Innlent

Embætti forseta segir ummæli Salmanns í Fréttablaðinu röng

Birgir Olgeirsson skrifar
Ólafur Ragnar Grímsson og sendiherra Sádi sendiherra Sádi Arabíu, Ibrahim S.I. Alibrahim á Bessastöðum í mars síðastliðnum.
Ólafur Ragnar Grímsson og sendiherra Sádi sendiherra Sádi Arabíu, Ibrahim S.I. Alibrahim á Bessastöðum í mars síðastliðnum. Forseti.is

Skrifstofa forseta Íslands hefur sent frá sér fréttatilkynningu vegna föstudagsviðtals Fréttablaðsins við Salmann Tamimi, trúarleiðtoga múslima á Íslandi.

Salmann sagði í samtali við Fréttablaðið að forsetaembættið hefði sent frá sér yfirlýsingu á sínum tíma þegar Ólafur Ragnar Grímsson hitti sendiherra Sádi-Arabíu sem tjáði forsetanum að þeir ætli að styrkja byggingu moskunnar um milljón dollara.

„Forsetabíllinn keyrði sendiherra á lóðina okkar og fór að skoða hana. Við vissum ekkert um það. Ég gaf yfirlýsingu þegar ég var spurður að þessu. Ég sagði: Hvar eru þessir milljón dollarar? Enginn kom til okkar,“ segir Salmann Tamimi við Fréttablaðið.

Forsetaembættið segir eftirfarandi setningu hafa verið ranga: „Forsetabíllinn keyrði sendiherra á lóðina okkar og fór að skoða hana.“

„Þetta er rangt. Sendiherrann var 5. mars einungis keyrður, eins og venja er, frá hóteli til Bessastaða og aftur til baka. Lýsing Salmanns Tamimi á sér því enga stoð. Eins og fram kemur á heimasíðu forsetaembættisins sagðist sendiherrann hafa skoðað lóðina daginn áður.“

Á dagskrá forseta Íslands frá 5. mars síðastliðnum segir: „Forseti á fund með nýjum sendiherra Sádi Arabíu, Ibrahim S.I. Alibrahim, sem afhenti trúnaðarbréf sitt á Bessastöðum og flutti forseta sérstaka kveðju nýs konungs Sádi Arabíu, Salman bin Abdulaziz Al Saud. Rætt var um áhuga íslenskra aðila á að kanna jarðhita í Sádi Arabíu, einkum með tilliti til kælingar húsa. Fjallað var um þróun mála í Mið-Austurlöndum og vaxandi átök á svæðinu. Þá greindi sendiherrann frá því að Sádi Arabía styddi byggingu væntanlegrar mosku í Reykjavík, myndi leggja fram rúmlega eina milljón Bandaríkjadala til byggingar hennar og að hann hefði í gær skoðað lóðina þar sem moskan myndi rísa.“


Tengdar fréttir

Föstudagsviðtalið: Stjórnmálamenn ala á hræðslu

Salmann Tamimi segir stjórnmálamenn þurfa að gæta að sér í opinberri umræðu. Sundrung og æsingatal ýti undir ódæðisverk. Sjálfur kærði hann morðhótun en lögreglan vísaði málinu frá. Ákvörðunin var kærð og ríkissaksóknari be




Fleiri fréttir

Sjá meira


×