FIMMTUDAGUR 24. JÚLÍ NÝJAST 07:00

Ţúsundir á tjaldsvćđum norđaustanlands

FRÉTTIR

Endanleg útgáfa Ég á líf enn óákveđin

Lífiđ
kl 12:00, 11. mars 2013
Örlygur Smári. Mynd/Valli
Örlygur Smári. Mynd/Valli
Elín Albertsdóttir skrifar:

Ekki nóg með að lagahöfundurinn Örlygur Smári sé á fullu blússi í lokaundirbúningi fyrir lagið Ég á líf sem Eyþór Ingi flytur í Eurovision-keppninni í Malmö í maí, heldur gerði sigur söngkonunnar Heru Bjarkar í Síle það að verkum að allt í einu varð allt vitlaust að gera hjá Örlygi, sem annars gegnir starfi sölumanns hjá Nýherja.

Sigurlagið Because You Can er samstarfsverkefni þeirra Christinu Schilling, Camillu Gottschalck, Jonas Gladnikoff, Heru Bjarkar og Örlygs Smára.

Hvernig kom samstarf ykkar til?
"Við Hera höfum unnið mikið saman. Síðast með laginu Je ne sais quoi sem flutt var fyrir Ísland í Eurovision árið 2010. Árið áður tók Hera þátt í dönsku undankeppni Eurovision og hafnaði í öðru sæti með lagið Someday. Það lag sömdu sömu höfundar og unnu síðan með okkur Because you can," útskýrir Örlygur Smári.

"Eftir sigurinn hér heima 2010 ákváðum við Hera að vinna saman plötu en um svipað leyti komu þær Christina og Camilla hingað til lands og kíktu þá í stúdíóið mitt. Þetta lag varð til og var sett á plötuna. Síðan ákvað Hera að senda lagið í keppnina í Síle," segir Örlygur Smári og bætir við að sigurinn hafi vissulega áhrif á frekara samstarf þeirra Heru.

Nýr og spennandi markaður
"Það hefur opnast góður möguleiki á að koma fleiri lögum á suðurameríska markaðinn. Bæði lögum sem við höfum samið nú þegar og nýjum lögum. Þarna er gríðarlega stór og spennandi markaður. Ég hef gaman af allri góðri tónlist og þar er meðtalin svokölluð latín-músik. Hins vegar eru þessar þjóðir eins og við, opnar fyrir alþjóðlegri tónlist. Keppnin skiptist í tvo riðla, annars vegar svæðisbundna þjóðlagatónlist og hins vegar alþjóðlega popptónlist."

Þegar Örlygur Smári er spurður um verðlaunaféð, hvort hann verði ríkur af þessari velgengni, svarar hann. "Nei, því miður. Verðlaunin fóru beint til plötuútgáfunnar í Síle. Það hjálpar henni að markaðssetja okkur á þessu svæði og við fáum síðan tekjur af því þegar lagið er spilað. Listamennirnir fá oft minnstan hlut," segir hann.

"Ég hef verið mjög upptekinn undanfarna tvo mánuði, bæði vegna Eurovision og síðan ævintýris Heru í Síle. "Við Hera höfum hist eftir að hún kom heim og erum að velta fyrir okkur þeim tækifærum sem upp eru komin. Við þurfum að semja fleiri lög og texta fyrir þennan nýja markað og púðrið fer allt í það hjá mér þessa stundina."Hokinn af reynslu
Örlygur Smári hefur átt velgengni að fagna með lögin sín. Hann hefur fjórum sinnum unnið Söngvakeppni Sjónvarpsins. Fyrir utan þau tvö lög sem þegar hafa verið nefnd átti hann lagið Tell Me árið 2000 og This is My Life árið 2008. Árið 2006 og 2009 átti hann einnig lög í undankeppninni sem hlutu þó ekki náð fyrir eyrum dómara landsins í gegnum símakosningu. Hann er sjálflærður í tónlist, segist glamra á gítar og píanó en kann ekki að lesa nótur.

