Innlent

Eldri borgarar leggjast gegn lokuninni

Garðar Örn Úlfarsson skrifar
Íbúar á Kumbaravogi vilja vera þar áfram.
Íbúar á Kumbaravogi vilja vera þar áfram. vísir/eyþór
Félag eldri borgara á Selfossi vill að komið verði í veg fyrir að dvalarheimilinu Kumbaravogi verði lokað eins og boðað er að verði gert í lok mars.

„Beinir stjórn FEB á Selfossi þeim eindregnu tilmælum til framkvæmdastjóra og bæjarstjórnar Sveitarfélagsins Árborgar, að þau bregðist skjótt við og einbeiti sér að viðunandi lausn þessa máls fyrir vistfólkið á heimilinu, með tafarlausum viðræðum við heilbrigðisyfirvöld og stjórnendur að Kumbaravogi,“ segir í ályktun sem lögð var fram í bæjarráði Árborgar.

Bæjarráðið segist fylgjast vel með framvindu málsins. 

Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu


Tengdar fréttir

Brunavarnir á Kumbaravogi í ólestri og úrbótum ekki sinnt

Þrátt fyrir ítrekaðar athugasemdir við aðstæður á hjúkrunarheimilinu var ekki brugðist við. Framkvæmdastjóri Kumbaravogs bar fyrir sig fjárskort en tjáir sig ekki um málið. Hlutfall faglærðra starfsmanna er aðeins helmingur þess se

Uppsagnir á Kumbaravogi

Verið er að segja upp starfsfólki hjúkrunarheimilisins Kumbaravogs þessa dagana.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×