FIMMTUDAGUR 31. JÚLÍ NÝJAST 10:05

Júdófélagi Pútíns kominn á svarta listann

FRÉTTIR

Endanleg útgáfa Ég á líf enn óákveđin

Lífiđ
kl 12:00, 11. mars 2013
Örlygur Smári. Mynd/Valli
Örlygur Smári. Mynd/Valli
Elín Albertsdóttir skrifar:

Ekki nóg með að lagahöfundurinn Örlygur Smári sé á fullu blússi í lokaundirbúningi fyrir lagið Ég á líf sem Eyþór Ingi flytur í Eurovision-keppninni í Malmö í maí, heldur gerði sigur söngkonunnar Heru Bjarkar í Síle það að verkum að allt í einu varð allt vitlaust að gera hjá Örlygi, sem annars gegnir starfi sölumanns hjá Nýherja.

Sigurlagið Because You Can er samstarfsverkefni þeirra Christinu Schilling, Camillu Gottschalck, Jonas Gladnikoff, Heru Bjarkar og Örlygs Smára.

Hvernig kom samstarf ykkar til?
"Við Hera höfum unnið mikið saman. Síðast með laginu Je ne sais quoi sem flutt var fyrir Ísland í Eurovision árið 2010. Árið áður tók Hera þátt í dönsku undankeppni Eurovision og hafnaði í öðru sæti með lagið Someday. Það lag sömdu sömu höfundar og unnu síðan með okkur Because you can," útskýrir Örlygur Smári.

"Eftir sigurinn hér heima 2010 ákváðum við Hera að vinna saman plötu en um svipað leyti komu þær Christina og Camilla hingað til lands og kíktu þá í stúdíóið mitt. Þetta lag varð til og var sett á plötuna. Síðan ákvað Hera að senda lagið í keppnina í Síle," segir Örlygur Smári og bætir við að sigurinn hafi vissulega áhrif á frekara samstarf þeirra Heru.

Nýr og spennandi markaður
"Það hefur opnast góður möguleiki á að koma fleiri lögum á suðurameríska markaðinn. Bæði lögum sem við höfum samið nú þegar og nýjum lögum. Þarna er gríðarlega stór og spennandi markaður. Ég hef gaman af allri góðri tónlist og þar er meðtalin svokölluð latín-músik. Hins vegar eru þessar þjóðir eins og við, opnar fyrir alþjóðlegri tónlist. Keppnin skiptist í tvo riðla, annars vegar svæðisbundna þjóðlagatónlist og hins vegar alþjóðlega popptónlist."

Þegar Örlygur Smári er spurður um verðlaunaféð, hvort hann verði ríkur af þessari velgengni, svarar hann. "Nei, því miður. Verðlaunin fóru beint til plötuútgáfunnar í Síle. Það hjálpar henni að markaðssetja okkur á þessu svæði og við fáum síðan tekjur af því þegar lagið er spilað. Listamennirnir fá oft minnstan hlut," segir hann.

"Ég hef verið mjög upptekinn undanfarna tvo mánuði, bæði vegna Eurovision og síðan ævintýris Heru í Síle. "Við Hera höfum hist eftir að hún kom heim og erum að velta fyrir okkur þeim tækifærum sem upp eru komin. Við þurfum að semja fleiri lög og texta fyrir þennan nýja markað og púðrið fer allt í það hjá mér þessa stundina."Hokinn af reynslu
Örlygur Smári hefur átt velgengni að fagna með lögin sín. Hann hefur fjórum sinnum unnið Söngvakeppni Sjónvarpsins. Fyrir utan þau tvö lög sem þegar hafa verið nefnd átti hann lagið Tell Me árið 2000 og This is My Life árið 2008. Árið 2006 og 2009 átti hann einnig lög í undankeppninni sem hlutu þó ekki náð fyrir eyrum dómara landsins í gegnum símakosningu. Hann er sjálflærður í tónlist, segist glamra á gítar og píanó en kann ekki að lesa nótur.

Örlygur Smári hefur mikla reynslu í þátttöku í Eurovision-keppninni. "Jú, ég veit nákvæmlega hvernig þarf að undirbúa atriðið og þessa dagana erum við á fullu í því. Gaman er að segja frá því að til er texti við lagið á alls fjórum tungumálum, frönsku, íslensku, ensku og spænsku. Á meðan við höfum ekki tekið endanlega ákvörðun með lokaútgáfuna er rétt að segja sem minnst um hana. Hins vegar styttist í að lagið heyrist opinberlega í endanlegri útgáfu," segir Örlygur Smári.