Örlygur Smári hefur mikla reynslu í þátttöku í Eurovision-keppninni. "Jú, ég veit nákvæmlega hvernig þarf að undirbúa atriðið og þessa dagana erum við á fullu í því. Gaman er að segja frá því að til er texti við lagið á alls fjórum tungumálum, frönsku, íslensku, ensku og spænsku. Á meðan við höfum ekki tekið endanlega ákvörðun með lokaútgáfuna er rétt að segja sem minnst um hana. Hins vegar styttist í að lagið heyrist opinberlega í endanlegri útgáfu," segir Örlygur Smári.

"Við leggjum áherslu á að atriðið verði áhrifamikið."Sýningargluggi tónlistar

Örlygur Smári segist vera farinn að hlakka mikið til að fara til Malmö í vor. Hann er altalandi á sænsku, enda alinn upp í Stokkhólmi sem barn og stundaði seinna nám í hljóðupptökum þar í landi.

"Það hefur alltaf verið mikið lagt í þessa keppni í Svíþjóð og ég fylgdist vel með henni sem barn og unglingur. Áhuginn hélt áfram eftir að ég kom heim. Keppninni er gert hátt undir höfði í Svíþjóð en ég hef aðeins fylgst með undankeppninni þar ytra núna sem er afar glæsileg. Ég hef mjög gaman að Eurovision eins og flest allir landsmenn," viðurkennir hann.

"Vinnan í kringum þetta er heilmikil en skemmtileg og fjölbreytt. Maður er ekki einungis að búa til lag heldur þarf að hugsa um atriði eins og framkomu, búninga, kvikmyndatöku og markaðssetningu. Á stuttum tíma þarf maður þess vegna að velta mörgum hlutum fyrir sér en síðan er alltaf einstaklega ánægjulegt að fara út með skemmtilegum hópi fólks. Vegna þess hversu oft ég hef verið með í keppninni eru margir sem tengjast henni orðnir kunningjar mínir og vinir. Þennan vettvang get ég notað eins og aðra sýningarglugga fyrir sköpun mína sem annars lægi ofan í skúffu þar til einhver flytjandi væri fundinn. Um miðjan mars þurfa öll atriði að vera klár frá okkur. Síðan tekur við forvinna hjá þeim aðilum sem standa að keppninni."


Örlygur Smári er líka fjölskyldumađur. Kona hans, Svava Gunnarsdóttir, heldur úti mjög vinsćlu matarbloggi á netinu. Hér eru ţau međ börnum sínum, tvíburunum Jakobi Ţór og Gunnari Berg og dótturinni, Malínu. Mynd/Valli
Örlygur Smári er líka fjölskyldumađur. Kona hans, Svava Gunnarsdóttir, heldur úti mjög vinsćlu matarbloggi á netinu. Hér eru ţau međ börnum sínum, tvíburunum Jakobi Ţór og Gunnari Berg og dótturinni, Malínu. Mynd/Valli

Ljúfmeti og lekkerheit
Örlygur Smári rak hljóðverið Poppvélina í fullu starfi í mörg ár. Nú fara frístundirnar meira í stúdíóvinnuna. "Vinna hjá Nýherja er töluvert frábrugðin því sem ég gerði áður en ég var orðinn leiður á einverunni sem fylgdi því að vinna í stúdíói. Mér fannst gott að komast í þann félagsskap sem er á stórum vinnustað. Nú get ég leyft mér að vinna einungis að því sem mér finnst áhugavert án þess að hafa áhyggjur af því að eiga fyrir salti í grautinn," segir kappinn.

Kona Örlygs Smára er Svava Gunnarsdóttir en hún starfar á lögfræðistofu. Svava heldur úti vinsælu matarbloggi á netinu sem kallast Ljúfmeti og lekkerheit þar sem ýmsar girnilegar matar- og bakstursuppskriftir birtast. Þau eiga fimmtán ára dóttur og tíu ára tvíburasyni. "Svava er meistarakokkur og sífellt að koma mér á óvart með nýjum uppskriftum," segir Örlygur og bætir því við að það sé alltaf eitthvað gott á matarborðinu. "Ég er samt meira í því að borða matinn en að búa hann til."

Örlygur er hlaupari á milli þess sem hann tekur myndir og semur lög. "Ég er áhugaljósmyndari og hef mjög gaman af því að taka myndir. Ég og annar sonur minn erum duglegir að hlaupa saman og reynum að fara út nokkrum sinnum í viku. Mér finnst hlaupið skemmtilegt og ánægjulegt að við feðgarnir séum saman í þessu. Við hlaupum mest í hverfinu okkar í Kópavogi en tökum líka þátt í almenningshlaupum og förum þá 10 kílómetrana. Það er fínt að hlusta á tónlist á meðan ég hleyp. Þar fyrir utan nýti ég frístundir til að semja lög eða útsetja fyrir aðra, sit þá gjarnan við píanóið og nota tölvuna mikið. Síðan þeyti ég skífum á árshátíðum, þorrablótum, afmælum eða brúðkaupum en sú vinna kemur oft í törnum."

Allt fyrir ástina
Þegar Örlygur er spurður um uppáhaldslag úr eigin lagasafni verður fátt um svör.

"Þetta er erfið spurning. Ég held að það sé ekkert eitt frekar en annað. Mér þykir þó vænt um lagið Allt fyrir ástina sem ég gerði fyrir Pál Óskar. Það kom mér aftur í bransann eftir langa dvöl í Svíþjóð. Ég var að leita að samstarfsfólki þegar ég kynntist Palla og við höfum átt mjög gott samstarf sem er enn í gangi.

Það er gríðarlega margt að gerast þessa dagana og ég er með mörg járn í eldinum. Það er hins vegar erfitt fyrir mig að tjá mig um einstök ný lög á meðan flytjandinn hefur ekki gert það. Hann ræður markaðssetningunni. Ég er sömuleiðis á fullu að skoða hálfkláruð og kláruð lög sem hafa legið til hliðar með markaðinn í Suður-Ameríku í huga. Þar eru svakaleg tækifæri fyrir mig. Um helgina ætla ég hins vegar að vera plötusnúður," segir lagakóngurinn Örlygur Smári.


Athugiđ. Allar athugasemdir eru á ábyrgđ ţeirra er ţćr rita. Vísir hvetur lesendur til ađ halda sig viđ málefnalega umrćđu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til ađ fjarlćgja ćrumeiđandi eđa ósćmilegar athugasemdir.

FLEIRI FRÉTTIR Á VÍSI

Lífiđ 23. júl. 2014 22:00

Fćr forrćđi yfir syninum

Forrćđisdeilu sjónvarpskonunnar Sherri Shepherd lokiđ. Meira
Lífiđ 23. júl. 2014 21:00

Ákveđur háralitinn međ litahjóli

Ke$ha er flippuđ. Meira
Lífiđ 23. júl. 2014 20:00

Glee-stjarna í ţađ heilaga

Naya Rivera gekk ađ eiga leikarann Ryan Dorsey. Meira
Lífiđ 23. júl. 2014 19:30

"Svona depurđ hverfur aldrei“

Bindi Irwin tjáir sig um föđur sinn heitinn, krókódílaveiđarann Steve Irwin. Meira
Lífiđ 23. júl. 2014 18:30

Zach Braff brćđir hjarta ađdáanda síns

"Ég get ekki beđiđ eftir ađ hitta ţig einn daginn. Ţú ert ástćđa ţess ađ ég hef gert allt sem ég hef gert um ćvina.“ Meira
Lífiđ 23. júl. 2014 18:00

Peaches var heróínfíkill

Eiginmađur hennar telur hana hafa logiđ til um neysluna. Meira
Lífiđ 23. júl. 2014 17:30

Komin ţrjá mánuđi á leiđ

Leikkonan Zoe Saldana á von á barni. Meira
Lífiđ 23. júl. 2014 17:00

Ţetta eru kynţokkafyllstu grćnmetisćtur heims

PETA velur leikkonuna Ellen Page og leikarann Jared Leto. Meira
Lífiđ 23. júl. 2014 15:15

Bak viđ tjöldin í Frozen myndatöku

Sjáđu myndbandiđ og myndirnar. Meira
Lífiđ 23. júl. 2014 15:00

Vill komast í gagnagrunn Séđ og Heyrt í Danmörku

Skemmtikrafturinn og Klovn-leikarinn Casper Christensen er ekki parsáttur viđ Séđ og Heyrt í Danmörku og krefst ţess nú ađ blađiđ afhendi allar ţćr persónuupplýsingar sem til eru um hann í gagnagrunni... Meira
Lífiđ 23. júl. 2014 13:30

