Innlent

Eldur í íbúð Eyglóar Harðardóttur í dag

Bjarki Ármannsson skrifar
Húsið við Mjósund.
Húsið við Mjósund. Vísir/Vilhelm
Eldur kom upp í íbúð Eyglóar Harðardóttur félagsmálaráðherra við Mjósund í Hafnarfirði fyrr í dag. Þrjár íbúðir eru í húsinu og íbúð Eyglóar töluvert skemmd samkvæmt heimildum Vísis. 

Þrettán ára stúlka á efri hæð hússins varð fyrst vör við að brunavarnakerfi fór af stað í íbúðinni og hringdi á slökkvilið. Engan sakaði í brunanum en Eygló er stödd erlendis.

Í skilaboðum sem Eygló sendi frá sér á Facebook fyrir stuttu segir hún að fjölskyldu hennar hafi brugðið við tíðindin. Skemmdirnar séu víst miklar en vonandi geti fjölskyldan flutt aftur inn sem fyrst. Þá þakkar hún lögreglu og slökkviliði hjálpina.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×