Fótbolti

Emil byrjaði í tapi Udinese

Guðmundur Marinó Ingvarsson skrifar
Emil Hallfreðsson.
Emil Hallfreðsson. vísir/getty
Emil Hallfreðsson lék fyrstu 63 mínúturnar fyrir Udinese sem tapaði 1-0 fyrir Empoli á útivelli í ítölsku A-deildinni í fótbolta í dag.

Levan McHedlidze skoraði sigurmark Empoli á 82. mínútu en Empoli er í sjöunda sæti deildarinnar. Udinese er um miðja deild. Emil fékk að líta gula spjaldið í leiknum.

Alls voru fimm leikir í ítölsku A-deildinni í dag en í hádeginu lagði topplið Juventus Lazio 2-0.

Inter lagði Palermo 1-0 á útivelli og lyfti sér upp fyrir nágrana sína í Milan í 5. sætinu. Inter er með 39 stig, stigi minna en Lazio og níu stigum frá toppnum.

Joao Mario skoraði sigurmark Inter á 65. mínútu.

Öll úrslit dagsins:

Genoe - Crotone 2-2

Palermo - Inter 0-1

Pescara - Sassuolo 1-3

Bologna - Torino 2-0

Empoli - Udinese 1-0

Juventus - Lazio 2-0




Fleiri fréttir

Sjá meira


×