem er magnaður árangur í bestu körfuboltadeild í heimi.

NBA-áhugafólk hefur því beðið spennt eftir að þessi tvö frábæru lið mætist loksins á þessu tímabili og í kvöld er komið að þessum fyrsta leik liðanna af fjórum.

Nú er hinsvegar ljóst að San Antonio Spurs mætir ekki með sitt sterkasta lið í leikinn sem fer fram á heimavelli Golden State Warriors því goðsögnin Tim Duncan verður ekki með í leiknum.

Tim Duncan er að glíma við eymsli í hægra hné og hefur misst aðeins af leikjum að undanförnu. Hann var þó með í sigri á Los Angeles Lakers á föstudaginn en Gregg Popovich ætlar að passa upp á gamla manninn og hvílir hann í kvöld.

David West kemur væntanlega inn í byrjunarliðið fyrir Tim Duncan og þá mun serbneski miðherjinn Boban Marjanovic einnig fá fleiri mínútur.

Tim Duncan er 39 ára gamall og á sínum nítjánda tímabili í NBA-deildinni. Hann hefur spilað 37 af 44 leikjum liðsins í vetur og er með 8,9 stig, 7,5 fráköst og 3,0 stoðsendingar að meðaltali á 25,9 mínútum.

Golden State Warriors vann fyrstu 24 leiki sína og er stanslaust borið saman við lið Chicago Bulls frá 1995-96 sem vann 72 af 82 leikjum.

Það munar samt bara tveimur leikjum á Golden State Warriors (40-4) og San Antonio Spurs (38-6) en Spurs-liðið hefur nú unnið þrettán leiki í röð.


Deila
Athugiđ. Allar athugasemdir eru á ábyrgđ ţeirra er ţćr rita. Vísir hvetur lesendur til ađ halda sig viđ málefnalega umrćđu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til ađ fjarlćgja ćrumeiđandi eđa ósćmilegar athugasemdir og ummćli ţeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

 

MEST LESIĐ

  • Nýjast á Vísi
  • Mest Lesiđ
  • Fréttir
  • Sport
  • Viđskipti
  • Lífiđ
Forsíđa / Sport / Körfubolti / Enginn Duncan međ í kvöld ţegar San Antonio og Golden State mćtast loksins
Fara efst