"Við leggjum áherslu á að atriðið verði áhrifamikið."Sýningargluggi tónlistar

Örlygur Smári segist vera farinn að hlakka mikið til að fara til Malmö í vor. Hann er altalandi á sænsku, enda alinn upp í Stokkhólmi sem barn og stundaði seinna nám í hljóðupptökum þar í landi.

"Það hefur alltaf verið mikið lagt í þessa keppni í Svíþjóð og ég fylgdist vel með henni sem barn og unglingur. Áhuginn hélt áfram eftir að ég kom heim. Keppninni er gert hátt undir höfði í Svíþjóð en ég hef aðeins fylgst með undankeppninni þar ytra núna sem er afar glæsileg. Ég hef mjög gaman að Eurovision eins og flest allir landsmenn," viðurkennir hann.

"Vinnan í kringum þetta er heilmikil en skemmtileg og fjölbreytt. Maður er ekki einungis að búa til lag heldur þarf að hugsa um atriði eins og framkomu, búninga, kvikmyndatöku og markaðssetningu. Á stuttum tíma þarf maður þess vegna að velta mörgum hlutum fyrir sér en síðan er alltaf einstaklega ánægjulegt að fara út með skemmtilegum hópi fólks. Vegna þess hversu oft ég hef verið með í keppninni eru margir sem tengjast henni orðnir kunningjar mínir og vinir. Þennan vettvang get ég notað eins og aðra sýningarglugga fyrir sköpun mína sem annars lægi ofan í skúffu þar til einhver flytjandi væri fundinn. Um miðjan mars þurfa öll atriði að vera klár frá okkur. Síðan tekur við forvinna hjá þeim aðilum sem standa að keppninni."


Örlygur Smári er líka fjölskyldumađur. Kona hans, Svava Gunnarsdóttir, heldur úti mjög vinsćlu matarbloggi á netinu. Hér eru ţau međ börnum sínum, tvíburunum Jakobi Ţór og Gunnari Berg og dótturinni, Malínu. Mynd/Valli
Örlygur Smári er líka fjölskyldumađur. Kona hans, Svava Gunnarsdóttir, heldur úti mjög vinsćlu matarbloggi á netinu. Hér eru ţau međ börnum sínum, tvíburunum Jakobi Ţór og Gunnari Berg og dótturinni, Malínu. Mynd/Valli

Ljúfmeti og lekkerheit
Örlygur Smári rak hljóðverið Poppvélina í fullu starfi í mörg ár. Nú fara frístundirnar meira í stúdíóvinnuna. "Vinna hjá Nýherja er töluvert frábrugðin því sem ég gerði áður en ég var orðinn leiður á einverunni sem fylgdi því að vinna í stúdíói. Mér fannst gott að komast í þann félagsskap sem er á stórum vinnustað. Nú get ég leyft mér að vinna einungis að því sem mér finnst áhugavert án þess að hafa áhyggjur af því að eiga fyrir salti í grautinn," segir kappinn.

Kona Örlygs Smára er Svava Gunnarsdóttir en hún starfar á lögfræðistofu. Svava heldur úti vinsælu matarbloggi á netinu sem kallast Ljúfmeti og lekkerheit þar sem ýmsar girnilegar matar- og bakstursuppskriftir birtast. Þau eiga fimmtán ára dóttur og tíu ára tvíburasyni. "Svava er meistarakokkur og sífellt að koma mér á óvart með nýjum uppskriftum," segir Örlygur og bætir því við að það sé alltaf eitthvað gott á matarborðinu. "Ég er samt meira í því að borða matinn en að búa hann til."

Örlygur er hlaupari á milli þess sem hann tekur myndir og semur lög. "Ég er áhugaljósmyndari og hef mjög gaman af því að taka myndir. Ég og annar sonur minn erum duglegir að hlaupa saman og reynum að fara út nokkrum sinnum í viku. Mér finnst hlaupið skemmtilegt og ánægjulegt að við feðgarnir séum saman í þessu. Við hlaupum mest í hverfinu okkar í Kópavogi en tökum líka þátt í almenningshlaupum og förum þá 10 kílómetrana. Það er fínt að hlusta á tónlist á meðan ég hleyp. Þar fyrir utan nýti ég frístundir til að semja lög eða útsetja fyrir aðra, sit þá gjarnan við píanóið og nota tölvuna mikið. Síðan þeyti ég skífum á árshátíðum, þorrablótum, afmælum eða brúðkaupum en sú vinna kemur oft í törnum."

Allt fyrir ástina
Þegar Örlygur er spurður um uppáhaldslag úr eigin lagasafni verður fátt um svör.

