Innlent

Ellefu greindir með hettusótt

Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar
Flestir eru fæddir á árunum 1980 til 1990.
Flestir eru fæddir á árunum 1980 til 1990. Vísir/VIlhelm
Ellefu einstaklingar hafa nú verið greindir með hettusótt hér á landi. Grunur lék á að allt að 40 manns væru með hettusótt en sýni sem rannsökuð voru á veirufræðideild Landspítalans sýna að aðeins um fjórðungur þeirra var með hettusótt. Hjá hinum vorur aðrar ástæður fyrir einkennunum. Þetta kemur fram á vef Landlæknisembættisins.

Aðeins einn af þeim ellefu sem greindust með hettusótt er bólusettur. Flestir eru fæddir á árunum 1980 til 1990. Sóttvarnalæknir mælir með því að þeir sem fæddir eru eftir 1980 og hafa hvorki verið bólusettir né fengið hettusótt láti bólusetja sig.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×