Fótbolti

Emil kom inn á í tapi á San Siro

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Emil Hallfreðsson lék síðustu fimm mínúturnar þegar Udinese tapaði 3-1 fyrir Inter á útivelli í ítölsku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag.

Gestirnir byrjuðu leikinn vel og komust yfir með marki Frakkans Cyril Thereau á 9. mínútu.

Stevan Jovetic jafnaði metin á 36. mínútu og þegar stundarfjórðungur var til leiksloka skoraði hann sitt annað mark og kom Inter í 2-1.

Það var svo Eder sem átti lokaorðið þegar sex mínútur voru komnar fram yfir venjulegan leiktíma. Lokatölur 3-1, Inter í vil.

Emil hefur komið inn á sem varamaður í síðustu þremur leikjum Udinese en hann var síðast í byrjunarliðinu í 2-0 tapi fyrir Sampdoria 10. apríl.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×