Engin ofbeit? Ólafur Arnalds skrifar 24. mars 2016 07:00 Það er verið að gera samninga við bændur um styrk þjóðarinnar við starfsemi þeirra. Það munu að líkindum yfir 50 milljarðar renna frá almenningi til sauðfjárframleiðslunnar á næstu 10 árum. Um það bil þriðjungur framleiðslunnar er fluttur út, við erum að greiða niður kjöt ofan í erlenda neytendur í ríkulegum mæli. Lengi hefur verið barist fyrir því að nýta samninga við bændur til þess að hætta beit á illa grónum afréttum landsins. Nú hefur formaður Landssamtaka sauðfjárbænda stigið fram í útvarpi (Spegillinn 21. mars) og hafnað því að ofbeit eigi sér stað á Íslandi. Það verður að teljast býsna alvarleg yfirlýsing í ljósi baráttunnar fyrir beitarfriðun illa gróins lands. Stórtíðindi. Staðreyndin er sú að Landgræðsla ríkisins, samtök á borð við Landvernd og Náttúruverndarsamtök Íslands, fagfólk og ótal margir aðrir hafa barist fyrir því áratugum saman að beit á verst grónu afrétti landsins verði hætt. Ég fullyrði að beit á illa grónum afréttum getur ekki talist annað en rányrkja og er í raun alltaf ofbeit. Fyrir því hafa verið færð gild fagleg rök svo áratugum skiptir, aftur og aftur. Að tengja slíka nýtingu við „sjálfbæra landnýtingu“ er hlálegt. Kolefnisspor dilkakjötsframleiðslu er meðal þess versta sem þekkist fyrir fæðu í heiminum og vistspor auðnabeitar er „stjarnfræðilegt“. Ísland er eigi að síður aðili að alþjóðasamningum á sviði umhverfismála sem lasta nýtingu af þessu tagi. Góðu starfi í tengslum við „gæðastýringu í sauðfjárrækt“ ber síst að hallmæla, en gæðastýringin nær einfaldlega ekki markmiðum sjálfbærrar nýtingar. Gott starf bænda í verkefninu „Bændur græða landið“ uppfyllir heldur ekki upphafleg markmið verkefnisins. Illa grónir afréttir landsins eru enn þá beittir. Það er afleitt að þessi ágætu verkefni séu notuð til að afneita vanda. Af hverju að grípa til klassískra afneitunarfræða í stað þess að viðurkenna vandann og taka á honum, m.a. í tengslum við yfirstandandi samningsgerð við þjóðina? Og um leið að skapa nauðsynlegan frið um þessa atvinnustarfsemi. Hvers eiga bændur sem nýta vel gróin svæði landsins til beitar að gjalda fyrir afneitunarhneigð hinna? Og af hverju ætti þjóðin að vera að borga með beitarnýtingu á þann hluta afréttarlands sem er illa gróinn? Það er vitaskuld fráleitt.Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 24. mars. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Mýtan um óumflýjanlegan rússneskan sigur Erlingur Erlingsson Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Hvaða módel ertu? Heiðdís Geirsdóttir Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson Skoðun Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Jafnréttisstofa í 25 ár: Er þetta ekki komið? Martha Lilja Olsen skrifar Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hafa börn frjálsan vilja? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna halda Íslendingar með Dönum? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Hvað varð um þinn minnsta bróður? Birna Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Þriðja leiðin í námsmati stuðlar að snemmtækri íhlutun Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Alþjóðadagur sjálfsvígsforvarna Alma D. Möller skrifar Skoðun Hækkun skrásetningargjalds – Segjum sannleikann Eiríkur Kúld Viktorsson skrifar Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar Skoðun Hvaða módel ertu? Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun Tilgáta um brjálsemi þjóðarleiðtoga Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Blóðbað í Súdan: Framtíðarannáll? Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Á tímamótum: Sameinuðu þjóðirnar í 80 ár Vala Karen Viðarsdóttir,Védís Ólafsdóttir skrifar Skoðun Borgar sig að vanmeta menntun? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Samfylkingin hækkar gjöld á háskólanema Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Sjá meira
Það er verið að gera samninga við bændur um styrk þjóðarinnar við starfsemi þeirra. Það munu að líkindum yfir 50 milljarðar renna frá almenningi til sauðfjárframleiðslunnar á næstu 10 árum. Um það bil þriðjungur framleiðslunnar er fluttur út, við erum að greiða niður kjöt ofan í erlenda neytendur í ríkulegum mæli. Lengi hefur verið barist fyrir því að nýta samninga við bændur til þess að hætta beit á illa grónum afréttum landsins. Nú hefur formaður Landssamtaka sauðfjárbænda stigið fram í útvarpi (Spegillinn 21. mars) og hafnað því að ofbeit eigi sér stað á Íslandi. Það verður að teljast býsna alvarleg yfirlýsing í ljósi baráttunnar fyrir beitarfriðun illa gróins lands. Stórtíðindi. Staðreyndin er sú að Landgræðsla ríkisins, samtök á borð við Landvernd og Náttúruverndarsamtök Íslands, fagfólk og ótal margir aðrir hafa barist fyrir því áratugum saman að beit á verst grónu afrétti landsins verði hætt. Ég fullyrði að beit á illa grónum afréttum getur ekki talist annað en rányrkja og er í raun alltaf ofbeit. Fyrir því hafa verið færð gild fagleg rök svo áratugum skiptir, aftur og aftur. Að tengja slíka nýtingu við „sjálfbæra landnýtingu“ er hlálegt. Kolefnisspor dilkakjötsframleiðslu er meðal þess versta sem þekkist fyrir fæðu í heiminum og vistspor auðnabeitar er „stjarnfræðilegt“. Ísland er eigi að síður aðili að alþjóðasamningum á sviði umhverfismála sem lasta nýtingu af þessu tagi. Góðu starfi í tengslum við „gæðastýringu í sauðfjárrækt“ ber síst að hallmæla, en gæðastýringin nær einfaldlega ekki markmiðum sjálfbærrar nýtingar. Gott starf bænda í verkefninu „Bændur græða landið“ uppfyllir heldur ekki upphafleg markmið verkefnisins. Illa grónir afréttir landsins eru enn þá beittir. Það er afleitt að þessi ágætu verkefni séu notuð til að afneita vanda. Af hverju að grípa til klassískra afneitunarfræða í stað þess að viðurkenna vandann og taka á honum, m.a. í tengslum við yfirstandandi samningsgerð við þjóðina? Og um leið að skapa nauðsynlegan frið um þessa atvinnustarfsemi. Hvers eiga bændur sem nýta vel gróin svæði landsins til beitar að gjalda fyrir afneitunarhneigð hinna? Og af hverju ætti þjóðin að vera að borga með beitarnýtingu á þann hluta afréttarlands sem er illa gróinn? Það er vitaskuld fráleitt.Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 24. mars.
Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun
Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar
Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar
Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun