Lífið

Emily Blunt í framhaldsmynd um Mary Poppins

Birgir Örn Steinarsson skrifar
Ekki er um endurgerð að ræða, heldur framhaldsmynd. Emily Blunt var fyrsta val leikstjórans.
Ekki er um endurgerð að ræða, heldur framhaldsmynd. Emily Blunt var fyrsta val leikstjórans. Vísir/Getty
Leikkonan Emily Blunt hefur verið ráðin til þess að leika Mary Poppins í framhaldsmynd um göldróttu barnapíuna. Upphaflega myndin var gerð árið 1964 en Disney fyrirtækið hefur ákveðið að nú sé loksins kominn tími á framhald.

Myndin mun einfaldlega heita Mary Poppins Returns og gerist tveimur áratugum eftir fyrri myndina. Í þetta skiptið eru það börn hins fullvaxta Michael Banks, sem Poppins passaði í fyrri myndinni, sem þarfnast nauðsynlegs aðhalds.

Michael og börn hans þrjú hafa nýlega gengið í gegnum erfiða tíma og þurfa nauðsynlega á einhverjum að halda sem getur lýst upp tilveru þeirra. Myndin verður söngvamynd eins og sú fyrri og því ætti að vera töluvert um söng og dans.

Á sínum tíma gaf höfundurinn P. L. Travers út 8 bækur um Mary Poppins og er nýja myndin skrifuð upp úr þeim.

Var fyrsta val leikstjórans og framleiðanda

Emily Blunt leik nýlega í söngvamyndinni Into the Woods sem er víst ástæða þess að hún var fyrsta val framleiðanda í hlutverk Mary Poppins en það er akkúrat leikstjóri þeirrar myndar Rob Marshall sem mun leikstýra þessari. 

Höfundur handrits er David Magee sem skrifaði meðal annars Finding Neverland. Marc Shaiman og Scott Wittman sem gerðu tónlistina fyrir Hairspray á sínum tíma sjá um lagaskrif.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×