"Þetta er erfið spurning. Ég held að það sé ekkert eitt frekar en annað. Mér þykir þó vænt um lagið Allt fyrir ástina sem ég gerði fyrir Pál Óskar. Það kom mér aftur í bransann eftir langa dvöl í Svíþjóð. Ég var að leita að samstarfsfólki þegar ég kynntist Palla og við höfum átt mjög gott samstarf sem er enn í gangi.

Það er gríðarlega margt að gerast þessa dagana og ég er með mörg járn í eldinum. Það er hins vegar erfitt fyrir mig að tjá mig um einstök ný lög á meðan flytjandinn hefur ekki gert það. Hann ræður markaðssetningunni. Ég er sömuleiðis á fullu að skoða hálfkláruð og kláruð lög sem hafa legið til hliðar með markaðinn í Suður-Ameríku í huga. Þar eru svakaleg tækifæri fyrir mig. Um helgina ætla ég hins vegar að vera plötusnúður," segir lagakóngurinn Örlygur Smári.


Athugiđ. Allar athugasemdir eru á ábyrgđ ţeirra er ţćr rita. Vísir hvetur lesendur til ađ halda sig viđ málefnalega umrćđu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til ađ fjarlćgja ćrumeiđandi eđa ósćmilegar athugasemdir.

FLEIRI FRÉTTIR Á VÍSI

Lífiđ 31. júl. 2014 10:00

Ţéttur leikarahópur í Bakk

Tökur á kvikmyndinni hefjast strax eftir verslunarmannahelgi en leikararnir eru góđkunnir Íslendingum. Meira
Lífiđ 31. júl. 2014 09:30

Gerir dyraöt og knúsar til styrktar Parkinsonsamtökunum

Nikulás Ari Hannigan ćtlar ađ hlaupa maraţon og styđja Parkinsonsamtökin. Hann kryddar hlaupaćfingarnar međ ţví ađ bjóđa upp á nýstárlega ţjónustu. Meira
Lífiđ 31. júl. 2014 09:00

Bćta samfélagiđ međ ţví ađ rétta skakkan hlut kvenna í sögunni

"Konur hafa tekiđ ţátt í öllu frá byrjun siđmenningar en ekki fengiđ sérlega mikla umfjöllun.“ Meira
Lífiđ 30. júl. 2014 22:37

Upptökur á Big Bang Theory tefjast vegna kjaradeilna

Warner Bros tilkynnti í dag ađ fyrsti tökudagur eftir sumarfrí hefđi tafist en ekki er vitađ hvenćr tökur munu hefjast. Meira
Lífiđ 30. júl. 2014 22:00

Marnie leikur Peter Pan í jólaútsendingu NBC

Stjórnarformađur NBC, Robert Greenblatt hafđi áđur gefiđ í skyn ađ Peter Pan yrđi leikinn af manni, en ljóst er ađ ekkert varđ úr ţví. Meira
Lífiđ 30. júl. 2014 21:00

„Foie gras og le dalur“ alla helgina

Sindri Sindrason rćddi viđ hinn franskćttađa fjölmiđlamann Níels Thibaud Girerd, í Ísland í dag í kvöld. Meira
Lífiđ 30. júl. 2014 21:00

Frikki Dór og félagar - Frítt á Ţjóđhátíđ

Ási sýnir Frikka Dór hvernig á ađ komast á Ţjóđhátíđ í Vestmannaeyjum án ţess ađ eyđa krónu. Meira
Lífiđ 30. júl. 2014 20:00

Orlando Bloom er ađeins frćgari eftir slagsmálin

Orlando Boom, reyndi ađ rétta unglingastjörnunni Justin Bieber einn á snúđinn á skemmti- og veitingastađ á Íbísa í gćr, en Bloom virđist hafa fjölgađ ađdáendum sínum í...... Meira
Lífiđ 30. júl. 2014 18:30

Zac Efron opnar sig um fíknivandann

Í tilfelli Efrons varđ ţetta eins og heimsókn til sálfrćđings, ţví hann opnađi sig viđ ţáttastjórnandann um fíknivanda sinn. Meira
Lífiđ 30. júl. 2014 18:00

Ekki ráđskast međ Kardashian fjölskylduna

"Ég er föst međ ţennan Kardashian stimpil á mér og ţađ hefur komiđ niđur á mér og ferlinum,“ Meira
Lífiđ 30. júl. 2014 17:00

Hálfsystir Drew Barrymore látin

Jessica Barrymore var dóttir leikarans John Barrymore. Meira
Lífiđ 30. júl. 2014 16:30

Stóra skilnađarmáliđ í Hollywood: Eru Beyonce og Jay Z ađ skilja?

