Sport

Elsa Sæný besti þjálfarinn í karladeildinni

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Elsa Sæný Valgeirsdóttir.
Elsa Sæný Valgeirsdóttir. Vísir/Daníel
Elsa Sæný Valgeirsdóttir var bæði kosin besti þjálfari fyrri hluta Mizuno-deildar karla í blaki sem og í úrvalslið fyrri hluta Mizuno-deildar kvenna.

HK vann fjögur af sjö verðlaunum í boði í Mizuno-deild karla því auk þjálfarans voru þeir Fannar Grétarsson, Lúðvík Már Matthíasson og Stefán Gunnar Þorsteinsson einnig valdir í úrvalsliðið.

Afturelding vann fjögur af sjö verðlaunum í Mizuno-deild kvenna en liðið átti 67 prósent leikmanna í úrvalsliðinu.  Elsa Sæný Valgeirsdóttir spilar með Stjörnunni og hún ásamt Fríðu Sigurðardóttur úr HK voru þær einu sem komust í liðið sem spila ekki með Mosfellsliðinu.

Blaksamband Íslands veitti nú í fyrsta sinn viðurkenningu til þeirra leikmanna sem skarað hafa framúr í Mizunodeildunum í fyrri umferð Íslandsmótsins.

Um er að ræða lið sem samanstendur af leikmönnum úr öllum stöðum á vellinum en þjálfarar og leikmenn skila inn atkvæðaseðlum um valið.

MIZUNO lið fyrri umferðar karla:

Þjálfari:  Elsa Sæný Valgeirsdóttir, HK

Kantur:  Róbert Karl Hlöðversson, Stjörnunni

Miðja:  Fannar Grétarsson, HK

Uppspilari: Lúðvík Már Matthíasson, HK

Díó: Piotr Kempisty, KA

Móttaka: Emil Gunnarsson, Stjörnunni

Frelsingi: Stefán Gunnar Þorsteinsson, HK

MIZUNO lið fyrri umferðar kvenna:

Þjálfari:  Matthías Haraldsson, Þrótti Nes

Kantur:  Elsa Sæný Valgeirsdóttir, Stjörnunni

Miðja:  Fríða Sigurðardóttir, HK

Uppspilari: Miglena Apostolova, Aftureldingu

Díó:  Thelma Dögg Grétarsdóttir, Aftureldingu

Móttaka: Zaharina Filipova, Aftureldingu

Frelsingi: Alda Ólína Arnarsdóttir, Aftureldingu




Fleiri fréttir

Sjá meira


×