Skoðun

Endurheimtur Björgólfs Thors og ríkis

Kristján Snæfells. Kjartansson skrifar
Aðilar frá USA hyggjast kaupa Actavis. Sýnir það hvursu miklum fjármunum lyfjafyrirtækin velta. En bandarískir bissnissmenn eru þekktir af kunnáttu sinni hvað varðar viðskipti.

Viðskiptin munu væntanlega skila sér til Íslenska ríkisins sem er aðili að rekstri Actavis og Björgólfs Thors. Þess má geta að ca 100 ml ambúla af nýlegu geðlyfi kostaði fyrir nokkrum árum ca 100 þús ísl krónur. Vekur þetta upp margar spurningar um hvort læknar og ýmsir aðilar hreinlega hagnist með beinum eða óbeinum hætti á lyfjatökunni.

Sem dæmi ef 1000 notendur væru af þessu tiltekna lyfi gerir það 100 miljón isl krónur á mánuði. Skaðsemi af lyfjum er oft mikil og ávanahætta af þeim flestum þó læknar viðurkenni það ekki almennt.

Skaði þjóðfélagsins getur því allt eins verið 12 sinnum 100 miljónir sem gerir 1,2miljarð ísl krónur á ári.. Stjórnmál og trúarbrögð skipa veglegan sess ef menn leita að sökudólgum vegna ofnotkunnar lyfja. Einnig er það vegna nasiskra sjónarmiða þjóðfélagsins til t.d litarháttar,fæðingarstöðu, fötlunar,fátæktar,menntunarskorts,atvinnuleysi,alkahólisma, fjölskylduerfiðleika svo dæmi sé tekið.

Með mikilli notkun lyfja eykst oft á tíðum neysla annarra vímugjafa vegna m.a óþæginda af lyfjunum. Flest lyf eru vanabindandi og af þeim stafa oft slæmar aukaverkanir og frákvarfseinkenni. Aukaverkanir við notkun en frákvarfseinkenni þegar notkun lýkur. Afleiðingin af þessu er oft aukin neysla annarra vímugjafa og auknir glæpir.

Fyrir suma er það oft útgönguleið úr neyslunni en ríkur þáttur er að sjálfsögðu vaninn.

Kristján Snæfells. Kjartansson



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Skoðun

Sjá meira


×