Elskar að taka myndir og kaupa föt Ásgerður Ottesen skrifar 23. ágúst 2013 07:00 Guðrún Veiga Guðmundsdóttir heldur úti bloggsíðu þar sem hún fjallar um tísku, mat og annað skemmtilegt. „Ég byrjaði að blogga í fyrra. Mig sárvantaði stað til þess að tjá mig á og fá útrás fyrir sköpunargleðina,“ segir lífsstílsbloggarinn og móðirin Guðrún Veiga Guðmundsdóttir, sem heldur úti vinsælli bloggsíðu sem heitir einfaldlega Guðrún Veiga. Guðrún býr á Reyðarfirði með sambýlismanni sínum og sex ára syni þeirra. Hún er heima flesta daga að skrifa mastersritgerð í mannfræði við Háskóla Íslands. „Mig var farið að sárvanta stað til þess tjá mig og það brýtur upp daginn að getað bloggað á milli þess að rembast við ritgerðina,“ segir hún. Bloggið hennar er fjölbreytt og þar má finna allt milli himins og jarðar, allt frá uppskriftum að góðum viskísleikjóum yfir í nýjustu fatakaup Guðrúnar. „Mér finnst svakalega gaman að dunda mér í eldhúsinu og ég er dugleg að birta myndir úr mataruppskriftum á blogginu mínu. Svo er ég algjör ebay-fíkill og það er gaman að geta deilt kaupunum mínum með öðrum.“ Aðspurð segir hún að meiri pressa sé á að blogga eftir að lesendum fór fjölgandi. „Ég verð oft pirruð ef ég sleppi úr degi, það er viss pressa á mér að bjóða lesendum mínum upp á nýtt efni reglulega. Sem betur fer finnst mér ótrúlega skemmtilegt að blogga, annars væri ég ekki að þessu. Kærastinn minn hefur að vísu núna stað til þess að fylgjast með öllu því sem ég kaupi, hann les færslurnar mínar reglulega. Það er kannski helsti ókosturinn við bloggið,“ segir Guðrún og skellihlær. Á síðunni er mikið lagt upp úr myndum en Guðrún tekur allar myndirnar sjálf. „Kærastinn minn gaf mér rándýra myndavél í fyrra og ég var alveg brjáluð út í hann yfir að að eyða svona miklum peningum. Ég verð að viðurkenna að þetta voru ein bestu kaup sem hann hefur gert. Ég fer ekkert án þess að hafa myndavélina með mér,“ segir Guðrún Veiga að lokum. Mest lesið Eyddi kröfulistanum sem hann birti í gríni Lífið Svona sjá Pétur og Heiða leikskólavandann Lífið Inga Tinna selur höllina í Borgartúni Lífið Júnía Lín komin í milljónaklúbbinn Lífið Baltasar Samper látinn Menning Ein heitasta stjarna í heimi Tíska og hönnun Trölli stelur jólunum í Borgarleikhúsinu Menning Bergþór og Laufey selja slotið Lífið Sjóðheit trend sem taka yfir á nýju ári Lífið Kiefer Sutherland handtekinn grunaður um líkamsárás Lífið Fleiri fréttir Sólveig Anna greinir woke-ið Bergþór og Laufey selja slotið Svona sjá Pétur og Heiða leikskólavandann Eyddi kröfulistanum sem hann birti í gríni Rosalia komin með skvísu upp á arminn „Og leynigesturinn er enginn annar en…“ Inga Tinna selur höllina í Borgartúni Kiefer Sutherland handtekinn grunaður um líkamsárás Sjóðheit trend sem taka yfir á nýju ári Innflytjendamálin eru fíllinn í stofunni Júnía Lín komin í milljónaklúbbinn Skóli við rætur Vatnajökuls Faðir Dilberts allur Tvö ár af ást hjá Charlie og Laufeyju Slíðruðu sverðin á árshátíð borgarstjórnar Diddy selur svörtu einkaþotuna Gummi Tóta og Guðbjörg eiga von á öðru barni Ragnheiður fékk heilablóðfall á Spáni „Hvaða rugl er þetta?“ „Besti tími lífs míns hingað til“ Spá Ísrael sigri marga mánuði fram í tímann „Minnstur aldursmunur á okkur af öllum pörum“ Fannar og Jói böðuðu hvor annan Fjölmenni í Tene-afmæli Gurrýjar en enga Sólrúnu Diego að sjá „Litlu kóngarnir“ sjaldan verið heitari Þessi nældu sér í verðlaun á Golden Globe „Á Íslandi eru konur hvattar til að dreyma og vera í forystu“ Stjörnulífið: Ár gellunnar Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Fresta tökum á Love Island All Stars Sjá meira