Taupokar og tattú

Ţrír nemendur í grafískri hönnun viđ Listaháskólann fóru í samstarf viđ skipuleggjendur Druslugöngunnar til ţess ađ gera varning fyrir gönguna. Meira
Lífiđ 23. júl. 2014 11:30

Litla flugan leikin

Bandaríski trommuleikarinn Dave Weckl, sem er talinn vera einn sá albesti í heiminum, tók nokkur lög međ Önnu Mjöll og hljómsveit hennar á Café Rosenberg Meira
Lífiđ 23. júl. 2014 11:15

Frćgir á stefnumótasíđu Tinder

Má ţar nefna ţekkta einstaklinga eins og Sölva Tryggvason fjömiđlamann, Ívar Guđmundsson útvarpsmann, Pétur Örn Guđmunsson söngvara, Svein Andra Sveinsson lögmann Meira
Lífiđ 23. júl. 2014 11:00

Hvar finn ég flugrútu?

Guđrún Ólafsdóttir og dóttir hennar, Elísabet Thoroddsen, hafa stofnađ vefsíđu međ hagnýtum upplýsingum fyrir ţá sem nenna ekki ađ gúggla fyrir ferđalög. Meira
Lífiđ 23. júl. 2014 10:00

Hleypur heilt maraţon í jakkafötum

Pétur Ívarsson ćtlar sér ađ hlaupa heilt maraţon í jakkafötum til styrktar góđu málefni. Hann hefur áđur hlaupiđ hálfmaraţon í jakkafötum og er klár í slaginn. Meira
Lífiđ 23. júl. 2014 09:30

Vonskuveđur setti strik í listsköpunina

Kristín Ţorláksdóttir og Ýmir Grönvold hafa lokiđ viđ ađ mála stćrđarinnar listaverk á húsvegg viđ höfnina í Vestmannaeyjum og tekur verkiđ á móti fólki úr Herjólfi. Meira
Lífiđ 23. júl. 2014 09:00

Höll minninganna: Frá Önnu Mjöll til Önnu Mjallar

Hvernig tengjast Ingibjörg Dögg og söngkonan? Meira
Lífiđ 23. júl. 2014 07:00

Leyfilegur hámarkshrađi í ţéttbýli hratt brokk

Ökukennarar fagna nú hundrađ ára afmćli starfsheitis síns og bifreiđalaga. Meira
Lífiđ 22. júl. 2014 23:00

Líđur betur 33 ára en 23 ára

Leikkonan Jessica Alba talar um aldurinn í tímaritinu Self. Meira
Lífiđ 22. júl. 2014 22:00

Löggan kölluđ sex sinnum ađ heimili Biebers á einni helgi

Poppprinsinn er hávćr. Meira
Lífiđ 22. júl. 2014 21:39

Björn Bragi gafst upp á sumrinu

Hvađ eiga Björn, snákur og rigning í Reykjavík sameiginlegt? Meira
Lífiđ 22. júl. 2014 21:00

Fáklćdd á forsíđu LOVE

Kendall Jenner er fáklćdd á myndum fyrir tímaritiđ LOVE Meira
Lífiđ 22. júl. 2014 20:00

Jimmy Kimmel grét ekki mikiđ viđ fćđingu dóttur sinnar

Jimmy Kimmel deildi međ ađdáendum sínum fyrstu myndunum af litlu stelpunni hans, Jane Kimmel, í ţćtti sínum Jimmy Kimmel Live! í gćr. Meira
Lífiđ 22. júl. 2014 19:00

Prinsinn fékk krókódíl í afmćlisgjöf

Mikiđ um dýrđir í Kensington-höll í dag. Meira
Lífiđ 22. júl. 2014 17:30

Cameron Diaz brjáluđ út í ţáttastjórnanda í Ástralíu

Kyle Sandilands talađi illa um Drew Barrymore, bestu vinkonu Diaz. Meira

Tarot

 

MEST LESIĐ

  • Nýjast á Vísi
  • Mest Lesiđ
  • Fréttir
  • Sport
  • Viđskipti
  • Lífiđ
Forsíđa / Lífiđ / Lífiđ / Endanleg útgáfa Ég á líf enn óákveđin
Fara efst