Innlent

Engin merki um vatnavexti

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Þótt gosið sé eitt mesta í hundrað ár, eru enn engin merki um vatnavexti. Mynd/ Egill.
Þótt gosið sé eitt mesta í hundrað ár, eru enn engin merki um vatnavexti. Mynd/ Egill.
Ekki hafa sést nein ummerki um vatnavexti í Gígju eða Núpsvötnum vegna gossins. Þetta kemur fram í stöðuskýrslu frá Veðurstofu Íslands og Jarðvísindastofnun Háskólans vegna eldgossins.

Eldstöðvarnar eru á svipuðum slóðum innan Grímsvatnaöskjunnar og 2004 og því nær gosið ekki að bræða mikinn ís og ekki eru líkur á stóru hlaupi. Leiðni hefur hækkað í Núpsvötnum vegna öskufalls í Súlu og Núpsá. Ekki hefur sést breyting í leiðni í Gígju.

Vísindamenn hafa hingað til ávallt talið að litlar líkur væru á því að eldgosið í Grímsvötnum myndi valda hlaupi í Grímsvötnum.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×