„Ég byrjaði að blogga í fyrra. Mig sárvantaði stað til þess að tjá mig á og fá útrás fyrir sköpunargleðina,“ segir lífsstílsbloggarinn og móðirin Guðrún Veiga Guðmundsdóttir, sem heldur úti vinsælli bloggsíðu sem heitir einfaldlega Guðrún Veiga. Guðrún býr á Reyðarfirði með sambýlismanni sínum og sex ára syni þeirra. Hún er heima flesta daga að skrifa mastersritgerð í mannfræði við Háskóla Íslands. „Mig var farið að sárvanta stað til þess tjá mig og það brýtur upp daginn að getað bloggað á milli þess að rembast við ritgerðina,“ segir hún. Bloggið hennar er fjölbreytt og þar má finna allt milli himins og jarðar, allt frá uppskriftum að góðum viskísleikjóum yfir í nýjustu fatakaup Guðrúnar. „Mér finnst svakalega gaman að dunda mér í eldhúsinu og ég er dugleg að birta myndir úr mataruppskriftum á blogginu mínu. Svo er ég algjör ebay-fíkill og það er gaman að geta deilt kaupunum mínum með öðrum.“ Aðspurð segir hún að meiri pressa sé á að blogga eftir að lesendum fór fjölgandi. „Ég verð oft pirruð ef ég sleppi úr degi, það er viss pressa á mér að bjóða lesendum mínum upp á nýtt efni reglulega. Sem betur fer finnst mér ótrúlega skemmtilegt að blogga, annars væri ég ekki að þessu. Kærastinn minn hefur að vísu núna stað til þess að fylgjast með öllu því sem ég kaupi, hann les færslurnar mínar reglulega. Það er kannski helsti ókosturinn við bloggið,“ segir Guðrún og skellihlær. Á síðunni er mikið lagt upp úr myndum en Guðrún tekur allar myndirnar sjálf. „Kærastinn minn gaf mér rándýra myndavél í fyrra og ég var alveg brjáluð út í hann yfir að að eyða svona miklum peningum. Ég verð að viðurkenna að þetta voru ein bestu kaup sem hann hefur gert. Ég fer ekkert án þess að hafa myndavélina með mér,“ segir Guðrún Veiga að lokum.
Mest lesið Eyddi kröfulistanum sem hann birti í gríni Lífið Svona sjá Pétur og Heiða leikskólavandann Lífið Inga Tinna selur höllina í Borgartúni Lífið Júnía Lín komin í milljónaklúbbinn Lífið Baltasar Samper látinn Menning Ein heitasta stjarna í heimi Tíska og hönnun Trölli stelur jólunum í Borgarleikhúsinu Menning Bergþór og Laufey selja slotið Lífið Sjóðheit trend sem taka yfir á nýju ári Lífið Kiefer Sutherland handtekinn grunaður um líkamsárás Lífið Fleiri fréttir Sólveig Anna greinir woke-ið Bergþór og Laufey selja slotið Svona sjá Pétur og Heiða leikskólavandann Eyddi kröfulistanum sem hann birti í gríni Rosalia komin með skvísu upp á arminn „Og leynigesturinn er enginn annar en…“ Inga Tinna selur höllina í Borgartúni Kiefer Sutherland handtekinn grunaður um líkamsárás Sjóðheit trend sem taka yfir á nýju ári Innflytjendamálin eru fíllinn í stofunni Júnía Lín komin í milljónaklúbbinn Skóli við rætur Vatnajökuls Faðir Dilberts allur Tvö ár af ást hjá Charlie og Laufeyju Slíðruðu sverðin á árshátíð borgarstjórnar Diddy selur svörtu einkaþotuna Gummi Tóta og Guðbjörg eiga von á öðru barni Ragnheiður fékk heilablóðfall á Spáni „Hvaða rugl er þetta?“ „Besti tími lífs míns hingað til“ Spá Ísrael sigri marga mánuði fram í tímann „Minnstur aldursmunur á okkur af öllum pörum“ Fannar og Jói böðuðu hvor annan Fjölmenni í Tene-afmæli Gurrýjar en enga Sólrúnu Diego að sjá „Litlu kóngarnir“ sjaldan verið heitari Þessi nældu sér í verðlaun á Golden Globe „Á Íslandi eru konur hvattar til að dreyma og vera í forystu“ Stjörnulífið: Ár gellunnar Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Fresta tökum á Love Island All Stars Sjá meira