Körfubolti

Elvar Már leikmaður vikunnar

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Elvar hefur spilað vel í vetur.
Elvar hefur spilað vel í vetur. vísir/vilhelm
Elvar Már Friðriksson hefur gert góða hluti með Barry í bandaríska háskólakörfuboltanum í vetur.

Elvar spilaði sérstaklega vel í síðustu viku, svo vel að hann var valinn leikmaður vikunnar í Sunshine State Conference deildinni.

Elvar setti persónulegt stigamet á laugardaginn þegar Barry bar sigurorð af Eckerd, 84-72.

Njarðvíkingurinn skoraði 30 stig og tók auk þess fimm fráköst, gaf fimm stoðsendingar, stal boltanum tvisvar og varði eitt skot.

Á miðvikudaginn vann Barry öruggan sigur á Florida Tech, 103-78.

Elvar skoraði bara tvö stig í leiknum en tók fjögur fráköst og gaf átta stoðsendingar, flestar allra á vellinum.

Elvar er með 15,2 stig, 3,8 fráköst og 7,7 stoðsendingar að meðaltali í leik í vetur. Hann er stoðsendingahæsti leikmaður SSC deildarinnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×