Kenningunni um yfirvofandi skilnađ ţeirra skötuhjúa til frekari stuđnings, ef til vill meira svo en stađhćfingar heimildamanna sem vilja ekki láta nafns síns getiđ, eru eftirfarandi punktar. Meira
Lífiđ 30. júl. 2014 15:00

Partý á toppi Esjunnar - myndband

DJ Margeir og Ásdís María söngkona tróđu upp á toppi Esjunnar fyrir skömmu í mögnuđu partýi á toppi Esjunnar. Meira
Lífiđ 30. júl. 2014 14:00

Susan Sarandon viđurkennir ađ hafa átt í ástarsambandi viđ David Bowie

"Bowie er svo einstaklega áhugaverđ manneskja, og svo bjartur. Hann er hćfileikaríkur og hann er málari og .. hann er frábćr.“ Meira
Lífiđ 30. júl. 2014 13:30

„Ţađ er alltaf svo mikil list í kringum garđinn“

Listamannadagurinn verđur haldinn hátíđlegur í Álfagarđinum á laugardaginn en ţar verđur til dćmis danshópur frá Ţýskalandi ađ túlka verur náttúrunnar. Meira
Lífiđ 30. júl. 2014 13:00

Engar kylfur leyfđar á fótboltagolfvellinum

Sprottiđ hefur upp ansi nýstárlegur átján holu fótboltagolfvöllur á Markavelli, milli Miđfells og Galtafells. Meira
Lífiđ 30. júl. 2014 12:30

Mikilvćgt ađ ganga hćgt um gleđinnar dyr um verslunarmannahelgina

Nú styttist óđum í verslunarmannahelgina en helgin er ţekkt fyrir rosalegan fjölda útihátíđa. Viđ báđum ţví nokkra einstaklinga ađ viđra skođanir sínar á útihátíđum og taka afstöđu til ţeirra. Meira
Lífiđ 30. júl. 2014 12:15

"Á sama tíma grét ég yfir ţví ađ ađgerđin hennar Jónu bar ekki árangur og hún ţar af leiđandi í hjólastól"

Hvetur ađra til ađ styđja vinkonu sína sem er lömuđ fyrir neđan brjóstkassa. Meira
Lífiđ 30. júl. 2014 11:00

Óskarsverđlaunahafar fordćma sprengjuárásir á Gaza

Tugir spćnskra leikara, leikstjóra, tónlistarmanna og höfunda, međ Penelope Cruz, Javier Bardem og Pedro Almodovar í broddi fylkingar hafa fordćmt innrás Ísraelsmanna á Gaza í opnu bréfi. Meira
Lífiđ 30. júl. 2014 10:30

Labbađi úr Ţórsmörk ţegar fariđ klikkađi

Helgi Sćmundur Guđmundsson, liđsmađur hljómsveitarinnar Úlfur Úlfur, lenti heldur betur í hremmingum á sunnudaginn ţegar hann gekk Fimmvörđuháls. Meira
Lífiđ 30. júl. 2014 10:15

Sumir eru sterkari en ađrir - sjáđu Fjalliđ taka á ţví

Ţetta eru 110 kg en úti er keppt međ 105 kg á 60 sekúndum á tíma ţar sem flest reps vinna greinina," svarar Hafţór. Meira
Lífiđ 30. júl. 2014 10:00

Ekki týnast í Herjólfsdal

Strákarnir í Blendin hafa sent frá sér nýja uppfćrslu af samfélagsmiđli sínum, sem hjálpar einstaklingum ađ hafa uppi á félögum sínum á Ţjóđhátíđ. Meira
Lífiđ 30. júl. 2014 09:30

Gunnar Nelson blćs fólki von í brjóst

Gunnar Nelson virđist vera innblástur margra til ţess ađ stunda líkamsrćkt. Meira
Lífiđ 30. júl. 2014 09:00

Árni Johnsen fćr klapp á kollinn

Hljómsveitin Retro Stefson ćtlar ađ halda ball á Grćna hattinum um helgina og heldur ţađan til Vestmannaeyja til ađ spila fyrir ţjóđhátíđargesti. Meira
Lífiđ 30. júl. 2014 07:22

Ýfingar á Ibiza: Bieber og Boom

Leikarinn Orlando Bloom reyndi ađ rétta unglingastjörnunni Justin Bieber einn á kjammann á Íbíza í gćr. Meira

Tarot

 

MEST LESIĐ

  • Nýjast á Vísi
  • Mest Lesiđ
  • Fréttir
  • Sport
  • Viđskipti
  • Lífiđ
Forsíđa / Lífiđ / Lífiđ / Endanleg útgáfa Ég á líf enn óákveđin
Fara efst