Fótbolti

Elísa: Ótrúlega flott en við þurfum að pissa í holur

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Stelpurnar okkar í íslenska landsliðinu í fótbolta eru mættar til Changqing þar sem þær mæta heimakonum í vináttuleik á fimmtudaginn.

Leikurinn fer fram á Yongchuan Sport Center sem tekur um 20 þúsund manns í sæti og er gert ráð fyrir góðri mætingu þegar Kína spilar sína leiki á þessu vináttumóti.

„Þetta er ótrúlega flott svona fljótt á litið en við þurfum að pissa í holur. Við hljótum samt að klára það,“ segir Elísa Viðarsdóttir, varnarmaður íslenska liðsins, hress og kát í samtali við heimasíðu KSÍ.

Aðstæðurnar eru góðar en Elísa er þó ekkert að missa sig. „Mér sýnist þetta vera svipað, allavega grasið og annað. Umgjörðin hérna virðist vera frábær og vonandi mætir bara fullt af fólki á völlinn,“ segir hún, en Eyjakonunni hlakkar til að spila á móti heimakonum.

„Það verður gaman að spila á móti Kína. Þær eru snöggar þannig maður verður að vera á tánum. Maður má ekkert slaka á þannig þetta verður vonandi bara gaman.“

„Ég trúi nú ekki öðru en þær mæti í þetta mót á heimavelli til að vinna það en við förum líka í alla leiki til að vinna þá.,“ segir Elísa Viðarsdóttir.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×