Innlent

Engin trúnaðargögn í hættu vegna árásarinnar

Samúel Karl Ólason skrifar
Vísir/GVA

„Stjórnarráðið hefur verið meðvitað um að utanaðkomandi árásir sem þessar gætu átt sér  stað og m.a. þess vegna hafa upplýsingar sem ávallt eru aðgengilegar almenningi á opnum upplýsinga- og fréttavefjum verið kirfilega aðskildar frá öðrum gögnum ráðuneyta.“

Þetta segir Ragnhildur Arnljótsdóttir, ráðuneytisstjóri í forsætisráðuneytinu, í tilkynningu vegna tölvuárásar hakkara í Anonymous samtökunum. Þar kemur fram að engin gögn hafi verið í hættu. Þau gögn sem þegar séu á netþjónum vefja ráðuneyta Stjórnarráðsins eru öll þegar aðgengileg almenningi.

Sjá einnig: Heimasíður stjórnarráðsins komnar upp aftur

Vefirnir voru hafðir lokaðir þar til ljóst var að ástandið var komið aftur í eðlilegt horf. Það var á tíunda tímanum í morgun sem þeir voru settir aftur í gang og eru upplýsingasíður Stjórnarráðsins nú aftur komnar í eðlilegt horf.

„Rétt er að ítreka að upplýsingavefur Stjórnarráðsins er aðskilinn frá öðrum gögnum Stjórnarráðsins og því voru engin trúnaðargögn í hættu,“ segir í tilkynningunni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×