Innlent

Elín Hirst skrifaði Ögmundi bréf

Elín Hirst ásamt Guðrúnu Ebbu, en hún skrifaði bókina Ekki líta undan.
Elín Hirst ásamt Guðrúnu Ebbu, en hún skrifaði bókina Ekki líta undan. mynd/Anton
Elín Hirst hefur skrifað innanríkisráðherra bréf þar sem hún hvetur hann til að taka viðtal Nýs Lífs við lögreglustjórann á Suðurnesjum til efnislegrar meðferðar. Lögreglustjórinn segist í viðtalinu ekki trúa ásökunum Guðrúnu Ebbu Ólafsdóttir á hendur föður sínum, Ólafi Skúlasyni heitnum.

Lögreglustjórinn á Suðurnesjum, Sigríður Björk Guðjónsdóttir, er í forsíðuviðtali í nýjasta tölublaði Nýs Lífs. Hún er mynduð fyrir forsíðuna einkennisbúning og kemur skýrlega fram hver atvinna hennar er. Sigríður er eiginkona Skúla Ólafssonar, bróður Guðrúnar Ebbu, en hún hefur lýst því yfir að faðir hennar og fyrrum biskup, Ólafur Skúlason heitinn, hafi beitt kynferðislegu ofbeldi í áraraðir.

Lögreglustjórinn segist í viðtalinu ekki trúa ásökunum Guðrúnar Ebbu á hendur Ólafi um kynferðisbrot hans gegn henni.

Ekki eru allir á einu máli um hversu heppilegt er að lögreglustjórinn tjái sig opinberlega með þessum hætti. Elín Hirst er ein þeirra sem lýst hefur yfir áhyggjum sínum.

„Ég hef miklar áhyggjur af því að hún geti tjáð sig með þessum hætti um þetta mál af því að hún kemur fram sem lögreglustjórinn á suðurnesjum í þessu viðtali. Ég hef áhyggjur af því að fólk sem þurfi að leita til hennar og hefur orðið fyrir kynferðisbeldi, þolendur kynferðisofbeldis, veigri sér við að fara til embættisins eftir að hafa lesið þessa grein," segir Elín Hirst.

Elín hvetur Ögmund Jónasson innanríkisráðherra til að bregðast við.

„Ég hef skrifað honum bréf þar sem ég vakti athygli hans á þessu viðtali og óskaði eftir því að hann tæki málið til efnislegrar meðferðar," segir hún að lokum.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×